MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Í DAG KLUKKAN 15:00 VEGNA ICESAVE - Hver ber ábyrgðina?

Persónulega mun ég mæta þarna til þess að mótmæla því að það standi til að skrifa undir samninga sem við sem samfélag getum afar erfiðlega staðið undir.

Þingmennirnir þurfa okkar hvatningu til þess að fylgja eigin sannfæringu í stað flokkslínunnar sem búið er að gefa út varðandi samninginn.

Krefjumst þess saman í dag að ekki verði skrifað undir langtíma skulda-þrældóm þjóðarinnar.

 

Hver ber ábyrgðina?

Nú rís hver flokksfélaginn upp á fætur öðrum og vill verja sitt fólk, hvað sem það kostar. Þetta mál er ekki flokksmálheldur hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Við höfum ekki efni á því núna að missa okkur í flokkadrátta-tuð og rifrildi. Þetta er 100% þverpólitískt mál. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylkingin komu okkur í þessa stöðu. VG ætla núna að staðfesta hana formlega og ríkisábyrgja eitthvað sem við getum aldrei staðið við.

Bankamennirnir í siðleysi sköpuðu ástandið undir engu eftirliti hins opinbera.

Hver ber ábyrgðina? Allir sem að málum hafa komið og tóku ekki stöðu með almenningi í landinu, þjóðinni sem nú skal borga herlegheitin. Já, að minnsta kosti í nokkur ár eða þangað til að við verðum endanlega komin í þrot og í þjóðareign Breta.

Ætlar þú að taka stöðu með þér og fjölskyldu þinni í dag?

Hlustið hér á viðtal við Ólaf Elíasson frá Indefence hópnum, á Bylgjunni í morgun. Síminn hjá honum stoppar ekki og æðstu ráðamenn þjóðarinnar hringja stöðugt í hann og biðja hann að berjast gegn samkomulaginu!  Veltiði því fyrir ykkur. Þeir vilja meina að samkomulagið sé svo meingallað að ekkert verði við ráðið.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ICESAVE fyrir dómsstóla!!! og aldrei í EVRÓPUBANDALAGIÐ!!!

ÁFRAM ÍSLAND!!!

Lúðvík Friðriksson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Sæll Baldvin.

Ég verð að commentera á viðtalið sem var tekið við þig í síðdegisútvarpinu í dag. Þú segir þar eitthvað á þá leið að það hafi verið grasrótarfólkið í VG & Samfó sem hafi mótmælt í haust vegna þess að þeir vildu komast að, en létu ekki sjá sig í dag.

Þetta finnst mér vera ósanngjarnt comment, því að vissulega voru fólk úr ungliðahreyfingunum í samfó og Vg sem tóku þátt í mótmælunum í haust, en þau voru ekki þau einu og það var ekki vegna skipana að ofan sem þau tóku þátt. Þau vildu nýtt og betra lýðræði og vanhæfa ríkistjórn burt..........ég veit að í dag var þónokkur fjöldi þeirra þarna í dag, .m.a Ég

Matthias Freyr Matthiasson, 8.6.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Matthías, mikið rétt og ég biðst velvirðingar.

Ég var bara ekki búinn að sjá til VG liða þegar að viðtalið var tekið, hitti nokkuð marga félaga úr byltingunni í janúar stuttu síðar.

Svo undarlegt sem það nú er að þá eru það einmitt þingmenn VG sem eru okkar eini möguleiki núna. Með þeirra stuðningi er meirihluti fyrir málinu, en það er að virðist sem betur fer ekki ljóst hvort að margir þingmannanna muni styðja þetta.

Samfylkingarfólkið er hins vegar tilbúið að ganga að hverju sem er fyrir mögulega inngöngu í ESB. Samband sem ég skil minna með hverjum deginum hvað er svona merkilegt við. Í viðtali við Svavar Gests í mogganum segir hann til dæmis að við verðum að ganga að samkomulagi um Icesave því að annars munu tryggingasjóðir ESB almennt lenda í tómum vandræðum.

Ég spyr, ef þeir eru ekki sterkari en það hvað er þá með restina af þessu ætlaða ágæta kerfi?

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 18:45

4 identicon

Hver ber ábyrgðina?

Er það ekki fyrrverandi fjármálaráðherra sem skrifaði undir Icesave-ábyrgðir á sínum tíma?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ábyrgðina bera ansi margir. Nú erum það hins vegar við, almenningur, sem ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir að þetta samkomulag verði samþykkt óbreytt.

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband