Svar til Eggerts Herbertssonar vegna athugasemdar á bloggi Íslandshreyfingarinnar

Sæll vertu Eggert og þakka þér fyrir innlitið á blog Íslandshreyfingarinnar, já og til hamingju með kjör í framkvæmdastjórn Samfó.
Vaktir hjá mér forvitni, telurðu þig vera að starfa í stjórnmálum ególaust?

Það er a.m.k. minn skilningur að ég get aldrei nokkurn tíma gert nokkurn skapaðan hlut án þess að egóið sé með í för. Í mínum huga eru það kannski helst fólk eins og Jésús Kristur, Móðir Teresa, Gandhi og mögulega Nelson Mandela, svo einhverjir séu nefndir, sem er möguleiki að hafi unnið gegn egóinu sínu í stanslausri sjálfsfórn til bjargar öðrum.

Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem vill breytingar. Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem finnst sér misboðið í t.d. jafnaðarmannaflokki þar sem allar áherslur eru orðnar langt til vinstri og forystunni hefur mistekist hrapalega að byggja upp sameiningu.

Egóið hefur oft komið mér í vanda, en það hefur líka oft nýst sem afl til góðs. Þegar breytinga er þörf er það meðvirkni frekar en nokkuð annað að sitja bara hjá og "vona að þetta lagist bara".

Ef að maður vill knýja fram breytingar, hafa áhrif hvort sem er vegna réttlætiskenndar eða löngunar til að koma einhverju áleiðis, þá á maður að sjálfsögðu að gera það. Stíga fram í hugrekki og reyna að hafa áhrif.

Ekki bara sitja þegjandi og vona að maður fái a.m.k. einhverjar sporslur svona til að vera allavega með.

Ég er stoltur af því að fylgja egóinu mínu og ganga í Íslandshreyfinguna. Ég er afar stoltur af því að fylgja fólki sem hefur brennandi hjarta með málstað og er tilbúið að leggja á sig mikið starf til að vinna að honum.

Kjósum með hjartanu!  Kjósum X-Í


Aðalfundur Framtíðarlandsins var haldin í dag.

Sat í dag aðalfund Framtíðarlandsins, þess stórgóða félags.  Ótrúlegt til þess að hugsa að félagið er rétt eins árs þegar skoðað er hverju félagið hefur áorkað á þessum stutta tíma og hversu mikil félagið hefur haft á umræðuna í samfélaginu.

Voru samþykktar þarna nokkrar minniháttar breytingar á lögum félagsins sem verða væntanlega aðgengileg strax eftir helgi á heimasíðun samtakanna.

Einnig kom þarna fram að auglýsingaherferðin sem farið var í, m.a. með stórgóðum sjónvarpsauglýsingum, var unnin af nokkrum af okkar fremstu einstaklingum á sviðinu í sjálfboðastarfi. Menn geta því hætt að velta fyrir sér stórkostlegum hugmyndum um kostnað herferðarinnar, "dýrasti" þátturinn var ókeypis Grin

Virkilega gaman að fá að taka þátt í starfi félagsins og ég hvet ykkur til að fylgjast vel með. Efast ekki um að félagið muni láta mikið að sér kveða á komandi misserum.

Til hamingju með frábært starf og ég óska nýrri stjórn velfarnaðar.


Fannst þetta eiga skilið sína færslu, kom fram í svörum í athugasemdum hjá mér

Var inntur eftir því í athugasemd hjá mér hvort að ég væri ekki blár af manni sem taldi mig alltaf til Sjálfstæðismanna, hann minnti mig líka á samtal sem að við áttum fyrir ekki allslöngu um aðbúnað aldraðra.  Hér á eftir er svar mitt til hans, fannst þetta eiga skilið sína eigin færslu.

 

Ég er að mínu mati heldur blár í skoðunum. Þess vegna einmitt hentar Íslandshreyfingin mér svo vel þar sem að ég finn mig ekki í stefnuskrá VG og get ekki kosið Samfylkinguna meðan að mér finnst vanta þar allan trúverðugleika og þeir stíga stöðugt lengra til vinstri.

Sjálfstæðisflokkinn get ég ekki kosið af augljósum (umhverfis) ástæðum.

En takk fyrir að rifja upp fyrir mér þessar samræður okkar þarna í hádeginu.  Skoðanir mínar þarna hafa ekki breyst, mér finnst það helber skömm í samfélagi sem á að vera eitt mesta velferðar samfélag í heiminum lifi gamla fólkið (sem skapaði undirstöður velmegunar okkar) við fátæktarmörk.  Einfaldlega skömm.  Það er líka skömm að við byggjum samfélag sem er þannig stemmt að við gerum okkur svo upptekin að við getum ekki sómasamleg sinnt fjölskyldunni, hvorki börnunum okkar né uppaleldum. Skömm.

Ég vil vinna að framgangi endurbóta á þessu sviði, en ég engu að síður ekki auka ríkisrekstur. Ég vil að ríkið skapi vettvang fyrir samfélagið til að takast á við þessi mál.

Bendi á stefnuyfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar: http://www.islandshreyfingin.is/index.php-tree=2&page=2.htm

Þar segir:

3. Sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþáttöku og lífsgæði:

Skattlagning skal miða að jafnvægi og jafnræði
Einfalda og lækka skal skattlagningu einstaklinga með því að afnema tekjutengingu bóta, með hækkun skattleysismarka og tengingu þeirra við launavísitölu. Þeir fjármagnseigendur sem eru hvorki launamenn eða einkahlutafélög skulu reikna sér launatekjur. Lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja skulu vera undanþegnar tekjuskatti.

Húsnæðiskerfi sem hentar öllum
Aðgangur að húsnæði á að vera tryggður öllum án tillits til efnahags. Íbúðalánasjóður skal einbeita sér að lánum til tekjulágra og fjármögnun félagslegra leiguíbúða. Stimpilgjöld verði afnumin. 

Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja og sníða velferðarkerfið að þörfum þeirra sem þurfa á því að halda. Hækkun grunnlífeyris, afnám tekjutenginga, aukið val um búsetu, atvinna með stuðningi og persónuleg liðveisla eru nokkrir þeirra þátta sem auka lífsgæði, samfélagslega þátttöku og hagkvæmni.
Málefni fatlaðara verði á höndum sveitarfélaga og málaflokknum tryggt fjármagn.

Endurskipulagning velferðar- og heilbrigðiskerfis
Hægt er að einfalda velferðarkerfið og gera það skilvirkara með endurskipulagningu Tryggingastofnunar og endurskoðun laga um almannatryggingar. Skilgreina þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðkomu einkaaðila að kerfinu. Æskilegt er að ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála verði sameinuð og nýtt velferðarráðuneyti stofnað. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila.

Viltu ekki slást í hópinn? 


Er þetta ekki mögulega til marks um að VG fari offari í tali sínu um Íslandshreyfinguna?

Virðist vera að skv. þessu sé gengissveiflan að fara milli VG og XD, eins merkilegt og það nú er. En hvað um það, aðalmálið er að sjálfsögðu að taka höndum saman og hrifsa til okkar frá XD. Það er skv. könnun um 38% fylgi innan XD með stóriðjustoppi og...

Er ekki best að loka þessu bara?

Þeim helst hvort eð er ekkert á forstjórum Ekki nema að ISG geti hugsað sér starfið?

Er það stefna hjá Frjálslyndum að reyna að gera sig að kjánum í athugasemdum hér á blogginu?

Var bara að velta þessu fyrir mér. Ef að maður rennir yfir blogg t.d. Ómars Ragnarssonar eða Íslandshreyfingarinnar eru þar inni reglulega athugasemdir frá félögum Frjálslyndra. Athugasemdirnar bera sjaldan merki þroska og ítrekað mikil merki gremju. Er...

Íslandshreyfingin vill að sjálfsögðu standa fyrir frekari framförum í menntamálunum

Afritaði þetta úr stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar sem má finna hér. Menntastefna: Fjölbreytilegar námsleiðir Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að efla og treysta skólastarf á öllum stigum, tryggja menntun þjóðarinnar og búa í haginn fyrir öflugt...

Hvað get ég sagt, maður gengur ekki einsamall - það er ljóst :)

Til hamingju kæru Poolvinir.  Verður ánægjulegt að leggja síðan Chelsea á leiðinni í vonandi annan alveg ótrúlega dramatískan úrslitaleik gegn Milan. Þurfum bara að passa gegn Chelsea að leikurinn fari ekki yfir 90 mínútur, þá eiga þeir ekki...

Virkilega ánægjulegt framtak hjá Google og samstarfsaðilunum með verkefninu

Þetta er algerlega lýsandi fyrir það sem þarf að gerast í heiminum.  Við verðum að fá upp á borðið og opinbera þessi mál allsstaðar. Það er í gegnum feluleiki og spillingu sem að heimsmyndin hefur fengið að þróast í hundruði ára og ég er algerlega...

Langaði bara að benda á stórgóða grein frá Ósk Vilhjálmsdóttur frá Íslandshreyfingunni

http://islandshreyfingin.blog.is/blog/islandshreyfingin/entry/173598/ Virkilega áhugaverð skrif. Rifjar þarna upp m.a. rök frá bæði forstjóra Marels og Bakkavarar þar sem að þeir vísa til skakkra samkeppnisstöðu iðnaðar á Íslandi meðan verið er að...

Betur má ef duga skal - hér þarf að breiða úr okkur X-I

Engin spurning, ef við viljum koma ríkisstjórninni frá þá er Reykjavík í suður einn albesti staðurinn til að koma kröftugu höggi á Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta hefur verið nánast ósigrandi vígi þeirra um árabil, þeirra og síðan vinstri sinna. Merkilegt en...

Nýjar niðurstöður frá IPCC - ef ske kynni að þetta hafi farið fram hjá þér

Kann ekki að setja inn Google vídeó hérna, en hér er hlekkurinn á fréttafundinn frá IPCC. Kemur þarna ýmislegt merkilegt í ljós að mínu mati sem og staðfestingar á því sem áður hefur verið haldið fram. Merkilegast fannst mér annarsvegar að það er skv....

Viljum við ekki skoðanafrelsi?

Var að lesa á bloggi hérna á mbl hjá einum leiðtoga Frjálslynda flokksins þar sem að hann er að varpa fram m.a. hugmyndinni um hvort að þeir hafi ekki rétt á skoðanafrelsi. Vitnaði þar m.a. í Runólf fyrrum rektor á Bifröst þar sem að hann var að tala um...

Er staða íslenskra barna og fanga svipuð?

Var að fletta gömlum blöðum og rakst á skrif Hrafns Jökulssonar. Hann varpar þar fram þeirri hugmynd að staða íslenskra barna og fanga á Litla Hrauni sé í raun mjög svipuð. Þau eru mikið til lokuð inni með sjónvarp, DVD og tölvu alveg eins og fangarnir...

Er Samfylkingin í afneitun?

Á hvaða forsendum getur Ágúst byggt þá hugmynd sína að óákveðnir hlaupi til á síðustu metrunum og kjósi S?  Það er eðlilegt að vona, hollt jafnvel fyrir sálina, en hollast er þó hverjum manni að horfast í augu við staðreyndir. Samfylkingin lagði fram...

Stuðningur við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, hvað er til ráða?

Fór að velta þessu fyrir mér í dag eftir spjall við góðkunningja minn (ekki lögreglunnar) sem er að flytja til Danmerkur.  Hann var að koma að utan þar sem að hann var að skoða íbúðarhúsnæði fyrir fjölskylduna og möguleika á því að setja af stað...

Ætli síðdegisútvarp Bylgjunnar hafi svona mikið að segja??

Hlustaði á leiðinni heim í gær í bílnum á viðtal við Mumma mótor í síðdegisútvarpi Bylgjunnar. Þar sagði hann m.a. frá ágætu samstarfi við félagsmálaráðherra og alveg óskaplegu sambandsleysi við Siv Friðleifsdóttur, en hana var hann víst búinn að vera að...

Kemur fyrir mig inn á spurninguna um trúfrelsi....

Ég er Kristinn. Heiti Baldvin, en er Kristinn.  Ég kýs að halda Föstudaginn langa hátíðlegan, en ég kýs það fyrir mig.  Ég geri ekki þá freklegu kröfu að allir skulu hlíta mínum hugmyndum um trú og sakramenti. Af hveru á allt að vera miðstýrt? Af hverju...

Afleiðing gróðurhúsaáhrifanna?

Þetta er eitt af mörgum frávikum undanfarinna ára sem vísa til breytinga loftlags í heiminum. Fllóðbylgjur, fellibylir og háar hitatölur í Evrópu undanfarin sumur miðað við meðaltelið í bland við ofsarigningar og flóð sem þeim fylgja. Er ekki nóg að...

Grænn eða grár? Gulur eða blár? Rauður er að sjálfsögðu málið :)

Mikið gaman að koma sterkir inn á lokasprettinum Lífið er ekki bara grátt og grænt sem betur, stundum er svo gott að slaka á yfir góðum bolta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband