Færsluflokkur: Dægurmál
Ok, flestum er það eflaust kunnugt sem til mín þekkja að trú mín á Stjörnuspeki almennt er heldur lítil en var að "fatta" svolítið í dag sem að mér finnst nú ansi skemmtilegt samt og til þess fallið að aðrir Bogamenn ættu a.m.k. að íhuga málið.
Ég er Bogamaður og konan mín líka. Skv. bókum um þessi fræði er besti mögulegi maki Bogamanns konunnar Bogamanns karlmaður. Besti mögulegi maki fyrir Bogamanns manninn er víst vandfundinn hins vegar og án þess að bækurnar segi það beint út að þá virðist henta Bogamanns manninum almennt bara best að bindast ekki, a.m.k. ekki mjög fast.
En sem sagt, í dag áttaði ég mig á því að við hjónin eigum vinahjón sem eru líka bæði Bogamenn og mér til furðu er líf þeirra um ansi margt afar líka lífinu okkar.
Ég er mjög hamingjusamlega giftur dásamlegri konu og erum við búin að vera hamingjusöm (svona að mestu í því sem lífið býður upp á) saman í að verða 12 ár sem er nú ansi merkilegt í samfélagi þar sem flestir virðast skilja og BogaMönnum greinilega varla ætlað að vera í langtíma sambandi.
Vinafólk okkar er síðan einmitt gott dæmi um fólk sem að ég hef gjarnan horft til og hugsað með mér að þau væru skínandi gott dæmi um fyrirmyndar samband og þá sérstaklega dáðst að samskiptum þeirra, sem að mér finnst vera í anda samskiptanna sem ég á að venjast við mína yndælis frú.
En af hverju er þetta eitthvað merkilegt?
Jú, vegna þess að í dag var mér sagt af þessum Bogamanna hjónum sem ég kíkti við hjá í dag að kunningi minn og vinur þeirra og hans spússa, sem gegna orðið stóru hlutverki í einni sjávarbyggðinni fyrir vestan og eru einmitt líka fyrirmyndar dæmi um falleg hjón og samskipti (úff langloka), eru einmitt bæði Bogamenn líka.
Jú jú, hér er orðið pláss fyrir fullyrðingu svei mér þá.
Bogamenn með Boga"konum" er sem sagt afar líklegt til langvarandi árangurs. Já, þar hafið þið það.......
En af hverju? Er það kannski bara af því að við Bogamenn virðumst almennt ekki taka okkur mjög alvarlega? A.m.k. ekki lengi í einu
Er það ekki kannski bara lykillinn að hamingjusömum samböndum? Að taka hvort annað bara svona hæfilega alvarlega og hlægja þeim mun meira??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Finnst þér þetta ekkert skrítin fyrirsögn??
14.8.2007 | 01:38
Jú jú, virkilega ánægður fyrir hennar hönd hvað hún var hress og ern þegar hún dó. Það er vissulega algert stuð, en spurningin er fyrir mér um gæði blaðamennsku.
Ef hún er dáin, er hún þá elsta manneskja í heimi?
Er ekki réttara að segja að fyrrum elsta manneskja heims sé látin? Er ég bara að þusa kannski af því að ég nenni ekki að fara að sofa??
Anyways, ætla að fara að "taka mig á" og koma mér í bælið. Skólinn byrjaður af fullum þunga og mér veitir ekkert af hvíldinni Verð vonandi súpernörd í lok fjarnáms annarinnar sem er að hefjast hjá mér á Bifröst.
Elsta manneskja í heimi látin - úr elli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er farinn að hlakka til :)
5.8.2007 | 22:46
Þetta er fyrir mér "Bond" nútímans. Ekki að ég vilji sverta original Bondarann of mikið en hann er orðinn svo "Hollywood" svo ég noti nú aðeins fleiri gæsalappir.
Jason Bourne er nútíma alvöru gaur
Hvenær má maður eiga vona á honum hérna heima??
Sjá líka hérna: http://www.thebourneultimatum.com/
Ný mynd um Jason Bourne fékk mesta aðsókn vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bara varð að smella þessu inn, allir eiga skilið virðingu.......
5.7.2007 | 23:19
Ljóst að sú gamla getur enn gripið til sinna ráða
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
OMG - grátandi karlmenn allsstaðar.....
28.4.2007 | 23:22
Sit hérna og jafna mig. Var að enda við að horfa á frábæra frammistöðu Denzel Washington í kvikmyndinni JohnQ frá árinu 2002. Sá hana aldrei á sínum tíma. Virkilega góð mynd, drama um faðir sem bregður á það ráð að fara alveg á brúnina og rúmlega það til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Ég grét góðan hluta myndarinnar......
....skipti svo yfir á Skjá 1 þegar myndin var búin og datt þar inn í útsendingu frá Herra Heimur. Ömurlegt að horfa þar á fullorðna karlmenn gráta af gleði yfir því hvað þeir eru fallegir!!???
Tilviljun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flott aprílgabb hjá Stöð 2, kom mér á óvart að Björn Bjarnason skuli hafa þetta ágætan húmor
2.4.2007 | 22:52
http://visir.is/article/20070402/FRETTIR01/70402038
Smell passar við fréttina að detta inn á Boot Camp æfingu, og var í flottu samhengi við fréttir daganna á undan
Fá 1. sæti í mínum bókum á íslenskan mælikvarða. Finndist samt gaman að vita hversu margir féllu fyrir gabbi Google með þráðlausa internettengingu í gegnum klóaklagnir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tengill á þessa myndasögu var skilinn eftir í athugasemd hjá mér....
31.3.2007 | 22:34
Fannst hún alveg mega birtast hérna öðrum til aðdáunar.
Umræðuefnið var hvort að bloggið ætti eftir að koma okkur í koll við t.d. ráðningar í ný störf.
Sjá hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/162603/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fékk þennan sendan á tölvupósti....
27.3.2007 | 16:58
Jóhann var að útskrifast úr laganámi frá HR. Hann átti sér stóra drauma um glæsta framtíð.
Jóhann fór að sækja um vinnu í stóru fyrirtæki í borginni. Starsmannastjórinn sem tók viðtalið var hrifin af þessum efnilega manni og var mjög heitur fyrir því að ráða hann í vinnu. Áður en viðtalið var búið spurði starfsmannastjórinn hvaða launahugmyndir Jóhann hefði.
"Ég var að spá í 1.500.000 á mánuði svona til að byrja með", svaraði Jóhann.
Starfsmannastjórinn horfði á hann í smá stund og sagði svo:
"Hvernig líst þér á 2.500.000 á mánuði,
2 mánaða sumarleyfi á fullu kaupi,
21% mótframlag í séreignarsjóð,
nýjan LEXUS til ótakmarkaðra afnota
og húshjálp til að þrífa heimilið"
Jóhann varð orðlaus. Þetta var meira en hann hafði þorað að vona.
Að lokum sagði hann í mikilli sigurvímu: "Þú hlýtur að vera að grínast!"
Starfsmannastjórinn svaraði að bragði: "Já - en þú byrjaðir....."Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefði nú verið ansi merkilegt er það ekki?
24.3.2007 | 14:18
Og einmitt líklega þess vegna sem að einhver hefur ákveðið að draga nafn einhverra bindindismanna í félagi (sem ég hef reyndar bara aldrei heyrt hið minnsta um) inn í umræðuna um ofdrykkjukeppnina. Það hljómar jú að sjálfsögðu mjög undarlega og vekur þ.a.l. tilætlaða athygli væntanlega.
Hefði kannski samt verið fróðlegt að fá úr því skorið hvort að allar þessar stríðssögur af svakalegu drykkjuúthaldi ofdrykkjumanna ættu við einhver rök að styðjast, hefði verið spennandi að sjá hvort að "svampurinn" ætti möguleika á sigri
Dagdraumar koma ekki að drykkjukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)