Vanhæfi - Vanhæfi - Vanhæfi. Hvenær er komið nóg?

Já, hvenær er komið nóg? Hvenær ætla ráðamenn að vakna og átta sig á því að hér eftir verðum við vakandi. Að hér eftir munu svona spillingar mál ekki sleppa óséð í gegn eins og ráðamenn hafa getað treyst á hingað til. Spillingin mun uprætt verða með öllum tiltækum ráðum.

Ég fékk þetta sent til mín á Facebook og skelli því hér inn óbreyttu:

Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga?

Ég skora á lögmannsstéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX.

Þessar fréttir voru birtar á Vísir.is

'' Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður
skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group.

Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið
fór í þrot.Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi
í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.

LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller [aths. BJ: Vil taka hér fram að Jakob Möller er náfrændi minn sem ég ann, eins óheppilegt og mér þykir það hefur hann hins vegar unnið eitthvað fyrir Baug], sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða. ''

Jakob Möller var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.''

"LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.''

Heilbrigð skynsemi óskast
Já ég tek undir það - Róttæk skynsemi óskast!!  http://www.xo.is
BorgH-970x145B

 


mbl.is Logos vann fyrir Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þetta verið tekið upp á borgarafundi?  Þetta eru svakalegar lýsingar.

EE elle (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er ekki einusinni hægt að treysta lögrfæðingum eða hæstaréttardómurum, þurfa allir að skrökva

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2009 kl. 11:40

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er eins og ég hef áður sagt.  Íslenskt réttarkerfi er handónýtt.  Maður veltir stundum fyrir sér hvaða hagsmuni dómarar hafa að gæta í hinum ýmsu málum.  Eða er lagabókstafurinn svona gersamlega ónothæfur, þá þarf að búa til nýjan.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.3.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband