Siðleysi eða réttlæti?

Siðleysi. Það er bara svo einfalt. Óánægja okkar margra með störf Geirs og í mínu tilviki alveg sérstaklega dálæti hans á Seðlabankastjóra réttlætir ekki að brjóta á rétti hans sem viðmælanda.

Það er rétt og sanngjarnt að við veitingu viðtals viti viðmælandinn til hvers viðtalið á að notast. Viðtalið er hans persóna og æra, ekki Péturs.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála. Þó að mikið fé hafi tapast að undanförnu skulum við gæta þess að glata ekki sjálfsvirðingunni og siðmenntun okkar. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Þetta er hornsteinn okkar samfélags og um þessar mundir er gert harkalegt áhlaup á hann. Látum ekki heykvíslargengið ganga af okkur dauðum.

Þó menn séu reiðir og finnist t.d. Geir ekki vinna sína vinnu eins og þeir best myndu vilja, á hann og félagar hans í ríkisstjórn rétt á því að við sýnum þeim þá virðingu sem ríkistjórn þessa lands ber, undir hvaða kringumstæðum sem er. Þetta er ríkistjórnin sem þjóðin hefur valið í kosningum og hún verður dæmd á lýðræðislegum grundvelli, hvenær svosem það verður.

Eins og komið hefur verið fram við þetta fólk undanfarið, er ekki hægt að ímynda sér að þau geti unnið þetta mál eins og best verður á kosið. Sérstaklega þegar beitt er jafn gerræðislegum vinnubrögðum eins og í þessu tilviki.

Við getum gagnrýnt ráðamenn og ríkistjórn eins og við viljum, en það verður að vera á málefnalegum grundvelli.

Jón (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:58

2 identicon

Jón, en viðtalið er næstum 2 ára gamalt.

Kalli Kúla (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:14

3 identicon

Fjölmiðlar eru búnir að vera undir járnhæl stjórnmálavaldsins svo lengi að ekki stendur lengur steinn yfir steini í trúverðugleika. Almenningur treystir ekki lengur fjölmiðlum.

Þess vegna finnst mér nauðsyn brjóta lög, eins og í þessu tilfelli. Til að fá fram nýja fjölmiðlun og heiðarlega þá þarf að sjást með berum augum, hvernig þetta var svo lengi. Því það er ástæðan fyrir því að þöggunin var svo sterk: hér var fjórða valdið óvirkt. 

Rósa (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:33

4 identicon

Sæl

Hver mun tala við rúv í framhaldi af þessu ef hann skilar ekki myndbandinu. Eða raunin er sú að flestir munu ekki tala við rúv út af þessu. Traustið er gufað upp og viljum við það? Hvernig verða fréttirnar okkar?

Kv.

Sveinbjörn

SveinbjornK (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Getur einhver útskýrt af hverju Pétur vildi sýna viðtalið?

Er þetta ekki misnotkun á opinberri eigu? 

Ætli það sé einhver pólitík að spila þarna inn í?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það var reyndar augljós "pólitík" að spila inn í þetta hjá Pétri, fjölmiðlafrelsi.  Hann var líklega hálft í hvoru að mótmæla þessari stýringu yfirvalda á fréttaflutningi.

En fyrir mér réttlætir það ekki að birta viðtal við hvern sem er, undir öðrum formerkjum eða á öðrum miðli en var í upphafi rætt. Það er einfaldlega að blekkja viðmælanda sinn.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband