Verð að viðurkenna að mér er stórum létt

Ég verð að viðurkenna að mér er nokkuð létt eftir að hafa hlustað á Geir loksins svara einhverju afdráttarlaust. "Við látum ekki kúga okkur" lýsir eindregnum vilja til þess að koma sem sterkastir út úr þessu, en ánægðastur var ég með yfirlýsinguna hans um að að sjálfsögðu þyrfti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþingi.

Við getum þá mögulega haft eitthvað að segja í málinu áður en að það verður að mögulegum lögum eða ólögum. 

Nú er líka lag að sjá hvað kemur út úr viðræðum við Norðmenn. Mikið held ég að það væri á endanum alltaf lang besta samstarfið fyrir okkur.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orgar

pay and smile


bylting-strax.blog.is

Orgar, 22.10.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Baddi minn ég hef alltaf sagt og stend við það Samstarf við Rússana og þeir láta okkur hafa 900 milljarða eða svo og í staðinn mega þeir leika sér á flugvellinum sem við erum hvort sem er ekkert að nota.

Guðjón Þór Þórarinsson, 22.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sá ekki betur en að kreppan hafi virkað sem megrunarkúr á kallinn.

Þetta eru mikil átök, og ekkert grín að vera forsætisráðherra þessa dagana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Ómar Ingi

Þú meinar flugvellinum sem er fullur af fólki að læra og með börn sín í leikskóla osfv ertu að meina þann skóla , ekki öll hús notuð en í eigu einhvers félags og manna sem keyptu eða fengu þau hús og húsnæði.

En það er kannski hægt að skófla því út Guðjón

Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

ÁFRAM ÍSLAND

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Skarfurinn

Baldvin þú ert einfaldur ef þú trúir þessu, er ekki Geir búinn að ljúga svo oft að þjóðinni að enginn trúir honum lengur ? nokkrum dögum fyrir hrunið sagði hann íslensku bankana standa vel, þá sagði hann fyrir stuttu að ef við fengjum klán frá Alþjóðasjóðnum þá yrði það ekki neyðarlán, en sjóðurinn er eingöngu í slíkum lánum, af hverju er maðurinn í afneitun ? það versta hjá Geir er að hvítþvo og standa með Davíð og co í Seðlabankanum ,þrátt fyrir alvarleg afglöp þeirra og bankinn nýtur hvergi trausts á byggðu bóli.

Skarfurinn, 23.10.2008 kl. 09:24

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það kemur að kosningum Skarfur, þá segir þjóðin hug sinn til þessara manna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæri Skarfur, (gaman að skrifast nú á við fugla í netheimum, svona fleygir tækninni fram) þú hefur ekki séð hjá mér aðalatriðið miðað við rökin þín hér að ofan.

Aðalatriðið er að forsætisráðherra gekkst við því að lokaákvörðun liggi að sjálfsögðu hjá Alþingi. Þar kemur þá til okkar þegnanna í landinu að láta í okkur heyra ef að við teljum kjörin, kostina og skilmálana ekki ásættanleg.

Þar kemur að okkur að láta heyra í okkur jafn hátt og fjölmiðlum tókst að láta í sér heyra í fjölmiðlafrumvarps málinu. Nógu hátt til þess að Forseti lýðveldisins einfaldlega samþykki bara ekki lögin. Það kallar á þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig sem fer, þá treysti ég heildinni til þess að komast að réttri niðurstöðu þar.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband