Icesave? Nah, get ekki, vil ekki, skal ekki og ætla ekki!

Það er svo merkilegt að undanfarið hef ég bara ekki fengið mig til að blogga eitt einasta orð. Hef oft ætlað, en bara hreinlega fæ mig ekki til þess. Þetta verður svo oft á tíðum neikvæð orka hérna og bloggheimar yfir höfuð oft á tíðum ótrúlega óvægir og grimmir og einelti algengt að virðist.

Afstaða mín til mála hefur ekkert breyst, ég er hins vegar bara búinn að dvelja nánast alla daga frá því í maí á fjöllum við akstur ferðamanna og orkan þar er bara svo dásamleg að ég næ ekki að setja mig inn í fréttir dagsins eða daganna (eftir lengri ferðir) þegar heim er komið.

Hélt ekki að ég væri svona skýrt merki um einn "þeirra", en það er ég greinilega. Ég verð vanhæfur til vanlíðunar á sumrin, verð væntanlega alveg snar í haust bara í staðinn. Hver veit?

Fékk sendan þennan vísdóm, langar að birta hann hér:

I imagine one of the reasons people cling to their hates
so stubbornly is because they sense, once hate is gone,
they will be forced to deal with pain.
 
-- James Baldwin


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skil þig

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Benna

SKil alveg hvað þú meinar, ég gafst upp á að blogga einmitt út af þessari neikvæðni sem er svo mikil hér á blogginu, stundum jaðrar þetta við múgæsing að mér finnnst og ég hef fundið það á sjálfri mér að mér líður mikið betur ef ég hætti að velta mér svona upp úr fréttum dags daglega...ég bara er ekki sterkari en þetta, þoli illa að hugsa stöðugt um óréttlætið, reiðina, sorgina og allt sem þessu fylgir sérstaklega þar sem ég virðist ekki geta nokkru breytt þar um hvernig allt verður höndlað, kannski uppgjöf veit ekki....

Benna, 14.7.2009 kl. 17:39

3 identicon

Sælir,

Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:

The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá ekki
best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að hafa
afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum?Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU
og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða
efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér
stað í hinum þróaða heimi...  

Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.

Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, ég er búinn að vera í þessum gír í nokkrar vikur og bloggað mjög lítið. Það er þó ekki þar með sagt að ég hafi ekki velt hlutunum fyrir mér, hvort sem það eru Icesave samningarnir eða ESB aðildarviðræðurnar.

Það losnaði hins vegar um hnút í síðustu viku þegar ég var á miklu vinnuferðalagi og fór hringinn í kringum landið. Það var - líkt og hjá þér - íslensk náttúra og íslenskt landsbyggðarfólk, sem læknaði mig aðeins og bætti skapið.

Ég náði aftur fókus á hlutina, þótt afstaða mín til þessara tveggja mála og lífsskoðun mín almennt hafi lítið sem ekkert breyst.

Ég er áfram hægri maður, sem aðhyllist ESB aðildarviðræður og ég tel að eini möguleikinn sé að semja um Icesave skuldirnar og taka það mál síðan upp eftir nokkur ár og reyna þá að ná betri niðurstöðu. Núna verðum við að einbeita okkur að uppbyggingu landsins og reyna að komast út úr kreppunni og auka útflutning og hvetja til sparnaðar og ráðdeildarsemi. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband