Virkilega góð mæting á samræðu fund borgara í Háskólabíó

Svona til að byrja með vil ég fá að þakka þeim ráðherrum og þingmönnum alveg sérstaklega fyrir að mæta á fundinn. Þetta er að mínu mati fyrstu merki vott af auðmýkt af ykkar hálfu gagnvart fólkinu og verður að teljast góð byrjun, þó kannski sé heldur seint brugðist við kallinu er þó a.m.k. nú brugðist við.

Helsta hrósið finnst mér eiga skilið Þorgerður Katrín sem að kom fram hispurslaust og einlæglega og sagði hlutina bara eins og þeir eru, ekkert pólitískt þvaður eða humm, svaraði fólkinu bara á íslensku. Það virkar svo sterkt get ég sagt þér Þorgerður, að konan mín sem er í samanburði við mig, afar vinstri sinnuð, taldi þig standa upp úr á fundinum og fyrir það eitt áttu mikið hrós skilið finnst mér.  Þetta eru án vafa nákvæmlega aðferðirnar og framkoman sem að þarf til þess að héðan í frá ná stuðningi fólksins.

Einlægni og hreinskilni.

Ég er sammála forsætisráðherra með það að það sé ekki góð hugmynd að kjósa um miðjan vetur. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn allur hafa væntanlega skynjað að það er ekki mikill stuðningur með því, og eru nú að nýta sér það. Hamra á þessu til þess að fá mögulega aftur stuðning frá fólkinu.

Hinsvegar eru ég og flestir þeir sem ég tala við afar ósammála Geir með það að kosningar eigi að fara fram þegar sér fram úr stórviðrinu. Það er nánast algilt með alla þá sem að ég hef rætt við undanfarið að við viljum kosningar í vor, ekki fyrr en ALLS EKKI seinna.  Það verður bara því miður Geir að stokka algjörlega upp í einhvern tíma til þess að mögulegt sé að bæði gera breytingar á framboðs málum, strúktúrnum og samskiptunum milli framkvæmda og löggjafavalds OG síðast en ekki síst, til þess að hægt sé að HREINSA almennilega út alla spillinguna sem nú þrífst í kerfinu.

Það er eðlilegt og mannlegt að ykkur finnist þetta ekki vera spilling Geir. Meirihluta afbrotamanna á það sameiginlegt að finnast þeir sjálfir vera með gott hjarta. Spilling er ekki eitthvað sem er tekin ákvörðun um að stefna á Geir. Spilling bara gerist. Hún gerist vegna þess að þegar sömu aðilar sitja allt allt of lengi við stjórnina, gegnsýrist kerfið allt hægt og rólega af bara þeirra fólki, og þá því miður þeirra JÁ-fólki.
Yes minister voru þættir sem að sýndu okkur þetta afar skýrt í kómísku ljósi.

En kæri lesandi, hvað nú?  Ætlarðu bara að sitja áfram og lesa og blogga og jánka og kvarta?

Eða er kominn tími á að stíga fram og gera eitthvað?

Ég vil koma að og taka þátt í hreyfingu eða stofnun hreyfingar, sem ætlar sér virkilega að GERA eitthvað. Hreyfingu sem hefur það að meginmarkmiði, eins og ég hef áður skrifað um, að knýja í gegn breytingar. Breytingar sem eiga að vera til þess fallnar að koma aftur á virku lýðræði í landinu.

Vilt þú vera mér samferða?

Hafir þú hugmyndir eða áhuga á að starfa að þessum málum sendu mér þá endilega tölvupóst á baddiblue@gmail.com

Það er kominn tími á aðgerðir.

E.s. Borgarafundinn má sjá m.a. hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/723839/


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll Baldvin, ég vildi óska að ég hefði orku og líkamlega krafta til að standa með þér í byltingu. Ég geri það sem ég get með því að biðja og senda út jákvæða orku eins og mér er unnt. Maður finnur í þér kraftinn sem þarf til að leggja sitt af mörkum og skynsemina. Öfgar og æsingur virkar bara upp að vissu marki. Það þarf fólk í dag sem hefur hjartað, skynsemina og sanna lýðræðistilfinningu til að bjóða sig fram þegar loks verður kosið. Vonandi undir vorið.

Ég kveiki ljós í glugganum hjá mér og mótmæli þannig á minn hátt, myrkrinu sem lagt var yfir þjóðina. Vonandi taka fleiri þátt í því. Það er þögult, friðsælt og sterkt og þannig finnum við sjálf og sínum nágrönnum okkar samstöðu. (Sjá bloggfærslu mína um það fyrir nokkrum dögum.)

Ég stend á hliðarlínunni og fylgist með Baldvin, Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Ómar Ingi

Það hefði verið´ágætt að henda inn bombum á Bíóið þarna í gærkveldi þannig hefðu við losnað við mikið af óþjóðalýð þingmönnum og öðrum ónytjungum samfélagsins

Ómar Ingi, 25.11.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband