Bogamenn, Stjörnuspeki og sambönd?? Varúð, undarlega væmið fyrir minn smekk.....

Ok, flestum er það eflaust kunnugt sem til mín þekkja að trú mín á Stjörnuspeki almennt er heldur lítil en var að "fatta" svolítið í dag sem að mér finnst nú ansi skemmtilegt samt og til þess fallið að aðrir Bogamenn ættu a.m.k. að íhuga málið.

Ég er Bogamaður og konan mín líka.  Skv. bókum um þessi fræði er besti mögulegi maki Bogamanns konunnar Bogamanns karlmaður.  Besti mögulegi maki fyrir Bogamanns manninn er víst vandfundinn hins vegar og án þess að bækurnar segi það beint út að þá virðist henta Bogamanns manninum almennt bara best að bindast ekki, a.m.k. ekki mjög fast.

En sem sagt, í dag áttaði ég mig á því að við hjónin eigum vinahjón sem eru líka bæði Bogamenn og mér til furðu er líf þeirra um ansi margt afar líka lífinu okkar.

Ég er mjög hamingjusamlega giftur dásamlegri konu og erum við búin að vera hamingjusöm (svona að mestu í því sem lífið býður upp á) saman í að verða 12 ár sem er nú ansi merkilegt í samfélagi þar sem flestir virðast skilja og BogaMönnum greinilega varla ætlað að vera í langtíma sambandi.

Vinafólk okkar er síðan einmitt gott dæmi um fólk sem að ég hef gjarnan horft til og hugsað með mér að þau væru skínandi gott dæmi um fyrirmyndar samband og þá sérstaklega dáðst að samskiptum þeirra, sem að mér finnst vera í anda samskiptanna sem ég á að venjast við mína yndælis frú.

En af hverju er þetta eitthvað merkilegt?

Jú, vegna þess að í dag var mér sagt af þessum Bogamanna hjónum sem ég kíkti við hjá í dag að kunningi minn og vinur þeirra og hans spússa, sem gegna orðið stóru hlutverki í einni sjávarbyggðinni fyrir vestan og eru einmitt líka fyrirmyndar dæmi um falleg hjón og samskipti (úff langloka), eru einmitt bæði Bogamenn líka.

Jú jú, hér er orðið pláss fyrir fullyrðingu svei mér þá.

Bogamenn með Boga"konum" er sem sagt afar líklegt til langvarandi árangurs. Já, þar hafið þið það.......

En af hverju?  Er það kannski bara af því að við Bogamenn virðumst almennt ekki taka okkur mjög alvarlega?  A.m.k. ekki lengi í einu Whistling

Er það ekki kannski bara lykillinn að hamingjusömum samböndum?  Að taka hvort annað bara svona hæfilega alvarlega og hlægja þeim mun meira??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband