Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Framtíðin í handbolta er afar björt að virðist :)

Glæsilegur árangur hjá strákunum og ofsalega gaman að lesa eitthvað af jákvæðum fréttum núna innan um þessa svörtu en raunsönnu stöðu sem þjóðin er í.

Það verður virkilega spennandi og gaman að fylgjast með þessum strákum á komandi árum.

Áfram Ísland :)


mbl.is Ísland leikur til úrslita um heimsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J.: Hvers vegna ekki bara að segja satt??

Ég er hryggur yfir þessu máli eins og oft hefur komið fram, og verð hryggari með degi hverjum. Steingrímur J. var fyrir mér talsmaður litla mannsins á þingi, maður sem sagði satt og stóð fast á sínu. Þessu bar ég mikla virðingu fyrir, þrátt fyrir að hafa ekki getað kosið VG hingað til vegna ólíkra áhersla þeirra og minnar hugmyndafræði í efnahagsmálum.

En nú hefur Steingrímur í fjölda mála á undanförnum örfáum vikum, snarsnúist og það þvert á yfirlýsta stefnu VG í kosningunum. En eins og það sé ekki nóg, að þá er hann farinn núna að hreinlega afneita skýrum sannleika og halda fram einhverri fásinnu sem stenst enga skoðun.

Hvers vegna ekki bara að segja satt?

Auðvitað er Icesave málið nátengt ES aðildarviðræðum. Auðvitað munu Hollendingar og Bretar gera sem þeir geta til þess að stilla málum þannig upp. Þeir eru í stríði við okkur - efnahagsstríði. Stríði sem við, því miður, stofnuðum til undir "öruggri" efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og þeirra þýðis.

Hvernig sem að allt fer, hvernig sem að Icesave málið mun verkast á endanum, að þá er krafan skýr. Þjóðin á ALLAN rétt á því að fá ALLAR upplýsingar upp á borðið, að sannleikurinn í samningnum verði gerður opinber.

Við sem eigum að greiða, eigum að sjálfsögðu rétt á því að fá að vita um hvað málið snýst nákvæmlega.


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt RISA BANKARÁNIÐ í uppsiglingu

Já nú munu eflaust stíga fram einstaklingar og saka mig um hræðsluáróður. Það virðist algengt orðið hjá ráðþrota fólki um allt samfélagið. Fólki sem kaus og vill verja þá ákvörðun sína (hver sem hún var) í fulla hnefana.

En nú stefnir í enn eitt bankaránið segi ég. Nú hefur verið tilkynnt, samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins einhvern tímann í síðustu viku um skilanefndirnar, að nýju bankarnir muni taka yfir eignasöfn gömlu bankanna á bókfærðu virðu þeirra. Á skráðu gengi sem er væntanlega gríðarlega yfirskráð og má ætla að raunvirði krafna erlendra kröfuhafa sé ekki nema vel innan við 50% af skráðu virði þeirra.

Hér á sem sagt að hlífa erlendum kröfuhöfum við tapinu og rukka íslenskan almenning í staðinn. Glæsilegt?

Mér er spurn hvort að þetta sé enn einn rándýr aðgöngumiðinn að ESB borðinu?


mbl.is Steingrímur í beinni á CNBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er skorað á skaðvaldinn Davíð Oddsson að stíga aftur á svið stjórnmálanna

Maðurinn sem ákvað að lána Kaupþingi 500 milljarða svona um það bil "korteri" áður en að hann ákvað síðan að þjóðnýta bankann og kostaði með því þjóðina svipaða upphæð og heildarskuldsetningin vegna Icesave, á nú að líta út eins og einhver hetja. Maðurinn sem öðrum fremur er hugmyndasmiður og gerandi markaðarins og þar með hrunsins, á nú að vera einhver riddar á hvítum hesti fyrir týnda þjóð.

Hvað er að? Er fólk alveg orðið firrt? Er skammtímaminnið horfið? Er langtímaminnið ekkert?

Er nema von að maður efist reglulega um eigið geðheilbrigði og annarra?

Davíð Oddsson er kominn á rétta hillu í dag, það er upp á hillu. Ég reyndar er þess nokkuð viss að hann þori ekki að taka sénsinn á því að reyna endurkomu og mistakast hrapalega og muni því blessunarlega bara halda sig áfram heima við.

Það er þjóðinni allri fyrir bestu.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave? Nah, get ekki, vil ekki, skal ekki og ætla ekki!

Það er svo merkilegt að undanfarið hef ég bara ekki fengið mig til að blogga eitt einasta orð. Hef oft ætlað, en bara hreinlega fæ mig ekki til þess. Þetta verður svo oft á tíðum neikvæð orka hérna og bloggheimar yfir höfuð oft á tíðum ótrúlega óvægir og grimmir og einelti algengt að virðist.

Afstaða mín til mála hefur ekkert breyst, ég er hins vegar bara búinn að dvelja nánast alla daga frá því í maí á fjöllum við akstur ferðamanna og orkan þar er bara svo dásamleg að ég næ ekki að setja mig inn í fréttir dagsins eða daganna (eftir lengri ferðir) þegar heim er komið.

Hélt ekki að ég væri svona skýrt merki um einn "þeirra", en það er ég greinilega. Ég verð vanhæfur til vanlíðunar á sumrin, verð væntanlega alveg snar í haust bara í staðinn. Hver veit?

Fékk sendan þennan vísdóm, langar að birta hann hér:

I imagine one of the reasons people cling to their hates
so stubbornly is because they sense, once hate is gone,
they will be forced to deal with pain.
 
-- James Baldwin


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing Steingríms J. um þjóðaratkvæðagreiðslu og gáfnafar þjóðarinnar frá 2003

Sá þessa tilvísun í athugasemd á Facebook og einfaldlega verð að koma henni hér á framfæri líka.

VG liðar einfaldlega verða að fara að sjá hversu sárlega maðurinn er að skaða lýðræðisumræðuna hér heima og ætlar á sama tíma að klára það starf sem Davíð Oddsson lagði grunninn að, að afnema fullveldið Ísland.

Við megum ekki gefast upp, nú verða allir flokkar og grasrótarsamtök að starfa saman og berjast gegn þessari valdkúgun sem Bretar og Hollendingar vilja beita okkur með þessum samningi. Góða greiningu á því ofbeldi má sjá á yfirvegaðan máta hér: http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/905403/

 

Athugasemdin sem ég sá er þessi:

Steingrímur J. telur ICESAVE samningana of flókna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu!! Árið 2003 taldi fjármálaráðherrann sem vill ekki leggja eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðis um stóriðju á Austurlandi. Á Alþingi 4. mars 2003 sagði Steingrímur J. meðal annars:

"Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppvakningur snýr aftur - ömurlegir "sagði ég ekki frasar" sem gera ekkert nema að benda á algert vanhæfi hans sjálfs í málinu öllu!

 Davíð er ekki upprisinn, hann er bara að reyna að kenna öðrum um eins og lítill krakki.

Nú stígur fram skapari þess skrímslis sem hér ríkti og lýsir yfir ágæti sínu. Hönnuður Frankensteins fjármálakerfisins sem hér fékk að valsa um eftirlitslaust, bæði undir hans eigin stjórn og annarra, telur sig nú saklausan og hafa vitað betur.

Davíð er ómerkingur sem nú ætlar að nýta sér ástandið til þess að slá sig til riddara. Mjög pólitískt, en ekkert minna ömurlegt fyrir vikið.

Davíð er ajatolla kerfisins sem skapaði hér það ástandi sem nú ríkir. Látið ekki blekkjast, látið ekki draga ykkur yfir í fagurgala lýðræðismorðingjanna í Sjálfstæðisflokknum. Ástandið í dag er ÞEIRRA GJÖRÐ!!

Samþykki yfirvalda á Icesave samningnum eru ekki verstu mistök sem hér hafa verið gerð frá 1262. Þau eru NÆST verstu mistök frá 1262. Verstu mistök frá 1262 eru síðustu 8 ár Davíðs við völd á þingi og í Seðlabankanum. Þau mistök eru helsta orsök ástandsins sem nú ríkir hér yfir.

Ég hef fengið um það fjölmargar ábendingar í athugasemdum að mér beri sem varaþingmanni, að gæta orða minna. Trúið mér kæru vinir og lesendur, ég er svo sannarlega að gera það. Það væri afar freistandi að taka mun sterkar til orða.

Til þess að taka skýrt af allan vafa, þá snúast mótmæli okkar undanfarið ekki undir neinum kringumstæðum um það að koma núverandi ríkisstjórn frá og valdasjúkum D og B mönnum aftur að. ALLS EKKI.

Mótmælin snúast um að verja þjóðina fyrir hræðilegum meðvirkum gjörðum núverandi ráðamanna. Snúast um það að fá þau hin sömu til þess að gera EKKI þessi skelfilegu mistök sem nú vofa yfir.

Það er ekki of seint, það er enn hægt að velja að berjast fyrir þjóð sína (hvar er)Jóhanna og Steingrímur!

Snúum bökum saman og mætum vandanum með hag þjóðarinnar allrar fyrir brjósti. Og öllu öðru framar, látum þjóðina vita hvernig málum er háttað í gegnum allt ferlið. Upplýsingastreymið er vægast sagt glatað frá nýrri ríkisstjórn líka.

Hvers vegna er til dæmis engin að spyrja að því hvaða (hræðilegu) upplýsingar fengu Steingrím J. til þess að skipta algerlega um skoðun, 180° viðsnúningur, gagnvart Alþjóðagjaldeyrisjóðnum, þegar að Steingrímur var sestur í stól fjármálaráðherra?

 


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband