Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eldur í Höfða og ég er strax farinn að sakna Þóru Kristínar verulega

Þetta er vont mál og vonandi að húsið sé ekki mjög illa farið. Þetta hús býr yfir mikilli sögu og draugagangi, sem hlýtur að teljast spennandi viðbót.

En hver les þessa frétt fyrir mbl sjónvarp? Mikið sakna ég Þóru Kristínar. Mér leið eins og að lesandinn væri að lesa fréttir fyrir leikskólabörn, sem eru án vafa markhópur sem að ætti að halda utan við fréttaflutning enn um sinn.

Ég veit, ég er hrokafullur - en hefði ekki verið ráð að líta fram hjá skoðanamun og halda í einn besta fréttamann Morgunblaðsins?


mbl.is Vandasamt slökkvistarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er slétt sama hver vinnur á Mogganum. Hvers vegna eru allir fastir í því?? Morgunblaðið - blað ALLRA ÚTVEGSMANNA hlýtur að verða nýja slagorðið

Merkilegt nokk, en mér líður einhvern veginn eins og Búsáhaldabyltingin hafi einfaldlega skilað nákvæmlega engum árangri. Þessi frétt er í besta falli bara rúsínan í pylsuendanum samt, og að mínu mati ekkert sérstaklega merkileg svo sem. Morgunblaðið hefur fyrir mér alla tíð verið blað Sjálfstæðismanna og hefur nú að virðist ákveðið að færa sig í enn þrengri þjónustuhóp, og þjónusta sérstaklega útvegsmenn landsins. Að verða handbendi LÍÚ formlega.

Það er að minnsta kosti fínt að vita bara skýrt að hverju maður gengur, það er ákveðið gagnsæi í því.

Mér liggja tvær spurningar mun sterkar á hjarta, en hver verður ritstsjóri einhvers dagblaðs.

1. Hvers vegna ræður AGS hér enn öllum hnútum?

2. Hvers vegna er það svo, að sama hversu oft lýðurinn byltir valdhöfum í heiminum, að þá vinna samt alltaf nýlenduherrarnir - hinir raunverulegu olígarkar - alltaf samt?

Meðan að okkur tekst ekki að breyta háttum hér þannig að fyrri spurningin verður ekki lengur í gildi, mun hér fátt breytast til batnaðar. Íslensk fyrirtæki munu halda áfram að fara á hausinn umvörpum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hlutverk AGS er að reka stefnu sem að tryggir nýlenduherrunum (svarið við seinni spurningunni minni að hluta) meiri eignir í heiminum.

Ætlar fólk hér ekkert að vakna? Ætlar fólkið hér að láta olígarkana áfram stýra umræðunni hér þannig að við veltum okkur af áfergju upp úr því hver er rekin og ráðin á dagblaði?

Sat með góðum félaga í vikunni og var að velta seinni spurningunni hér að ofan fyrir mér með honum. Hann rifjaði upp fyrir mér að þessi heimsmynd væri ekki einhver ný vísindi eða hugmynd. Aristóteles skýrði þetta  fyrir um 2400 árum síðan.

Hann benti á að kerfið færi alltaf í ákveðinn hring, réttara sagt þríhyrning og myndi seint virka til þess að færa jöfnuð til fólksins. Kerfið sem er útfært af valdhöfum til þess að halda völdum, virkar einmitt þannig. Þó að stundum komi nýjir sýnilegir valdhafar, þá er það bara leiksýning.

Hinir raunverulegu valdhafar eru enn að virðist - og fátt sem virðist ætla að breyta því - nýlendufjölskyldurnar. Þessar sömu og hafa stýrt öllu í heiminum að minnsta kosti síðustu 300 árin eða svo.

Við hin - við erum áfram bara sauðir að virðist


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða fólksins sigrar spillta embættismannakerfið - Frábært starf Jóns Jósefs fær að halda áfram

Hver stofnunin á fætur annarri fær nú að kynnast því með skýrum hætti að við látum ekki bjóða okkur þöggun og klíkuskap lengur. Þegar að eitthvað jafn frábært og nauðsynlegt kemur fram, og gagnagrunnur Jóns Jósefs er, þá látum við ekki stöðva það.

FÓLKIÐ hefur ÁHRIF þegar að það stendur SAMAN Cool

Þetta myndband er algerlega óháð efninu, já og lagið reyndar alls ekki merkilegt. En mikið svakalega finnst mér flott að sjá hvernig svona stór hópur fólks getur sameinast í eina stóra hreyfingu :)

 


mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega ánægjulegt hvað var vel mætt - verst að hafa ekki komist sjálfur

Ég hefði mikið viljað vera á staðnum í kvöld. Það er mjög vaxandi samhyggð í samfélaginu og almenningur er að þjappa sér saman um að verja eigin hag.

Þessi fundur virðist hafa verið mjög vel heppnaður og ánægjulegt að Viðskiptaráðherra hafi séð sér fært að mæta.

Nýtum okkur þessa jákvæðu stemmningu og hömrum járnið og allt það. Ef nógu margir sameinast um málefnið, komast ráðamenn ekki hjá því að verða að taka tillit til þess.


mbl.is Troðfullur salur í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun fyrir afsal auðlinda?? TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is
mbl.is Guðlaugur verður varamaður í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is
mbl.is OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is

 

Hvet ykkur öll eindregið til þess að  lesa líka í gegnum viðlaðga skrá með útreikningum frá Birgi Gíslasyni. Þetta er grafalvarlegt mál.


mbl.is Ekki áfellisdómur yfir forsendum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

NÚ ÞARF AÐ SETJA FÓKUSINN Á BORGARSTJÓRN Í A.M.K. NÆSTA SÓLARHRINGINN

Á morgun klukkan 14:00 hefst fundur hjá Borgarstjórn þar sem að er ætlunin að samþykkja endanlega samning Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy á sölu OR á hlut sínum í HS Orku.

Þetta er samningur sem er svo fáránlega vondur að hann fær íslenska máltækið "lítið út og restin eftir minni" hljóma sem góða og áreiðanlega viðskiptahætti.
Og nú segir RÚV okkur frá því að lögmætið sé dregið í efa

Það er ítrekað búið að sýna fram á gríðarlegt TAP OR af sölunni. Hvers vegna er þá samt haldið áfram með málið? Hverjir græða svona mikið á því að halda þessu til streitu?

MÆTUM SAMAN Á PALLANA Í RÁÐHÚSINU KLUKKAN 14:00 Á MORGUN!!

Samstaða ER máttur.


mbl.is Harma deilur í Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar örlitlar leiðréttingar við fréttir af landsfundi Borgarahreyfingarinnar - Lýðræðið grætur

Vegna ítrekaðra frétta af því að önnur fyrirliggjandi tillaga að lagabreytingum sem lá fyrir landsfundi, hafi verið einhver sérstök tillaga þingmannanna okkar, að þá vil ég koma því á framfæri að sú tillaga var unnin af fjölda manna og kvenna en ekki aðeins af þingmönnum. Mun fleiri en skrifuðu á endanum undir sem stuðningsmenn við hana.

Títtnefndur Jón Þór var til að mynda einn af þeim aðilum og því alls ekki rétt að nefna annan tillögu pakkann sérstaklega við hann. Hann á mikið í þeim báðum.

Ég er leiður vegna þessa máls, leiður yfir því að hreyfing sem okkar geti samþykkt yfir sig lagabreytingar þar sem fram koma fasískar tillögur sem setja eiga bæði þinghóp og alla félaga hreyfingarinnar undir dóm, ef svo ber undir.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig slíkar hugmyndir ná fram að ganga í hreyfingu, sem sérstaklega kenndi sig við lýðræðisumbætur og persónukjör.

Ég tók ákvörðun um það fyrir nokkru að bjóða mig ekki fram áfram í stjórn hreyfingarinnar og tilkynnti það sérstaklega á fundinum í morgun. Ég gerði það áður en kosið var um lagabreytingartillögurnar, þolinmæði mín gagnvart þrætufundum er einfaldlega uppurin í bili.

Aldrei að vita nema að lýðræðislegri óþolinmæði minni verði fundinn einhver farvegur fljótlega. Ég mun að minnsta kosti taka sem mestan þátt í grasrótarstarfi hreyfingarinnar áfram.

En svo ég vitni í þingmanninn Þráinn Bertelsson, ég er þess sannfærður í dag að "lýðræðið grætur"


mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla stjórnar Borgarahreyfingarinnar flutt á landsfundi hreyfingarinnar í morgun

Flutt fyrir hönd stjórnar Borgarahreyfingarinnar í upphafi fundar í morgun.

Kæru fundarmenn, fyrir hönd stjórnar Borgarahreyfingarinnar langar mig að bjóða ykkur innilega velkomin á þennan fyrsta landsfund hreyfingarinnar. Það er okkur mikils virði að sjá hvað er góðmennt hérna í dag. Í hreyfingunni býr mikill dýnamískur kraftur og þið eruð öll svo sannarlega hluti af þeim krafti og birtingarform hans.

Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að glæsilegur árangur náðist í kosningunum síðastliðið vor, hefur mikið gerst og gengið á. Við fluttum úr Borgartúninu og höfum komið okkur fyrir í ágætu lítillátu húsnæði að Tryggvagötu 17 í Reykjavík og þó lítið sé, hefur starfsemin rúmast þar ágætlega fram að þessu. Það húsnæði varð fyrir valinu bæði vegna góðrar staðsetningar sem og hóflegs leigugjalds og við leigðum það fram að komandi áramótum, til að byrja með.

Við héldum aukaaðalfund þar sem kosin var ný stjórn hreyfingarinnar, en fjölmargir úr upprunalegri stjórn höfðu horfið frá og kosningabaráttan keyrð áfram af framkvæmdastjórn sem skipuð var bæði frambjóðendum og öðru kraftmiklu baráttufólki. Allt þetta fólk á miklar þakkir skyldar og ljóst er að án alls þessa stórglæsilega hóps hefðum við aldrei náð þessum frábæra árangri sem við gerðum. Það er of langt mál að ætla að telja allt þetta fólk upp hér, þau skipta tugum, en mér finnst rétt að við stöldrum hér við og þökkum þeim hér öllum sérstaklega fyrir með lófataki.

En já, það var kosið og skyndilega stóðum við uppi sem hreyfing með umboð tæplega 14.000 kjósenda til þess að láta til okkar taka. Okkur var í snarhasti fleygt beint í djúpu laugina með gömlum pólitískum refum, til þess að takast á við tvö af stærstu málum sem komið hafa inn á Alþingi Íslendinga í sögu lýðveldisins okkar. ESB og ICESAVE. Þessi mál áttu að rúlla í gegn í flýti til þess að aumingja þingmennirnir og starfsmenn Alþingis kæmust nú fljótt í langþráð sumarfrí. En fyrir mikla elju og baráttu, meðal annars þingmannanna okkar og svokallaðrar andspyrnuhreyfingu VG, fengu þessi mál mikla kynningu og umtal og mikið af upplýsingum komst út til þjóðarinnar, sem að hugmyndin var að halda í þagnarhjúpi. ICESAVE málið átti, að virtist, helst að reyna að afgreiða bara hljóðlega í gegnum fjárlög í nóvember án mikils umtals og halda þar með þjóðinni utan við það. Hún hefði hvort eð er lítið vit á málinu.

Við erum ung hreyfing, í rauninni aðeins værðarvoðungur enn í pólitík, og hefur það sést á fjölmörgum mistökum sem gerð hafa verið frá því að frábærum árangri var náð í kosningabaráttunni. Mistökum sem ég vil leyfa mér að nefna byrjendamistök, mistökum sem að ég er sannfærður um að við höfum lært mikið af og munu verða til þess að tukta okkur til og styrkja í pólitísku baráttunni sem framundan er.

Framundan er haustþing þar sem markmið okkar er að leggja fram frumvörp til stuðnings okkar helstu stefnumála. Þar verðum við að vinna sem ein kraftmikil heild ef við ætlum okkur að ná því að vera afl til góðs í samfélaginu. Afl sem getur raunverulega tekist á við áratuga gamlar valdaklíkur og viðskiptablokkir, sem hér öllu stjórna og hafa gert um langa hríð.

Við erum að berjast við blokkir sem vilja einkavæða auðlindirnar okkar alfarið og eru við það að ljúka fyrsta hluta ferlisins, þar sem að til stendur að afhenda Magma Energy núna á þriðjudaginn komandi, hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Og það á kjörum sem eru algerlega ósamþykkjandi og láta máltækið „lítið út og restin eftir minni“ hljóma sem skynsamlega viðskiptahætti.

Við verðum að berjast gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stýri hér áfram öllum hnútum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við, ásamt fjölda annarra, börðumst saman, og komum algerlega vanhæfri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá völdum.

Við valdasprotanum tók ríkisstjórn sem gaf sig út fyrir félagshyggju, en hefur í litlu sem engu breytt út frá stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem á undan sat. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að hún er algerlega jafn vanhæf þeirri fyrri þegar kemur að lausnum á vanda heimilanna, enda ekki skrítið. Hún tók einfaldlega við tilskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeim aðgerðarpakka sem að hann hafði þegar lagt fram og samþykkti að framfylgja honum að öllu leyti að virðist, erlendum auðhringjum til mikillar ánægju vænti ég.

Vandi hreyfingarinnar undanfarna mánuði hefur að miklu leyti til legið í algerum skorti á innra skipulagi starfsins. Við tókum kosningabaráttuna með krafti í spretthlaupi en gleymdum í látunum að setjast niður og skilgreina ítarlega hvernig við viljum að hreyfingin starfi. Það er því á okkar ábyrgð að þessi landsfundur gangi í að klára það mál og gera hreyfingunni fært að láta til sín taka með kröftugum hætti.

Fyrir landsfundinum liggja tvær lagabreytingartillögur.

Tillaga A gerir ráð fyrir því að stefnuskráin sé lifandi plagg sem megi breyta og bæta við með samþykki félagsmanna, til dæmis að breyta markmiðum hreyfingarinnar og bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga sé áhugi fyrir því,  meðan að tillaga B gerir ráð fyrir að við höldum okkur við það sem í upphafi var ákveðið.
Það er, að vera Hit ´n Run framboð og leggja svo hreyfinguna niður þegar að yfirlýstum markmiðum upphaflegu stefnuskrárinnar er náð eða verður augljóslega ekki náð.

Umræðan um mögulegt framboð til sveitarstjórnarkosninga er augljóslega vangaveltur sem hreyfingin þarf að taka afstöðu til og þá hvort að félagar vilji að boðið sé fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar eða hvort að boðið er fram í gegnum minni grasrótarhópum á hverju svæði fyrir sig.

Þessum tillögum hefur verið stillt upp sums staðar sem baráttumálum mismunandi fylkinga, en ég vil biðja ykkur kæru fundarmenn að horfa fram hjá því. Það liggur einfaldlega fyrir okkur hér, að ákveða hvert við viljum sjá hreyfinguna stefna. Hvaða áherslur við viljum setja fókusinn á.

Að lokum langar mig til að nota tækifærið og þakka Ingu Rögnu og Björgu sérstaklega fyrir þeirra aðkomu að undirbúningi fundarins. Þær tóku framkvæmd fundarins í sínar hendur að mestu og eiga hrós skilið fyrir að klára verkið vel. Við skulum gefa þeim gott klapp.

Kæru félagar, það liggur á okkur mikil ábyrgð. Tæplega 14.000 kjósendur treysta á okkur til þess að rífa okkur upp úr þessum hjólförum kergju og þræta. Allir landsmenn þurfa á því að halda að við stígum fram sem kraftmikil heild og tökumst á hendur það verkefni sem við buðum okkur fram í. Það er undir okkur komið að taka nú höndum saman og vekja aftur hjá þjóðinni von um að það sé raunverulega hægt að koma hér á breytingum. Að hægt sé að bjóða þjóðinni upp á eitthvað annað en bara sama óhæfa draslið áfram. Ef við trúum því ekki sjálf að það sé hægt, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að aðrir trúi því?

Ef við viljum vera afl til góðs í samfélaginu, þurfum við að trúa því að við getum það.

Trúið þið því?

Við verðum að stíga fram í þeirri trú og láta til okkar taka.

Viljið þið taka þátt í því?

 


mbl.is Læra af mistökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband