Það er afar "spennandi" að fara á Heklu þessa dagana

Það er orðið rúmt ár síðan að ég heyrði þessa tilkynningu fyrst. Rúmt ár síðan að kvikumagnið í fjallinu var komið ofar en það stóð fyrir gosið 2000.

Síðan þá er ég líklega búinn að fara svona um það bil 60 sinnum á fjallið upp í um 950 metra hæð (lengra er ekki hægt að aka þú skilur) og í hvert sinn hef ég verið með nettan fiðring í maganum.

Ferðamennirnir almennt trúa mér ekki og halda að þessar ævintýra frásagnir af mögulegu gosi séu bara hluti af túrnum, og kannski bara eins gott.

En mikið óskaplega er útsýnið af fjallinu gott á björtum degi, maður sér t.a.m. 5 jökla úr 950 metrunum.


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kvikan stígur... undir Heklu, Upptyppingum, og svo er Katla löngu komin á tíma, stjórnmálin á suðumarki. Það er tvímælalaust spennandi að búa á Íslandi í Dag! ;)

P.S. Talandi um gott útsýni, þá minnist ég þess að hafa staðið á Snækolli hæsta tindi Kerlingarfjalla í einstöku bjartviðri. Með því að snúa sér í heilan hring var hægt að sjá frá sama puntkinum: Vestmannaeyjar í suðri, Snæfellsjökul í vestri, út Eyjafjörðinn í norðri, og yfir mestallan Vatnajökul í austri. Að standa þarna og horfa yfir landið nánast allt var mögnuð upplifun, en aðstæður þennan dag voru afar sjaldgæfar: logn og heiðríkja yfir öllu landinu. Dálítið annað en í dag þegar stefnir í fárviðri hérna á vesturhluta landsins... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband