Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ef blaðamanni Mbl finnst ráðin hans Tryggva Þórs svona góð væri gott að fá rökstuðning á því

Er Mbl komið í svona augljósan kosningagír með Sjálfstæðisflokki að allt er orðið gildishlaðið?

Fyrirsögn fréttarinnar er það að minnsta kosti og það afar greinilega. "Góð ráð Tryggva falla í grýttan jarðveg".

Mér er spurn, ef blaðamanni þykja þetta svona góð ráð hjá Tryggva Þór af hverju hann rökstyðji það ekki í greininni einhversstaðar?

Borgarahreyfingin leggur til að mínu mati afar góða leið í stefnu sinni í bráðaaðgerðum fyrir heimilin. Eða eins og segir þar í 1. lið:

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.

Við munum skoða svipaðar hugmyndir með gengislánin, þar sem að staða þeirra í dag verður bakfærð til einhvers eldra viðmiðs. Mögulega einnig aftur til janúar 2008.

Það er ekki sanngjarnt að leggja fram eins og Tryggvi Þór og Framsóknarflokkurinn, hugmyndir sem að taka ekkert tillit til þess hvort aðili er einstaklingur eða fyrirtæki. Það er eðlileg og réttlát krafa að staða fyrirtækjanna verði tekin fyrir og hvert og eitt tilfelli skoðað sérstaklega.

Þessar hugmyndir Tryggva Þórs um að fella niður kerfi verðbóta og að taka í stað upp kerfi þar sem að vextir verði frádráttarbærir frá skatti næstu 2 árin eru svo alveg sér kapítuli. Hann er sem sagt að segja með því að honum finnist rétt að þeir sem þéni mest fái mest út úr kerfinu. Fólk sem þénar nóg til þess að vera að greiða hærri skatta en það greiðir í vexti á ári.

Það er bara ekki þannig með flest fólk Tryggvi Þór, hreint ekki.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsla Evu Joly þegar farin að skila árangri

Þrátt fyrir að margir grasrótarhópar hafi undanfarið kallað og hrópað á torgum að nauðsynlegt væri að aflétta bankaleynd og kalla til erlenda sérfræðinga sem reynslu hafa af málum sem þessu, að þá var ekki brugðist við. Krafa grasrótarinnar um að fá Evu Joly að málum var hins vegar uppfyllt og er sem betur fer strax farin að skila árangri. Aðkoma erlendra sérfræðinga fyrir hennar tilstilli er að sjálfsögðu með meiri vikt en köll grasrótarinnar og það er bara hið besta mál.

Bankaleyndin er síðan annar kapituli. Flestir vilja hafa sín bankamál sem einkamál, það er ekki það sem verið er að fjalla um hér. Það er enginn að tala um að allir reikningar eigi að verða opinberir eins og sumir virðast vilja túlka slíka mál. Það er einungis verið að ræða það að reikningar fólks sem grunað er um saknæmt athæfi verði aðgengilegir rannsóknaraðilum. Er það ekki eðlileg krafa?


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi bara verður að fá að sjást :)

Egill Helgason er að mínu mati búinn að standa sig með miklum ágætum í þættinum í vetur og hörð gagnrýni þar á finnst mér ekki eiga rétt á sér þrátt fyrir að þátturinn á sunnudaginn hafi kannski að einhverju leyti farið aðeins út af brautinni.

Þessi mynd hans Henrý Þórs er bara svo góð að ég verð að smella henni hérna inn:

Egill_og_Hrellir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Hva, ætliði að endurnýja með böns af nýju fólki!" er setning sem mér finnst frábær pæling.


Framsóknar madamman lausláta beitir nú til skiptist ógn og meðvirkni

Ég held að Sigmundur Davíð sé að mislesa stöðuna kröftuglega núna eða viljandi að túlka hana á þennan máta. Fyrir mér er málið einflat, fylgi Framsóknarflokksins hefur snarminnkað vegna þess einfaldlega að þrátt fyrir "Nýju fötin Keisarans" opinberaði framsóknar madamman sig snarlega og byrjaði strax að beita meðvirkni þrýstingi í stjórnarsamstarfinu til að fá sín mál í gegn. Ekki við öðru að búast væntanlega og líklegt að hinir þingflokkarnir hefðu beitt sömu aðferðum í sömu stöðu. Það er kannski einmitt stór hluti af undirliggjandi vanda þingsins. Þessi aðferðarfræði er skítug og það að selja atkvæði sín í stuðning við þessa minnihluta ríkisstjórn var skítugt og bitnar núna á Framsóknarflokknum.

Þessu þarf að breyta, þessum aðferðum þarf að útrýma. Þetta er ekki lýðræði, þetta er "undir borðið" kaupmennska með atkvæði og umboð þjóðarinnar.

Mér finnst þetta tilefni til að ítreka þessa spurningu sem ég spyr svo gjarnan þessa dagana: "Ætlar þú í alvöru að treysta fjórflokknum til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir og skerða þar með völd sín?"

Borgarahreyfingin er fólkið sem er búið að standa vaktina ásamt fjölda annarra, síðan í byrjun október. Endilega lesið grein Páls Baldvins á Vísi um sama mál. Hörður Torfa er búinn að vinna þrekvirki með laugardagsmótmælunum og að mínu mati var það líka fyrir hans tilstilli sem að mótmælin byrjuðu framan við Alþingishúsið í byrjun janúar. Þau mótmæli öðluðust hins vegar strax eigið líf, eitthvað sem að Hörður sá ekki fyrir sagði hann mér, og urðu að kviku sem náði markmiðum sínum.

Við felldum ríkisstjórnina, Alþingi var rofið, búið er að skipta um stjórn bæði í Fjármálaeftirlitinu og í Seðlabankanum og það lítur út fyrir að stjórnlagaþing nái fram. Þar er hins vegar búið að ræna frá okkur fólkinu þeirri hugmynd og gera hana skítuga. Skítuga af flokksræði og það þarf einmitt að varast. Stjórnlagaþingið verður að vera þjóðin fyrir þjóðina. Ekki sérvaldir gæðingar sem það eiga að sitja, valdir af flokksmaskínunum. Þá getum við alveg eins notað bara Alþingi til stjórnarskrár breytinga áfram, Alþingi sem þrátt fyrir að hafa haldið úti nefnd um málið árum saman hefur nákvæmlega ekkert gert í málinu, að undanskildum þeim breytingum sem gerðar hafa verið undanfarin ár til lýðræðisskerðingar og aukningar á vööldum flokkanna. Það var heldur ekki okkar kostur að mynduð yrði ný ríkisstjórn, minnihluta stjórn með meðvirkni stuðningi annars smáflokks, en valdsýki atvinnu stjórnmálamanna virðast því miður fá takmörk sett.

Við erum búin að standa vaktina fyrir þjóðina. Viltu ekki treysta okkur til að standa vaktina áfram inni á Alþingi þar sem að við höfum þá raunveruleg tækifæri til að koma okkar allra málum, málefnum þjóðarinnar, á framfæri?

X við O í kosningunum snýst um það!  http://www.xo.is

http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/


mbl.is Iðrast stuðnings við stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfi - Vanhæfi - Vanhæfi. Hvenær er komið nóg?

Já, hvenær er komið nóg? Hvenær ætla ráðamenn að vakna og átta sig á því að hér eftir verðum við vakandi. Að hér eftir munu svona spillingar mál ekki sleppa óséð í gegn eins og ráðamenn hafa getað treyst á hingað til. Spillingin mun uprætt verða með öllum tiltækum ráðum.

Ég fékk þetta sent til mín á Facebook og skelli því hér inn óbreyttu:

Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga?

Ég skora á lögmannsstéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX.

Þessar fréttir voru birtar á Vísir.is

'' Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður
skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group.

Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið
fór í þrot.Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi
í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.

LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller [aths. BJ: Vil taka hér fram að Jakob Möller er náfrændi minn sem ég ann, eins óheppilegt og mér þykir það hefur hann hins vegar unnið eitthvað fyrir Baug], sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða. ''

Jakob Möller var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.''

"LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.''

Heilbrigð skynsemi óskast
Já ég tek undir það - Róttæk skynsemi óskast!!  http://www.xo.is
BorgH-970x145B

 


mbl.is Logos vann fyrir Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmennirnir byrjaðir að taka til - fjórflokkurinn sýnir lítil tilþrif í þá áttina

Það er merkilegt að þurfa enn að bíða eftir því að rannsókn hefjist á ætluðum brotum auðmannanna. Það er enn merkilegra að lesa á sama tíma um það opinberlega að þeir séu að selja eignir sínar - það verður þá vonandi hægt að rekja í hvað peningarnir fóru.

Merkilegast finnst mér þó af öllu tvennt og það tengist flokkunum en ekki auðmönnum.

1. Flokkarnir tala um mikla endurnýjun fólks í þingliði sínu en prófkjörin sýna nánast algert status quo

2. Fólkið í landinu segist vilja endurnýjun og tiltekt, en þrátt fyrir lið 1. hér að ofan er fólkið í landinu samt enn samkvæmt skoðanakönnunum, ákveðið í að kjósa þennan óskapnað yfir þjóðina aftur.

Hvað er málið með þetta? Þarf ekki að kalla til geðlækna og sálfræðinga, aðila sem eru sérhæfðir í áfallaröskun og Stokkhólms heilkenninu?

Við bara einfaldlega verðum að breyta hugsun okkar, við verðum að þora að stíga fram og taka ábyrgð á eigin lífi. Við verðum að þora að breyta einhverju - varla viljum við að ástandið verði áfram eins??

Ég bið þig af hjartans einlægni, skoðaðu vel það sem við í Borgarahreyfingunni stöndum fyrir. Stefnumálin okkar og baráttufólkið. Við erum búin að sýna það og sanna að með einlægum vilja og baráttuþreki er hægt að koma á breytingum. Það er hægt að koma frá ríkisstjórn, stjórn Fjármálaeftirlits og meira að segja Seðlabankastjórn. Næsta eðlilega skref er að axla ábyrgð og taka til á Alþingi, í Framkvæmdavaldinu og í stjórnsýslunni.

Til þess þurfum við hins vegar þinn stuðning. Ertu með?  Að setja X við O er að verja börnin þín.


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðbótin nær þó að minnsta kosti einhverri athygli á Suðurlandi

Ég óttaðist það mest að Árna Johnsen myndi takast að ná í fyrsta sætið á Suðurlandinu. Ekki það að ég vilji Sjálfstæðisflokknum neitt nema langa hvíld núna frá þingstörfum, en það hefði engu að síður verið afar taktlaust gagnvart þjóðinni, sem er að horfast í augu við hvernig búið er að arðræna hana gjörsamlega, að kjósa Árna ofarlega á lista.

Já ég veit, maðurinn er búinn að sitja af sér. Mér þykir það bara lítið merkilegt í því ljósi að fljótlega eftir að hann var látinn laus kemur hann fram í viðtali og lýsir undrun sinni á málinu öllu og sýnir ekki vott af sektarkennd eða auðmýkt. Að sjálfsögðu á ekki að treysta svoleiðis fólki til að stýra þjóðarskútunni.

Borgarahreyfingin er í óðaönn að skipuleggja uppbyggingarstarf á Suðurlandi. Endilega sendu okkur línu ef þú vilt taka þátt í starfinu okkar þar.

X við O er borgaraleg skylda sér hvers Íslendings - við verðum að verja börnin okkar!


mbl.is Ragnheiður Elín efst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta þingmanni Samfylkingarinnar hafnað af kjósendum í prófkjöri

Því meira sem ég les af prófkjörs fréttum því leiðari verð ég. Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um allt frá öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi er afar litla breytingu að sjá. Breytingin er helst hjá D og S listum vegna veikinda fyrri leiðtoga.

En mikið þykir mér leitt að sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur ekki lenda ofar í prófkjöri S lista í kraganum. Hún er í mínum huga án vafa besti þingmaður S listans eða að minnsta kosti jafn góð og Jóhanna hefur reynst í gegnum tíðina. Þórunn hefur fylgt sannfæringu sinni eins og þingmönnum ber, en þó alla tíð tekið tillit til sjónarmiða þeirra sem að störfum hennar hafa komið.

Þarna er S listinn mögulega að missa frá sér virkilega heiðvirða manneskju, nokkuð sem virðist vera í útrýmingarhættu í íslenskum stjórnmálum og hefur verið um nokkurt skeið.

Það er ljóst að ef að fólk vill í alvöru sjá breytingar eins og almenningur hefur verið að tala um að þá erum við í Borgarahreyfingunni eini kosturinn í stöðunni.  X við O er leiðin frá spillingunni, leiðin til réttlætis.

http://www.xo.is


mbl.is Árni Páll sigraði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksmanna um endurnýjun voru sem sagt bara þvaður

Illugi Gunnarsson efstur - hann var stjórnarmaður í sjóði 9 hjá Glitni, sjóðnum sem líklega kom verst allra peningamarkaðssjóða út úr hruninu. Sjóðnum sem augljósast allra virðist hafa brotið allar reglur nánast um háttsemi fjárfestinga slíkra sjóða.

[Athugasemd bætt við klukkan 22:19]:  Samkvæmt ábendingu frá áhugamanneskju um lýðræði, umhverfi og fleira vil ég taka hér fram að sjóður 9 var víst á endanum sá peningamarkaðssjóður sem skilaði innistæðueigendum sínum hvað mestu til baka. Það breytir þó reyndar litlu varðandi þennan pistil. Aðkoma Illuga var fyrst og fremst óheppileg vegna þess að hann meðal annars upplýsti ekki um setu sína þar fyrr en á ögurstundu. Vonandi er batnandi manni best að lifa.

Á Illugi að leiða "nýja Ísland"?


mbl.is Illugi efstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þér Sigmundur Davíð - ég ætla ekki að trúa þér í þessu tilfelli

Valið stendur ekki á milli þess að trúa AGS eða Framsóknarflokknum, það er bara pólitískur blekkingarleikur. Valið stendur á milli þess að gefa ÖLLUM 20% afslátt af skuldunum sínum, þar með talin íslensk fyrirtæki sem standa mögulega ágætlega en eiga samt að fá sömu fyrirgreiðslu og fólk sem er að missa húsnæðið ofan af sér. Það er einfaldlega gríðarlega óréttlátt og samfélaginu óskaplega dýrt.

Ég mæli mikið sterkar með því (eðlilega) að skoðaðar verði tillögur okkar í Borgarahreyfingunni um bráðaaðgerðir í efnahagsmálum. Þær má meðal annars nálgast hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/

Skelli hérna inn líka viðtalinu sem að tekið var við mig fyrir Kastljósið eftir blaðamannafundinn okkar þar sem að við kynntum okkur fyrst. Bara rétt svona til þess að við munum nú hvers vegna ég er að þessu.

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband