Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

NÚ ÞARF AÐ LÁTA ÞETTA FÓLK HEYRA ÞAÐ

Já, það liggur þungt á manni að stíga fram og láta í sér heyra. Að skýra fyrir þessu fólki hvar Davíð keypti ölið og allt það. En hvað getur maður sagt?

Getur það virkilega verið svo að stærstur hluti flokks-hjarðarinnar sem situr í stjórnarflokkunum setji bara x við reitinn sem þeim er sagt að haka í??

Flokksræði drepur alla sjálfstæða hugsun - flokksræðið gerir hirðfífl úr hugsandi fólki.

Flokksræði verður að leggjast af!!

 

ATHUGASEMD: Þið sem ekki komust í að senda bréf vegna Bitruvirkjunar fyrir helgina getið sent athugasemdir ykkar í tölvupósti. En hann þarf að berast fyrir 16:00 í dag!
Sjá nánar hjá Láru Hönnu: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/959718/


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSA GREIN VERÐUR ÞÚ AÐ LESA!

"The mystery was how a tiny nation could export such companies. The answer was that Iceland's newly deregulated banks found that there was an abundance of money

Andersen said: 'There was excessive risk-taking. But ambition was many steps ahead of capability.' He accepted that his organisation must shoulder some blame.

There had been warning signs, but no one listened. 'There were flashing signals from the credit markets,' said Andersen. 'But that was not what people wanted to hear.'"


mbl.is Steingrímur fundar með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"KREPPAN EINS OG PRUMP Í EILÍFÐINNI" - Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ

Mikið ofsalega verð ég að vera sammála þér Anna Pála. Það væru hræðilegustu afleiðingar kreppunnar ef hana ætti að nota sem afsökun fyrir því að koma alfarið í veg fyrir framtíðar uppbyggingu þessa lands og fólksfjölgun, með því að ráðstafa þeirri litlu orku sem í raun er eftir, í álver, álver og ekkert nema álver.

Hvað á þá að gera í þróuna á öllum öðrum iðnaði? Tækni? Ræktun?

Allar þessar al-snauðu hugmyndir um að nýta alla orku á Íslandi í einn iðnað - í aðeins eina hugmynda körfu - er efnahagsleg gjöreyðingarvopn.

En Anna Pála, ég bið þig að íhuga að í dag er hættulegasti virkjunarsinni landsins einn af ráðamönnum Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson er mesti virkjunarsinni landsins, að minnsta kosti af þeim sem nú hafa einhver ráð í landinu, og með fjarstýrðan iðnaðarráðherra til að styðja sínar hugmyndir, er maðurinn okkur, framtíð okkar allra sem og náttúru - stórhættulegur.

Þarf ekki að byrja á því að hreinsa til heima fyrir?


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lissabon sáttmálinn í einfölduðu máli - glærur frá ESB vini á Írlandi

Þar sem að ég er nú orðinn ansi mótfallinn ESB get ég ekki sagt að ég sé sammála efninu, en langaði samt að setja þetta hérna inn fyrir ykkur til þess að leyfa ykkur að lesa um hvað sáttmálinn snýst.

Þetta eru glærur með upplýsingum um Lissabon sáttmálann í einföldu máli.


mbl.is Kosningu lokið á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

DataMarket strákarnir með enn eina snilldar framsetninguna - núna fjárlögin á auðskiljanlegu formi

Tveir hlutir stungu mig strax við að fara í gegnum þessar tölur og bera saman við fjárlögin 2009, en það er framkvæmd sem þessi glæsilega framsetning DataMarket býður upp á.

Annars vegar stakk mig að það á að draga saman verulega framlög til menntamála en á sama tíma að auka framlög til til dæmis Ríkisútvarpsins - mjög furðuleg forgangsröðun þar á ferðinni.

Hitt er að stjórnmálaflokkarnir ætla sér sömu fjárhæð úr vasa almennings þetta árið og þeir úthlutuðu sér í fyrra. Við eigum að draga verulega saman, við eigum að taka á okkur auknar álögur - en þeir - já þeir ætla sér að hafa það bara ansi fínt áfram.


mbl.is Áfram stefnt að fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur heima (eða í vinnu) setið en af stað farið ef bíllinn er ekki vetrarbúinn

Það er alveg hreint ótrúlega algengt að slys á svona dögum megi rekja beint til þess að bílar eru einfaldlega algerlega vanbúnir fyrir þessar aðstæður. Gætum þess nú að setja ekki líf okkar og annarra í hættu útaf sannfæringu um eigið ágæti sem bílstjóra. Hroki og of stórt egó eru stórhættuleg verkfæri í umferðinni.

Litla Kaffistofan er líka snilldar stopp ef fólk heyrir ekki fréttir af færð fyrr en þangað er komið.

Ps. Sit hér og á að heita að ég sé að læra. Góðar afsakanir til þess að "þurfa" að fara af stað að bjarga vinum á Hellisheiðinni væru hreint ekki illa þegnar :)


mbl.is Öngþveiti á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐGERÐIR GEGN BÖNKUM OG LÁNASTOFNUNUM - GREIÐSLUVERKFALL HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Tek mér það bessaleyfi að birta hér færslu frá honum Marinó sem er hér: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/958310/ Koma hér fram hjá honum afar góðar upplýsingar fyrir þá sem eru í greiðsluverkfalli.  Sjá einnig nánari upplýsingar hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/spurtsvaradgreidsluverkfall

 

Nú er fyrsti dagur greiðsluverkfalls að kvöldi kominn. Ég veit ekki betur en að hann hafi gengið mjög vel, en einhverjar fregnir hef ég haft af undarlegu háttalagi bankanna.

• Nokkur dæmi eru um að einstaklingar í greiðsluþjónustu hafi kvartað yfir því að greiðslur, sem átti að taka út 1. október, hafi verið skuldfærðar daginn áður. Hafa menn furðað sig á þessu og velt því fyrir sér hvort bankinn sé ekki að brjóta reglur og samninga. Séu viðskiptavinir í greiðsluþjónustu, þá eru gerðir samningar um fyrirkomulag og tímasetningu skuldfærslu. Það þýðir að viðskiptavinurinn heimilar skuldfærsluna á fyrirfram ákveðnum dögum og að skuldfærslan eigi sér stað áður en sá dagur rennur upp hlýtur því að vera óleyfileg skuldfærsla.

• Annað sem hefur borið á, er að bankar hafa sett takmarkanir á úttektir eða viðskiptavinir beðnir um að koma seinna. Þetta sýnir annað hvort að bankarnir hafa ekki verið undirbúnir fyrir vel auglýstar aðgerðir eða að þátttakan í aðgerðunum hefur verið meiri en bankarnir gerðu ráð fyrir. Nema þetta sé brella til að hafa áhrif á verkfallsfólk.

• Þriðja sem ég hef heyrt af, er að bankastarfsmenn hafa reynt að telja fólk af því að taka þátt í aðgerðunum. Fólk hefur verið spurt alls konar spurninga, hvort ekki væri rétt að taka minna út eða hvort það sé alveg visst um að það ætli að segja upp kortunum sínum eða greiðsluþjónustunni.

• Loks er það hreinlega dónaleg framkoma starfsmanna gagnvart kúnnanum og óvarkárni. Dæmi eru um að þegar peningar eru taldir, þá heyrist það hátt og skýrt í bankanum, seðlabunkum er liggur við hent í kúnnann og sjálfsögð háttvísi og kurteisi látinn lönd og leið.
Ég veit ekki hvort bankafólk sé að ná sér niðri á fólki vegna útúrsnúnings DV á fréttatilkynningu samtakanna á miðvikudag eða hvort það telji þessum aðgerðum beint gegn þeim persónulega. Hver svo sem ástæðan er, þá dæmir svona framkoma sig sjálf.

Ég held að bankafólk eigi að hafa í huga, að dýrmætustu eignir bankans eru viðskiptavinirnir, orðspor og viðskiptavild. Það vorum ekki við viðskiptavinirnir sem rústuðum traustinu á fjármálafyrirtækjunum. Það voru þau sjálf og haldi fólk að með því að skipta um nafn og kennitölu, þá ávinni það traustið aftur, þá fer það villu vegar. Traustið kemur vonandi hægt og sígandi, þegar fjármálafyrirtækin af unnið til þess. Satt best að segja virðist mér þau lítið gera til þess. Það hefur þurft að draga afsakanir með töngum út úr stjórnendum fyrirtækjanna. Auðmýkt og lítillæti virðist ekki þekkjast hjá þeim (þ.e. stjórnendunum). Þó það sé komið nýtt fólk í brúnna, sem var hugsanlega ekki í starfi hjá fyrirtækjunum fyrir hrunið, þá er það gott fyrsta skref að viðurkenna klúðrið og hvernig brotið var á rétti viðskiptavinanna. Næsta skref er að koma því til skila í allar deildir fyrirtækjanna að sýna eigi viðskiptavinum virðingu, sanngirni og kurteisi. Nokkuð sem skortir mjög víða í flestum, ef ekki öllum fjármálafyrirtækjunum.

Höfum það hugfast að Hagsmunasamtök heimilanna hafa í 8 mánuði leitað eftir samstarfi við fjármálafyrirtæki og stjórnvöld um lausn á stöðu heimilanna. Já, samstarfi, ekki kynningarfundum. Í 8 mánuði höfum við verið hunsuð og samt erum við einu samtök neytenda sem höfum þetta sem okka megin stefnumál. Hverju hefur þessi skortur á samstarfi skilað okkur? Greiðsluverkfalli. Hvernig væri að fara að vakna af þyrnirósarsvefninum og bjóða okkur til alvöru viðræðna? Við erum ekki óvinurinn. Við erum viðskiptavinir ykkar og þið fóruð illa með okkur þegar þið voruð undir gömlu kennitölunni. Verið bara fengin að við skulum ennþá stunda viðskipti við ykkur. Það er ekki víst að við gerum það til eilífðarnóns. Og hvað ætlið þið þá að gera? Loka búllunni?

Ég vil bara segja, að oftast þegar komið er illa fram við mig í viðskiptum, þá gef ég viðkomandi ekki annað tækifæri nema viðkomandi lofi bót og betrun og gefi mér einhverja tryggingu fyrir því. Ég er að vísu í þeirri stöðu að sá banki sem ég átti í mestum viðskiptum við, er ekki til lengur, þ.e. SPRON/Sparisjóðurinn á Seltjarnarnesi. Ég var fluttur nauðungaflutningum yfir í Kaupþing á Hagatorgi og varð illt í maganum við þá tilhugsun. En ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera ekkert í málunum í bili er einföld. Þjónustufulltrúinn minn utan af Nesi hóf störf í útibúinu. Ef hún væri ekki þarna, þá væri ég löngu farinn eitthvað annað. Og þetta er oftast ástæðan fyrir því að við, viðskiptavinirnir, höldum ennþá tryggð við gömlu bankana okkar þó þeir séu komnir með nýja kennitölu. Vegna mannlegu samskiptanna sem við höfum byggt upp í gegnum árin. Þess vegna sárnar okkur, að stjórnendur bankanna skuli ekki skilja angist okkar og áhyggjur. Skuli ekkert mark taka á því að fjárhagsvandinn, sem gamla kennitalan skapaði, er að éta okkur að innan, valda svefnleysi, magaverkjum, streituköstum, reiði, höfuðverkjum og öðrum andlegum og líkamlegum kvillum. Við erum að biðja um að nýja kennitalan bæti okkur það tjón sem gamla kennitalan olli. Ekki málamyndagjörninga eða lengingu í hengingarólinni. Nei, við viljum sjá aðgerðir sem gera okkur kleift að sofa rólega og vera afslöppuð. Sem gera okkur kleift að líta björtum augum fram á veginn og skilja skuldaklafann eftir við vegkantinn áður en við höldum áfram ferð okkar í gegnum lífið. Sem lætur okkur vilja halda áfram að búa í þessu þjóðfélagi og geta sagt við börnin okkar að Ísland sé landið. Þetta var nefnilega einu sinni frábært land, en það var áður en gamla kennitalan ykkar óð yfir allt á skítugum skónum og skyldi hér allt eftir í rjúkandi rúst. Og við sátum eftir með reikninginn. Er það ekki furðulegur andskoti?

Ef þið hafið áhuga, þá vitið þið hvar okkur er að finna. En hafið hugfast: Ef þetta greiðsluverkfall dugar ekki til að sannfæra ykkur um samtakamátt okkar, þá boðum við bara annað sem mun vara lengur. Við vitum hvernig verklýðshreyfingin gerði þetta og hvaða árangri hún náði. Nýjasta hótun stjórnvalda um hrollvekjandi skattahækkanir mun bara þjappa okkur saman.

Marinó G. Njálsson
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/958310/


mbl.is Fegruðu bankar stöðuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl segir um 200 - Vísir segir um 100 - Hvernig þjóna þessar tölur eigendum sínum?

Svona er nú misjafnt fréttamatið eftir því hvað hentar hverjum.

En ég sit hér og kemst því miður ekki í bæinn. Er með ykkur í anda baráttu bræður og systur.

Þetta er síðasti séns fyrir okkur að verja þjóðina fyrir þessu Icesave skrímsli sem Jóhanna og Steingrímur eru svo æst í að klára samkvæmt þeim kröfum sem Bretar og Hollendingar gera.

Vöknum og látum í okkur heyra.


mbl.is Viðbúnaður vegna þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Firrt ætluð "félagshyggju" stjórn er al-blinduð af nýfengnum völdum sínum og undirlægjuhætti við erlendar skammstafanir

Hvað er að gerast? Hvaða mögulegu reynslu hefur Álfheiður til þess að gera hana hæfa í þetta starf? Það verður að tryggja kynjakvóta segir Steingrímur. Er virkilega verið að ráða manneskju í starf ráðherra yfir einum STÆRSTA málaflokki Íslands, einungis af því að hún er kona?? Ég er algerlega furðu sleginn.

Mér til mikillar undrunar stóð ég mig að því að vera sammála Guðlaugi Þór í gærkvöldi, núverandi forstjóri Landspítalans, hún Hulda, er án vafa besti kosturinn í starfið og hefði án umhugsunar átt að ráða utanþings ráðherra til starfsins.

En nei, allt skal gert til þess að verja nýfengin völd. Þessi frasi um að nú þegar að "vinstri stjórn" hefur loksins komist til valda bla bla bla....  Hvað er svona "vinstri" við þessa stjórn? Aðgerðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er það svo sannarlega ekki. Sú áætlun er ekki einu sinni jafnaðar- eða hægri stefna. Það er einungis fasísk stefna eigenda AGS.

Hvað sem það kostar ætlar þessi ríkisstjórn að koma sér í náðina hjá AGS og ESB. Núna með því að þvinga í gegnum þingið, með ofbeldi naums meirihluta og ráðherraræði, samþykki fyrir því að falla frá fyrirvörum á Icesave samningnum. Sérstaklega hafa þar verið nefndir fyrirvararnir um að ríkisábyrgðin falli niður 2024 og fyrirvarinn um að við föllum ekki frá því að geta mögulega sótt Breta til saka fyrir setningu hryðjuverkalaga á okkur og valda okkur þar með enn meira tjóni.

Þessi ríkisstjórn, sem ég hélt svo sannarlega að myndi standa sig miklu mun betur en úrkynjaður Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað, hefur sýnt að hún er nákvæmlega sama lyddan.

Þetta gengur ekki lengur - það verður að koma hér á breytingum.

Mín krafa er því áfram sú sama og í mótmælunum síðastliðinn vetur - UTANÞINGSSTJÓRN SÉRFRÆÐINGA STRAX!

Hér verður að ráða til starfa við stjórnun sérfræðinga í krísu- og fjármálastjórnun. Fólk sem kann til verka og er ekki einungis að hugsa til þess að verja einhver ímynduð völd.

AUSTURVÖLLUR KLUKKAN 13:00 Í DAG!!!

Mótmælum þessum undirlægjuhætti - mótmælum því að láta undan kröfum Breta og Hollendinga!


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband