Eru Geir og Ingibjörg alfarið ábyrg fyrir bankahruninu? Var Davíð bara blóraböggull?

Ég hef litla trú á því að Davíð hafi einungis verið blóraböggull, hann er allt of mikill karakter til þess að láta bjóða sér slíkt. Hins vegar virðist hann af einhverjum ástæðum ekki hafa lagt sig mikið fram við að koma upplýsingunum á framfæri nema aðeins við ríkisstjórnina.

Af hverju gerði hann ekki stórmál úr því í fjölmiðlum til dæmis að grunur væri á því að bankarnir myndu hrynja algerlega innan fárra mánaða? Af hverju voru ekki settar umsvifalaust á aðgerðir? Af hverju opnaði Davíð fyrir gjaldeyrisviðskipti á föstu gengi í nokkra klukkutíma og nánast þurrjós gjaldeyrisforðann? Af hverju ber mat AGS á störfum Seðlabankans hæst hjá Davíð?

Mér þætti eðlilegt að Davíð væri meira um vert að fá gott mat á störfum bankans hjá íslensku þjóðinni, en nei það skiptir hann engu að virðist. Hann vill frekar bara slá sér á bakið hrósi fyrir að hafa staðið sig vel fyrir AGS. Staðið sig þá væntanlega vel í því að afhenda AGS og öðrum auðmanna apparötum auðlindir þjóðarinnar.

Davíð hefur oft gert góða hluti og jafnvel haft rétt fyrir sér. Það breytir engu um það að almenningur upp til hópa treystir honum ekki til þess að reka Seðlabankann. Þinn tími (til að hætta) er kominn Davíð.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ert Seðlabankastjóri og sérð fyrir hrun allra viðskiptabanka landsins þá varar þú ríkisstjórn við. Ef ríkisstjórn bregst ekki við strax ítrekar þú varnaðarorðinn.

Ef ríksisstjórnin hlustar ekki enn á þig þá segiru af þér og ferð með málið í fjölmiðla.

Einfalt mál.

Karma (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:02

2 identicon

En ekki ef þú ert Davíð Oddson eiginhagsmunaseggur

en ef hann væri maður Fólksins þá hefði hann gert það

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:31

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ekki svona einfalt það getur verið að þegar svona upplýsingar koma fram í fjölmiðlum þá myndu bankarnir hrynja sama daginn og þá er Seðlabankinn orðin skaðabóta skyldur fyrir að setja bankana á hausinn því þeir voru að laga stöðuna.

Hvar var Baldur Innherji sem vissi ekkert um stöðu Landsbankans og seldi bréfin sín svona bara af því bara. Þetta er skýtalikt að þessu öllu . Hvað með Lúðvík Bergvinsson hvar var hann í þessu afhvelju var hann ekki ráðherra skyldi hann hafa hringt úr GSM vegna fyrirgreiðslu úr banka. Illugi var í lánanefnd K.B banka og í stjórn í sjóði í Glitni. hann er ekki ábyrgur er það?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.2.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Hlédís

Hlédís, 25.2.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Óttalegt bull er þetta í þér Baldvin núna. Átti seðlabankastjóri að fara með grunsemdir sínar um slæma stöðu bankanna í fjölmiðla? Það hefði þítt umsvifalaust áhlaup á bankana og þá hefði verið réttilega hægt að kenna honum um hrunið.

Hvaða aðgerðir átti bankinn að ráðast í aðrar en að vara stjórnvöld við og setja upp viðbragðsáætlun eins og þeir gerðu? 

"Nánast þurrjós gjaldeyrisforðann"??? Það var notað um 1% af forðanum í þá tilraun að halda uppi genginu, sumir seðlabankar erlendis sóuðu helmingnum af gjaldeyrisforða sínum í þessum tilgangi. Seðlabankinn stóð sig vel að þessu leiti.

Álit AGS um störf bankanns er mun marktækara en álit heilaþveginns almennings á Íslandi.

Aðalsteinn Bjarnason, 25.2.2009 kl. 10:05

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Aðalsteinn, það er ljóst að Davíð var í erfiðri stöðu. Með þennan grun rökstuddan hefði maður engu að síður haldið að jafn kratmikill einstaklingur og Davíð hefði fundið leið til þess að koma skilaboðunum skýrt á framfæri þar sem við átti.

Varðandi álit AGS hvet ég þig eindregið til þess að skoða ÍTARLEGA sögu AGS. Þeir hafa hvergi skilið eftir markaði í betra fari þar sem þeir hafa stigið inn eins og þeir nú hafa gert á Íslandi. Allstaðar þar sem að AGS hefur þurft að taka nánat yfir neyðarstjórn fjármála eins og nú er á Íslandi hafa markaðir endað að stórum hluta í eigu stórra Bandarískra fyrirtækja. Ég hef fulla trú á því að ef við bregðumst ekki við sé þess ekki langt að bíða að hluti auðlinda landsmanna verði í eigu slíkra fyrirtækja.

AGS er ekki hérna með sama "agenda" og við hin - ég hef ekki trú á því.

Baldvin Jónsson, 25.2.2009 kl. 11:08

7 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég er alls ekkert að hrósa AGS. Ég er bara að segja að ég telji meira að marka faglegt álit þeirra á störfum seðlabankans, heldur en almenningsálitið á íslandi, sem er undir sterkum áhrifum Baugsmiðla.

Aðalsteinn Bjarnason, 25.2.2009 kl. 11:18

8 identicon

Tek undir með Aðalsteini.

Baldvin, það er ekki hægt að segja sem svo að seðlabankastjórinn eigi að fara af því að "fólkið" finnst það. Fólkið sem þú vitnar í er gegnsýrt eftir heilaþvott Baugsfjölmiðla. Af hverju er fólkið svona óupplýst? Kannski af því að Ólafur Ragnar kom í veg fyrir að sett yrðu lög um eignarhald fjölmiðla.

Davíð er í seðlabankanum í umboði forsætirráðuneytisins. Taktu svo eftir hvað hann sagði, líklega hefi peningamálastefnan mátt slaka á kröfum um lága verðbólgu á árinu 2006, þá hefði krónan ekki orðið svona sterk o.sv.frv.

Agnar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:21

9 Smámynd: Jónas Jónasson

Hérna eru saman komnir hinir helstu eftiráspekingar landsins að þyrla upp ryki. Baddi minn hvernig væri nú að við látum Dabba bara um seðlabankann í smástund og snúum okkur að  nútíðinni. Vinstri stjórnin lætur stjórnast af hatri og gerir ekki glóru á meðan. Þetta kjaftæði og þessi ringulreið núna skrifast á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir og hennar baughaugsflokk! Ásamt því að viðskiptaráðuneytið sem er baughaugs líka var ekki til staðar fyrir og eftir bankahrun og undir það heyra bankarnir. Viðskiptaráðherra neitaði að eiga samskipti við seðlabankastjóra vegna þess að hann var ósammála um evrópumál PUNKTUR!

Jónas Jónasson, 25.2.2009 kl. 11:27

10 Smámynd: Ómar Ingi

Þú munt sjá ljósið í þessum málum eins og öðrum þegar þú kemur til vits og ára Baddi minn

Ómar Ingi, 25.2.2009 kl. 11:29

11 identicon

Mér fannst þetta viðtal frekar þurrt. Hann var hrokafullur og talaði um sig í þriðju persónu og um sinn banka. Ég er algjörlega sammála Baldvin, ef hann vissi af þessu fyrr eins og hann segir þá hefði hann átt að gera meira en bara að kynna þetta fyrir forsætisráðneytið, ef hann taldi að ekki yrði gert mikið í málunum.

Ég vorkenni Davíð ekki neitt, og því miður erum það við sem erum að gjalda fyrir þetta með hærri vöxtum og brjálaðri verðbólgu.

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:06

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nákvæmlega Adriana, nákvæmlega.

En ég verð þó að viðurkenna að ég er orðinn að hluta til sammála því fólki sem vill hætta að vera með fókusinn allan á Davíð og hans málum. Það mál er í dag í einhverjum farveg, hversu pólitískt loðinn sem hann er.

Það er mikið mikið meira áríðandi mál að snúa sér að þeim aðkallandi málum sem við stöndumm nú frammi fyrir varðandi atvinnulífið og hagsmuni heimilanna. Núverandi ríkisstjórn getur að mínu mati ekki breytt miklu á þessum skamma tíma sem þau tóku (stálu) sér. Núverandi ríkisstjórn ætti því að einbeita sér að því að samþykkja lög um persónukjör og stjórnlagaþing. Það er eina leiðin fyrir núverandi stjórnarflokka til að endurheimta snefil af trúverðugleika. Allt annað sem fram fer næstu 2 mánuði verður hvort eð er bara kosningaloforða gaspur.

P.s. Adriana, myndar kona eins og þú hlýtur nú að myndast betur en þetta?

Baldvin Jónsson, 25.2.2009 kl. 12:11

13 identicon

Er ekki þín tími komin? Þú ættir að geta gert eitthvað í þeim málum í nýja flokknum. Enda eru almennir borgarar sem finna mest fyrir þessu og ættu að gera sagt þessum háttsettum pólitíkusum hvernig lífið "hér niðri lítur út".

Ég mun á næstu dögum kynna mér ykkar (flokksins) verkefni og vonandi fjáið þið einu atkvæði meira en ella.

p.s. já ég ætti að gera myndast betur. Það er í vinnuslu

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband