Varla missti Hjörtur Magni af lagabreytingunum hér um árið??

Ég veit ekki betur en að lögum hafi verið breytt á þá vegu að þeir sem ekki vilji geti skráð sig úr þjóðkirkjunni og valið að láta þennan skatt sinn renna í einhvern annan farveg, t.d. til Fríkirkjunnar.

Hjörtur Magni hefur helst verið þekktur fyrir það í gegnum árin að nota flestar predikanir og það á undarlegustu tímum, í það að gagnrýna þetta kerfi sem var. En það VAR. Er ekki kominn tími til að snúa sér bara að trúboðinu?

Þessi stofnun sem að hann lýsir svo grimmilega sem þjóðkirkjunni er ekki lengur ósjálfrátt á spenanum hjá allri þjóðinni. Við getum í dag valið. Helst vildi ég sem meðlimur þjóðkirkjunnar síðan getað valið líka í hvaða kirkju nákvæmlega innan þjóðkirkjunnar mitt framlag færi.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, við getum ekki valið.  Þrátt fyrir að ég sé ekki skráður í neitt trúfélag fer hluti af mínum sköttum í aðh halda uppi ríkiskirkjunni.  Þ.m.t. greiða laun presta hennar.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Ómar Ingi

Allt sem viðkemur trú á öllu öðru en sjálfum þér er af hinu illa.

Sagan segir okkur það Baddi minn.

Illska og mannvonska er það á ferð.

Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Matthías, þú átt að geta valið að setja peninginn í eitthvað annað starf. Getur ekki sleppt því að borga, en getur valið úr mismunandi starfi að mér skilst.

Og það ekki allt kirkjulegt.

Baldvin Jónsson, 24.11.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, ég get ekkert valið.   Sóknargjöld trúleysingja fara til Háskóla Íslands, ekkert val.

Auk þess greiðir ríkið ríkiskirkjunni milljarða aukalega á hverju ári.  Laun presta eru t.d. fyrir utan sóknargjöld.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 01:11

5 identicon

Það er rétt, sóknargjöld trúleysingja fara til Háskólans, heldur uppi Guðfræðideild skilst mér meira að segja. þá er betra að styrkja Ásatrúarfélagið, það er þó eitthvað íslenskt og kemur þjóðarmenningu okkar bara til góða (svo er trúboð þar bannað,,,, enn annar plús ).

Halli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:42

6 identicon

Sóknargjöldin fara ekki til guðfræðideildar. Sú saga hefur verið marghrakin.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Baldvin, getur verið að þú sért að rugla eitthvað með lagafrumvarpið sem Kristján Þ. Júlíusson ætlaði að leggja fram seinasta vetur? Þú getur valið um hvaða trúfélags sóknargjöldin þín fara eða að þau fari til HÍ, sem er eina 'ókirkjulega' stofnunin á listanum. Kristján vildi bæta við fleiri möguleikum, svosem öðrum ríkisreknum háskólum og einhverjum góðgerðafélögum. Þetta hefur ekki ennþá verið tekið fyrir eftir því sem ég best veit, hvað þá samþykkt.

Egill Óskarsson, 24.11.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband