Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Afar góðar fréttir - kyndi kostnaður við Skaftafell getur nú nýst til frekari uppbyggingar þjóðgarðsins
11.3.2009 | 10:52
Það eru afar góðar fréttir að loks hafi fundist heitt vatn við Skaftafell, það eykur strax til muna þjónustuna sem hægt er að veita og sparar hlutfallslega mikla peninga fyrir starf sem rekstur þjóðgarðs er.
Skaftafell er án nokkurs vafa einn af fallegri stöðum landsins. Náttúrukraftarnir hreint ótrúlegir þar sem að maður horfir með lotningu upp til Hvannadalshnjúksins sem gnæfir þar yfir í ægi krafti sínum. Búið er að vinna í gegnum árin þrekvirki fyrir nánast ekkert fé í uppbyggingu gönguleiða á svæðinu og óhætt að mæla með því fyrir alla náttúruunnendur, ef svo undarlega vill til að þeir séu ekki reglulegir gestir í Skaftafelli, að leggja á sig ferðalagið þarna austur. Ekki skemmir heldur fyrir að leiðin austur er gullfalleg alla leið, aksturinn undir Eyjafjöllum, Mýrdalssandurinn með útsýninu til fjalla.
Enginn spurning, ég mun skella mér í heita sturtu í Skaftafelli í sumar
Heitt vatn í Skaftafelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var á opnum kynningarfundi Borgarahreyfingarinnar í Iðnó í kvöld sem gekk reyndar afar vel, en engu að síður skelfilegt að missa af þessari veislu!
Þetta lið á svo mikið til - alveg grátlegt að taka ekki svona toppleiki á móti efstu og neðstu liðunum í deildinni.
En hvað um það - verð augljóslega að komast yfir upptöku af leiknum.
Liverpool burstaði Real Madrid 4:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju yfirtaka? Er þetta að verða eitthvert nýtt munstur?
9.3.2009 | 19:57
Hvað varð um að fyrirtæki verði bara gjaldþrota? Getur einhver svarað mér því? Þetta er bara kjánalegt held ég.
Ég sem ætlaði þvílíkt ekkert að tuða í dag, ætlaði bara að vera voða jákvæður og svona í tilefni dagsins :P
Stundum virðist ég eiga ansi erfitt með að hemja undrun mína að minnsta kosti.
Ríkið tekur Straum yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarviðræður eru einfaldlega bara næsta eðlilega skref
9.3.2009 | 00:52
Það er fyrir mér bara svo einfalt að það er einfaldlega fáránlegt að taka afstöðu til samnings eða að kjósa um hann áður en ég hef svo mikið fengið að sjá hvað hann felur í sér.
punktur
Flestir vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kraftmikill leiðtogi þurfti sinn tíma til að horfast í augu við staðreyndir málsins - ákvörðunin mun eflaust styrkja Samfylkinguna
8.3.2009 | 18:52
Ég óska þér velfarnaðar Ingibjörg Sólrún og góðrar heilsu. Þetta er eina rétta ákvörðunin í stöðunni og þú hefðir að sjálfsögðu átt að horfast í augu við það fyrr, en betra seint en aldrei segir máltækið.
Verst að þetta var nóg til að koma í veg fyrir að Dagur biði sig fram í fyrsta eða annað sæti, ég hefði glaðst mikið yfir því að sjá hann komast inn á þing. Fyrir utan nokkuð mikinn kjaftavaðal er Dagur heill og góður maður sem ég trúi að standi fyrir hugsjón og réttlæti.
Annars fékk ég fyrir helgina senda netkönnun frá MMR sem ég var beðinn að taka þátt í. Fannst ansi merkilegt að könnun sem send var út 6. mars skuli hvorki innihalda L-listann né okkur í Borgarahreyfingunni innanborðs. Lyktar svolítið af hentisemi en ekki hlutleysi.
Borgarahreyfingin heldur þó áfram að sækja á, þetta eru afar spennandi og skemmtilegir tímar. Okkur bráðvantar þó húsnæði einhversstaðar sem næst miðbænum á götuhæð til láns eða mjög lágrar leigu fram yfir kosningar. Ef þú veist um slíkt húsnæði máttu endilega láta mig vita. Getur sent mér póst á til dæmis baldvin@borgarahreyfingin.is
Langar líka að segja ykkur frá opnum kynningarfundi sem við verðum með í Iðnó á þriðjudagskvöldið kemur klukkan 20:00 - Dagskrá fundarins verður kynnt nánar síðar, sjá hér: http://www.borgarahreyfingin.is/?p=142
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæri Jón Ásgeir...
8.3.2009 | 16:24
... fái Borgarahreyfingin einhverju ráðið er þetta aðeins toppurinn af ísjakanum. Við munum hins vegar í öllu leitast við að farið verði fram með réttlæti og siðferðislegri uppbyggingu að leiðarljósi. Það mun hins vegar því miður nokkuð örugglega fela í sér að þú og flestir þínir vinir munið lenda í ítarlegri rannsókn.
Vonandi mun sú rannsókn leiða í ljós að allt hafi verið með felldu. Fari hins vegar ekki svo mun allt verða gert til að leiða fram réttlæti í málinu. Rannsóknin mun hins vegar ekki einungis beinast gegn litlum hópi manna. Við munum einnig setja mikinn fókus á óheiðarlega framkomu ráðamanna og "hvítu lygina" sem er falin í því að upplýsa þjóðina ekki um ástandið
Úr stefniskrá Borgarahreyfingarinnar:
Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins. Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigendur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.
Meira á borgarahreyfingin.is
X við O stendur fyrir nýja tíma - endurheimt lýðræðis og sjálfsvirðingar okkar í alþjóðasamfélaginu.
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðtal við Evu Joly í Silfri Egils - hreinn innblástur í umræðuna um rannsókn á svikum fjárglæframanna
8.3.2009 | 15:01
Mitt í öllu vonleysinu er svo gott að hlusta á rökfasta yfirvegaða manneskju eins og Evu, manneskju sem hefur gríðarlega reynslu af því að ráðast í svona mál og ljúka þeim farsællega, manneskju sem veit nákvæmlega hvað hún er að tala um og hvernig er hægt að endurheimta peningana.
Það fyrsta eins og oft hefur komið hér fram hjá mér og hún kemur skýrt inn á í viðtalinu, er að hefja rannsókn og frysta eigur grunaðra. Þetta endalausa hjal um endalaust frelsi á bara einfaldlega ekki við lengur. Það er ekki verið að tala um að frysta eigur allra sem ríkið vill, það þarf að liggja fyrir staðfestur grunur. Sá grunur liggur hins vegar skýrt fyrir í nokkrum tilfellum og það er mér algerlega óskiljanlegt að ekki sé búið að ganga af stað af röggsemi í þau mál.
Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur fái ég og Borgarahreyfingin þitt umboð í komandi kosningum, til þess að ráða Evu Joly sem sérstakan ráðgjafa rannsóknarinnar. Helst sem stjórnanda, en hún gefur það út hér í viðtalinu að hún gefi ekki kost á sér í það.
Nú verðum við að setja þá ráðamenn sem stýrðu okkur í strand til hliðar. Þeir virðast hafa hagsmuna að gæta sem þeir vilja verja með kjafti og klóm. Borgarahreyfingin er það afl sem treystandi er til verksins. Afl sem hefur enga hagsmuni nokkursstaðar aðra en venjulegar fjölskyldur íslendinga. Við erum blönk og sættum okkur ekki við að borga fyrir þjófnað fjárglæframanna í beinni útsendingu.
Settu X við O í komandi kosningu - sýndu hugrekki og tökumst á við spillinguna.
Úr stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar:
Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins. Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigendur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.
Meira á borgarahreyfingin.is
Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Samfylkingin talar um breytingar en breytir þó engu
8.3.2009 | 05:02
Úff, það er voða freistandi að fara hérna að karpa og setja út á Samfylkinguna. Hún liggur augljóslega afar vel við höggi. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn stendur henni orðið framar í því að skipta út gömlu andlitunum fyrir örfá ný. En ég nenni því ekki núna. Þetta verður bara að dæma sig sjálft hjá þeim.
Mig langar meira að tala um endurfundina sem að ég átti í kvöld með 1970 árganginum úr Laugarneshverfinu. Við útskrifuðumst úr Laugalækjarskóla 1986 og stór hluti hópsins hefur ekki sést síðan. Þetta var alveg ótrúlega ánægjulegt kvöld og upplifun. Unglingsárin mín voru ekki alveg mín bestu ár, ég skemmti mér reyndar sjálfur oft voða vel en oft á kostnað annarra. Ég var afar óöruggur og óttaslegin strákur í raun og birtist það mest í hrokafullri framkomu á viðkvæmum augnablikum.
ÉG var beðin um að segja nokkur orð þarna í kvöld, sem reyndar kom mér á óvart, þar sem að í minningunni ég var nú ekkert sérlega mikið "in crowd" á þessum árum og man satt best að segja lítið eftir þeim, eða svo hélt ég að minnsta kosti. Það var hins vegar afar gaman að finna hvað ég man í raun margt svona þegar að ég settist niður og virkilega fór að rifja þetta upp.
Þetta voru skrítin ár, ár mikils frelsis meðal unglinga á Íslandi. Við vorum almennt farin að drekka mjög ung og var það nú smá sjokk fyrir okkur mörg að minnast þess að það þótti ekki neitt athugavert við það að við skyldum detta í það á skólatröppunum beint eftir síðasta samræmdaprófið í gaggó klukkan ca. 11 um morgunin. Það er nú sumt sem hefur breyst til mikils batnaðar í gegnum árin sem betur fer.
Ég er líka afar ánægður með að ég fékk í kvöld tækifæri til að biðja ýmsa aðila afsökunar á því hvað ég var leiðinlegur og hrokafullur unglingur. Það er svo gott fyrir sálina að vera ekki að burðast endalaust með eitthvað gamalt í pokanum. Nógu erfitt var nú samt fyrir Jón og sálin í pokanum að komast inn fyrir hliðið.
Ef eitthvert ykkar krakkar dettið hérna inn þá langar mig bara að segja enn og aftur, takk fyrir frábært kvöld. Mér þykir óskaplega vænt um þennan hóp og vona svo innilega að það líði ekki aftur 23 ár að næstu endurfundum.
Afsögnin skipti miklu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nefndarfundir Alþingis, gegnsæi og klæðaburður
7.3.2009 | 13:48
Þó að ég hafi nú ekki hrifist mjög af Sturlu undanfarið verð ég þó að taka undir með honum hér og í raun lýsa yfir onbrigðum mínum með það að ekki skuli gengið lengra og ALLIR nefndarfundir hafðir opnir. Það er eðlileg krafa að störf ráðamanna þjóðarinnar í UMBOÐI þjóðarinnar séu ekki þjóðinni duldir. Ég hef hrifist afar mikið undanfarið af nefndarstörfum þingnefnda í Bretlandi sem að hefur verið sjónvarpað öllum beint á BBC. Það eru vinnubrögð til fyrirmyndar.
Borgarahreyfingin leggur fram skýra stefnu varðandi nefndarfundi þar sem segir í stefnumálunum okkar undir í 3. kafla 6. gr.:
6. Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.
Í stuttu máli þá þýðir þetta að við viljum að allir fundir sem mögulegt er að halda opna (lesist nánast allir fundir) verði til dæmis útvarpað eða streymt á neti. Krafan okkar um að fastanefndir afgreiði öll mál og sé skilt að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma þýðir á mannamáli að nefndum verður ekki lengur kleyft að "týna" málum í nefndum. Það eru í dag tugir frumvarpa og mála sem að einfaldlega hafa bara ekki verið tekin á dagsrká nefndanna og fá því enga athygli. Sú var tíðin hér að ríflega 40% frumvarpa sem samþykkt voru á Alþingi voru þingmannafrumvörp, það er frumvörp sem komu ekki endilega frá ríkisstjórninni. Í dag er þetta hlutfall um eða undir 5%. Það er gott dæmi um það alræði Framkvæmdavaldsins sem við nú búum við.
Fataskilyrðin eru mér síðan mikil vangavelta. Líklegast þykir mér að þau hafi verið sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að menn mættu á seinustu stundu í fjósagallanum á þingfund, þó að það virðist vera kannski ansi ýkt dæmi. Hvað sem því líður að þá er þetta skilyrði íþyngjandi í dag finnst mér. Það er fyrir mér í dag mikill munur á því að vera snyrtilegur til fara eða að vera eins og krafist er í dag, í jakkafötum með bindi eða í dragt.
Nánari upplýsingar um Borgarahreyfinguna má finna hér:
Stefnumálin: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=6
Ganga í hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80
Við tengjumst engum hagsmunahópum sem hafa af því hag að koma okkur til valda, á íslensku þýðir það því miður þá líka að við eigum enga peninga og fáum enga stóra styrki. Margt smátt gerir hins vegar mikið fyrir okkur og við værum afar þakklát fyrir allan stuðning sem þú getur veitt,, líka fjárhagslegan eðlilega.
Styrkja hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=73
Alls ekki fjölmiðlafundir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |