Jóhanna hefur öðrum þingmönnum fremur, náð að tala alltaf röddu fólksins

Þegar hún spyr: „Eiga skilaboðin til þjóðarinnar að vera þau, í ljósi nýliðinna atburða, að hæstu launin skuli vera laun bankastjóra?" og svarar jafnframt:  „Ég segi nei, og þessu verður að breyta."

Það er alveg eðlileg vangavelta núna eftir að við fengum kalt framan í okkur hversu lítils virði skráðar eignir geta raunverulega verið þegar að kerfið hrynur svona, hvort að ný ríkisráðnu stjórarnir eigi að vera metnir til allt að tveggja milljóna króna á mánuði.

Persónulega er ég þó enn að bíða þess að fá svör við því hvers vegna maðurinn sem að kom Icebank í þrot sé nú verðlaunaður með því að fá að taka við stjórn stærsta banka landsins Kaupþingi??

Álit mitt var orðið afar gott á háttvirtum viðskiptaráðherra fyrir þann gjörnin, en er nú harla lágt verð ég að segja. Þegar að hátt í 500 manns missa vinnuna sína sem að mörg hver hafa akkúrat réttu menntunina og reynsluna í slíkt starf, hvers vegna þarf þá að taka inn einn sem að er augljóslega óhæfur?

Er hann mágur, frændi, bróðir, eiginmaður eða vinur einhvers þeirra sem réðu þessu?

En Jóhönnu til hróss held ég að ekkert stakt ráðuneyti hafi nú brugðist jafn hratt við yfirvofandi hættu og félagsmálaráðuneytið. Þar er nú þegar búið að leggja til óskertar atvinnuleysisbætur til handa þeim sem að missa starf að hluta, frystingu greiðslna verðtryggðra lána og það sem að mér hugnast allra best af þessum tillögum, tillaga um að fólki sem að lendi í þroti, verði leyft að leigja áfram íbúðina sína og þurfi því ekki ofan á allt annað, að flytja af heimili sínu. Heimilið er jú heimili, hver svo sem er skráður eigandi þess.


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jóhanna er frábær, hún stendur upp úr af öllu þessu fólki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband