Allar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksmanna um endurnýjun voru sem sagt bara þvaður

Illugi Gunnarsson efstur - hann var stjórnarmaður í sjóði 9 hjá Glitni, sjóðnum sem líklega kom verst allra peningamarkaðssjóða út úr hruninu. Sjóðnum sem augljósast allra virðist hafa brotið allar reglur nánast um háttsemi fjárfestinga slíkra sjóða.

[Athugasemd bætt við klukkan 22:19]:  Samkvæmt ábendingu frá áhugamanneskju um lýðræði, umhverfi og fleira vil ég taka hér fram að sjóður 9 var víst á endanum sá peningamarkaðssjóður sem skilaði innistæðueigendum sínum hvað mestu til baka. Það breytir þó reyndar litlu varðandi þennan pistil. Aðkoma Illuga var fyrst og fremst óheppileg vegna þess að hann meðal annars upplýsti ekki um setu sína þar fyrr en á ögurstundu. Vonandi er batnandi manni best að lifa.

Á Illugi að leiða "nýja Ísland"?


mbl.is Illugi efstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eru hjarðdýr, líkt og sauðfé elta þeir forystusauðinn án tillits til þess hvert ferðinni er heitið.  Ég tek það hinsvegar fram að mér finnst sauðfé bæði gáfaðra og fallegra en hinn dæmigerði sjalli.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er Endurnýjun sjálfstæðismanna í hnotskurn. Þeir hafa básúnað hversu mikil endurnýjun verði í þeirra röðum, en ekki er annað að sjá sjálfstæðismenn ætli að endurkjósa "trausta og reynslumikla" þingmenn sína sem sækjast eftir endurkjöri með glæsibrag.

Því meiri axarsköft sem þeir hafa staðið fyrir og því meiri þátt sem þeir hafa tekið í að koma okkur á kaldan klakann því betri kosningu fá þeir.

ætli þetta þýði ekki að Illugi sé sjálfkjörinn fjármálaráðherra ef XD kemst í stjórn eftir kosningar. ÓTRÚLEGT! SÚRREALÍSKT

Hvað er þetta eiginlega með sjálfstæðismenn

Sævar Finnbogason, 14.3.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég tel samt gott að taka skýrt fram að ég nota ekki heitið "sjálfstæðismenn" yfir þess flokksmeðlimi. Það hefur nákvæmlega ekkert með sjálfstæði að gera hvernig þeim hefur tekist að ofurselja okkur erlendum lánadrottnum.

Sjálfstæðisflokksmenn eru hins vegar augljóslega fólk sem þarf verulega á rannsókn að halda, að minnsta kosti svona almennri félagslegri rannsókn til þess að nota fyrir aðra sem forvörn. Það ætti engin að þurfa að búa við slíkt ofbeldi.

Baldvin Jónsson, 14.3.2009 kl. 21:08

4 identicon

það eru svona "andfúlir á móti" eins og þú sem þjappa okkur

sjálfstæðismönnum saman. Hver er breytingin hjá fötluðu/lömuðu ríkisstjórn

Samfó-Grænna, meira að segja varamennirnir virðast vera þeir sömu.

     Sjálfstæð og félagslega meðvituð

sjálfstæði

sjálfstæðismaður (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

"Þjappa okkur" - týpískur sjálfstæðismaður. Flokkurinn er nr. 1, hóprúnkið er nr. 1. So what's new?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 15.3.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmmm nafnlaus sjálfstæðismaður sem þorir ekki að tala undir eigin nafni. Hrein móðgun við aðra sjálfstæðismenn sem þó þora að koma fram undir nafni. Maður ber þó ákveðna virðingu fyrir þeim en ekki þeim nafnlausu. Annars á maður ekki eyða tíma og orku í nafnlausa bloggara. En lifðu samt heill eða heil.

En að efni þessa pistils, átti einhver von á öðru en þessu. Var það ekki sjóður 9 sem fékk 200 milljarða?

Arinbjörn Kúld, 15.3.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband