Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Vel gert Hjálmar og Gunnlaugur
18.2.2009 | 16:40
Gaman að sjá hér á vefnum þægilega grafíska framsetningu þar sem að maður getur fengið örlítið nánari upplýsingar, þó hefði vissulega verið gaman að fá enn frekari tengingu í gegnum grafið eins og til dæmis upplýsingar um fjölda aðspurðra, hlutfall svarenda o.s.frv. sem eru upplýsingar sem skipta höfuð máli við mat á niðurstöðu kosninga.
En flott framtak og gaman að sjá hér á mest lesna vef landsins efni frá einu af flottu nýlegu sprotafyrirtækjunum okkar.
Ný framsetning á skoðanakönnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blekkingar stjórnmálamannanna
18.2.2009 | 00:10
Hvað græðir fólk á því að fyrningartímanum sé breytt? Getur einhver upplýst mig um það?
Eins og málin eru unnin í dag að þá er málum haldið lifandi að eilífu í gegnum fyrirtæki sem sérhæfa sig í því gegn gjaldi. Þau fyrirtæki gæta þess þá að halda kröfum alltaf vakandi með því að taka þær upp innan fyrningartímans og þar með fyrnist krafa aldrei.
Ég er náttúrulega kannski bara svona einfaldur - en hvernig er skuldarinn bættari við þessa breytingu?
Kröfur fyrnast á tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð var þó ekki lengi að skjóta dramanu í nýjar hæðir....
17.2.2009 | 16:49
.... með þessari yfirlýsingu sinni hér: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item251371
Mikið afskaplega hefur maðurinn gaman af þessum "leik" sínum.
Ekkert drama í viðskiptanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Lýðveldisbyltingin bjóða fram? - Fyrirspurn til allra þingflokka um stjórnlagaþing
17.2.2009 | 02:25
Við félagar í Lýðveldisbyltingunni viljum berjast fyrir lýðræðisbreytingum í samfélaginu með öllum tiltækum ráðum.
Lýðveldisbyltingin er hreyfing sem berst fyrir lýðræðinu, opnu og gagnsæu samfélagi, og berst um leið gegn flokksræðinu. Hreyfingin hefur unnið sleitulaust undanfarnar vikur að því að móta stefnu sem miðar að því að opna samfélagið, auka gagnsæi, réttlæti og jafnrétti og tryggja áhrif almennings á stjórn landsins.
Í henni felst m.a. að; innleiða persónukjör i kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni, afnema hina illræmdu 5% reglu sem útilokar ný framboð, tryggja upplýsingaskyldu stjórnmálamanna um eignir í fyrirtækjum og stjórnarsetu, afnema hin óréttlátu eftirlaunalög og setja þingmenn i lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, lækka verulega styrki til stjórnmálaflokka og jafna þá milli flokka og banna ráðherrum að sitja samtímis sem þingmenn svo fátt eitt sé nefnt.
Ein leið til að koma þessum stefnumálum í framkvæmd er stjórnlagaþing. Nú er einstakt tækifæri til að koma því á og tryggja breytingar í lýðræðisátt til framtíðar. En stjórnmálaelítan reynir nú að leggja stein í götu þessarar hugmyndar. Kostnaður er sögð aðalástæðan en það er auðvitað bara fyrirsláttur enda hugnast þeim ekki að almenningur, fólkið í landinu, geti í alvöru haft áhrif á ákvarðanir þeirra. Lýðveldisbyltingin hefur m.a. hugmyndir um að hægt sé að stofna til stjórnlagaþings á mun hagkvæmari hátt en núverandi áætlanir gefa tilefni til.
Því hefur Lýðveldisbyltingin sent fyrirspurn á alla þingflokka, þingmenn og fjölmiðla og óskar eftir svörum stjórnmálaflokkanna við einföldum, en skýrum spurningum.
------------
Fyrirspurn til þingflokka stjórnmálaflokkanna um stjórnlagaþing:
Lýðveldisbyltingin fagnar hugmyndum stjórnmálaflokkanna um stjórnlagaþing en krefst þess að fá skýr svör við eftirfarandi spurningum til að geta metið hvort flokkunum sé alvara. Einnig hvort slíkt þing hefði ótvírætt umboð til að gera tillögur að nauðsynlegum breytingum sem lagðar yrðu í dóm almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lýðveldisbyltingin krefst skýrra svara frá stjórnmálaflokkunum um eftirfarandi:
1. Verður frumvarp til laga um stjórnlagaþing lagt fram af flokknum eða mun það hljóta stuðning flokksins fyrir þorraþræl, þann 21. febrúar 2009?
2. Hvernig vill flokkurinn að staðið verði að vali fulltrúa á stjórnlagaþing?
3. Vill flokkurinn að tillögur stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá verði lagðar undir dóm almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu?
4. Vill flokkurinn að lög um stjórnlagaþing verði samþykkt fyrir kosningar 25. apríl 2009?
5. Fá lögin um stjórnlagaþing einróma stuðning flokksins eftir kosningar 25. apríl 2009?
6. Hvaða dag áætlar flokkurinn að stjórnlagaþing hefjist?
7. Hversu lengi áætlar flokkurinn að stjórnlagaþing standi yfir?
8. Vill flokkurinn að hreyfingum á borð við Lýðveldisbyltinguna verði gert kleift að hafa áhrif á lagafrumvarp um fyrirkomulag stjórnlagaþings?
Ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu kjördag þann 25. apríl, sem er óvenju stuttur fyrirvari. Það er því lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokkanna að svara þessum grundvallarspurningum til að hindra ekki almenning í að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að hafa áhrif í kosningum.
Lýðveldisbyltingin óskar svara við þessum mikilvægu spurningum og að svörin verði send á netfangið lydveldi@lydveldisbyltingin.is eigi síðar en 18. febrúar 2009.
Framboð til Alþingis
Geti flokkarnir ekki veitt skýr svör um afstöðu sína til stjórnlagaþings er aðeins ein leið fær fyrir Lýðveldisbyltinguna til að koma á þeim lýðræðisbreytingum sem almenningur kallar eftir. Sú leið er að bjóða fram til Alþingis undir eigin nafni og koma á breytingum í lýðræðisátt, m.a. með breytingum á stjórnarskrá og kosningalögum. Að því loknu yrði hreyfingin lögð niður.
Um Lýðveldisbyltinguna
Lýðveldisbyltingin er öflug hreyfing venjulegra Íslendinga og opin fyrir alla Íslendinga um allan heim. Markmið hennar er að koma á breytingum sem bæta samfélag okkar með því að endurskilgreina ábyrgð, auka gagnsæi, réttlæti og jafnrétti og koma þannig á lýðræðisbreytingum á stjórnskipan íslenska lýðveldisins. Meginbreytingarnar felast í því að koma á betra jafnvægi í aðgreiningu löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds og styrkja þannig undirstöður lýðræðisins með þrískiptingu valdsins. Undanfarnar vikur hefur Lýðveldisbyltingin unnið sleitulaust að því að móta hugmyndir að breyttri stjórnskipan íslenska lýðveldisins og hefur á að skipa áhugasömum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja á sig þrotlausa vinnu við að endurreisa lýðræðið á Íslandi með þátttöku á stjórnlagaþingi, opinberum og opnum vettvangi.
Lýðveldisbyltingin
- endurreisn lýðræðis
http://www.lydveldisbyltingin.is
Afrit sent til:
Alþingismanna
Fjölmiðla
Almennings
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftir hverju erum við að bíða?
17.2.2009 | 02:05
A lot of people are waiting for Martin Luther King or Mahatma Gandhito come back
but they are gone. We are it.It is up to us. It is up to you.
-- Mariam Wright Edelman
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bless elsku mamma - takk fyrir mig
16.2.2009 | 19:05
Kæru vinir og fjölskylda, elsku mamma mín, hún Elín Möller, lést á laugardagskvöldið síðastliðið þann 14. febrúar 2009 eftir að hafa legið mikið veik í 10 daga þar á undan. Þessi veikindi voru endalokin á löngu ferli, en mamma fór að hafa sterk einkenni af heilabilun árið 2000.
Upphafið er þó þegar að mamma fékk æxli við heila aðeins 42 ára gömul og fór í uppskurði bæði 1988 og 1989 og í lyfja- og geislameðferð í beinu framhaldi. Eftir greininguna var okkur sagt að af því að vel gekk mætti hún reikna með að eiga 10-12 ár, en Guð var góður og við fengum að hafa hana hjá okkur í 21 ár, þar af um 14 ár þar sem að hún var að mestu við góða heilsu.
Elsku mamma, takk fyrir mig.
Takk fyrir að hafa verið kletturinn minn og styrkur. Takk fyrir ást þína og ummönnun. Ég finn það svo sterkt núna þegar að ég þarf að kveðja þig, hversu ríkur ég er af að hafa átt þig að.
Ég bið að Guð gefi að ég fái að ala börnin mín upp í þeim gildum sem þú kenndir mér, mín stærsta eftirsjá er að hafa ekki auðnast að byrja að nýta mér þau gildi í eigin lífi fyrr en raunin varð.
Ég veit að amma Brynhildur og afi Ingólfur komu og fylgdu þér á brott, við fundum sterkt fyrir nærveru þeirra yfir sjúkrabeðinu þínu og það hjálpar okkur að kveðja þig að vita af þér í góðum höndum þeirra og Drottins. Þú varst alltaf góð vinkona Jesú og færð nú að lifa í ríki hans.
Takk elsku mamma fyrir allt - Ég elska þig.
Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er ánægjulegur. Ég óttaðist það um tíma að vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu akkúrat núna yrði þessum samruna "hleyft í gegn" þrátt fyrir augljósa monopoly stöðu á eftir, en Samkeppniseftirlitið stóð sína plikt á vaktinni. Get ekki hjá því komist að hugleiða hvernig staðan í dag væri öðruvísi hefðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins staðið sína vakt á sama máta án meðvirkni gagnvart peningaöflunum.
Hér ályktar Samkeppniseftirlitið réttilega um það að ef af samrunanum hefði orðið hefði reksturinn haft algera einokunarstöðu á markaði og gert nýjum mögulegum dagblöðum nánast algerlega ógerlegt að koma inn á markaðinn í því samkeppnis umhverfi sem þá hefði skapast.
Það er mun betra að leyfa illa reknum fyrirtækjum að fara á hausinn en að skapa þeim slíka skekkju á markaði að enginn geti keppt við þau og þau þurfa því ekki að reka sig sérlega vel fyrir vikið.
Á eðlilegum markaði - sem vonandi verður núna til með auknu gagnsæi og heiðarleika - er eðlileg krafa að rekstraraðilar þurfi að standa vel að verki til þess keppa á sanngjarnan máta. Að sömu leikreglur muni gilda fyrir alla aðila á markaði.
Samruni Árvakurs og Fréttablaðsins ógiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samkvæmt þessari frétt af vef RÚV var verið að úthluta illa fengnu fé úr sjóðum Ólafs Ólafssonar og fjölskyldu. Við höfum hingað til tekið slíkum fregnum fagnandi en erum nú mörg hægt og rólega að vakna upp við það að þetta eru á endanum við sjálf sem þurfum að greiða þetta - og völdum það ekki sjálf.
Ég velti því fyrir mér hvort að Rauða Krossinum, Huga Guðmundssyni og UNICEF líði ekkert undarlega með að þiggja þetta fé sem orðið er opinbert að hafi orðið til með vafasömum hætti. Myndir þú þiggja slíka peninga með góðri samvisku?
Hörður Torfason og fullt fullt af góðu fólki við hlið hans hafa staðið sig alveg hreint ótrúlega við að halda þjóðinni við efnið. Það er fyrst og fremst fyrir baráttu mótmælenda og vel valinna bloggara (sem flestir eru afar duglegir við mótmælin líka) að nú eru tímar þar sem hlutirnir fá ekki auðveldlega að gleymast lengur. Þetta eru nýjir tímar - tímar mikils upplýsingaflæðis. Tímar þar sem að ráðamenn sem og aðrir þurfa að ígrunda svör sín og yfirlýsingar vel - héðan í frá gleymist ekkert - það er allt skráð á öldur internetsins nú orðið.
Kæru landar - ekki gefast upp. Fylgjum þessu eftir áfram þar til að markmiðum heiðarleika, jafnræðis og gagnsæis er náð.
Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðismenn vilja samþykkja alræði AGS á Íslandi
13.2.2009 | 14:03
Það er ekki annað að sjá af þessari yfirlýsingu Birgis Ármannssonar en að Sjálfstæðiflokksmenn séu bara ánægðir með að vera búnir að tapa fjárræði þjóðarinnar til erlendrar stofnunar, stofnunar sem hefur ekkert allt of fallegan feril við nánari skoðun.
Nú stígur AGS hins vegar heldur langt út fyrir valdsvið sitt að mínu mati, nema þá að afsal fjárræðis hafi líka falið í sér afsal sjálfræðis og okkur bara einfaldlega ekki verið sagt frá því?! Það getur svo sem verið. Þá er það orðið svo að í nánust framtíð munu birtast svona "saklausar" fréttir af athugasemdum AGS sem eru þá í raun tilskipanir en ekki athugasemdir. Við stingum upp á einhverju, þeir ákvarða um hvað má gera og hvað á að gera. Birgir er hér augljóslega mjög ánægður með inngrip AGS inn í stjórnarfrumvarpið. Var hann, sem og aðrir Sjálfstæðismenn, kannski meðvitaður um valdfærsluna til AGS allan tímann?
Þannig er það þegar að maður missir sjálfræði sitt til þriðja aðila. Þá einfaldlega ráðum okkur sjálf ekki lengur.
Þarf að hugsa málið upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hér sjáum við skýrt birtingarform þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir hafa verið undanfarin ár
13.2.2009 | 09:55
Virði félags er orðið í fáum tilfellum metið út frá framleiðni þess og tekjum heldur spila fjölmargir þættir inn í að auki sem hægt er að föndra við til þess að auka virði félagsins.
Ég trúi því að ein stærstu mistök sem að viðstkiptalífið hefur gert undanfarna áratugi hafi verið gerð þegar að forstjórar fóru að fá stærstan hluta launa sinna greiddan fyrir að auka virði félags í stað þess að auka hagkvæmni og framleiðni þess. Þar með hófst af fullum krafti framleiðsla "gervi"peninga.
Hvað vakir hér fyrir meirihluta eigandanum Teymi gagnvart Tali er erfitt að segja til um, en virðist vera alveg ljóst að það er ekki hagur Tals sem þeir hafa að leiðarljósi.
Getur verið að Teymi þéni meira á því að það gangi illa hjá Tal?
Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |