Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Afar gott dæmi um klúður vegna misskilnings í Alþjóðlegum samskiptum

Ástralir eru líkari Íslendingum, geta verið að gagnrýna og breyta svona pappírum og/eða samningum fram á allra síðustu stundu. Japanir hinsvegar eru alls ekki líkir okkur að því leytinu. Þeir þurfa umþóttunartíma, þeir þurfa að mynda samband við þann sem verið er að semja við og þegar að um semst eru það í raun svik að ætla að breyta einhverju á síðustu stundu. Það er bara einfaldlega það sama og að segja: "Nei nei, bara grín, við berum ENGA virðingu fyrir ykkur og erum bara að þessu til að leika okkur að ykkur."

Datt í hug að setja hérna inn nokkur myndskeið af misskilningi í samskiptum milli landa. Það síðasta er mitt uppáhald, getur enginn slegið við Fawlty Towers og Þýski strandgæslumaðurinn að sjálfsögðu snillingur.

En þetta hérna er hins vegar í raun hægt að nota sem kennslumyndband um mistök í samskiptum milli t.d. Ástralíu og Japan. Ástralar eru meira vestrænir, afslappaðir í samskiptum og ekki mikið að spá í samskiptareglur. Japaninn hins vegar er vanur miklum flóknum reglum í samskiptum. Í fyrsta lagi er maður að sjálfsögðu aldrei seinn á fund, og gestgjafinn í þessu tilfelli hefði í raun átt að mæta mun fyrr til að vera alveg viss. Það eru ákveðnar reglur við það að rétta nafnspjaldið sitt líka. Japanir líta á nafnspjaldið sem framlengingu á sinni eigin persónu og viðtakandinn á að taka við því með báðum höndum og skoða það af virðingu áður en að það er sett til hliðar. Svona mætti lengi halda áfram, en njóttu þess frekar bara að horfa á myndskeiðið.

 


mbl.is Samkomulag náist ekki um hvalveiðiyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert frelsi til nema einstaklingurinn sé skuldlaus....

Ergo - við íslendingar verðum þrælar einhvers stórs lánveitanda næstu árin vegna ríkisábyrgðar á starfsemi bankanna okkar á erlendri grundu. Lagaákvæði sem að einmitt á rætur að rekja til EES samningsins okkar, lagaákvæði sem að er mjög í anda þess sem því fylgir að vera hluti af en ekki sjálfstæð þjóð.

Það sem að við þurfum því að gera upp við okkur núna er hvort að við teljum til langrar framtíðar þjóðinni betur borgið sem "deild" í stórveldi (lesist ESB) eða sem Eiginn herra í litlu búi. Sannleikurinn er sá að ég er ekki viss persónulega. Það hljómar skelfilega að vera ekki sjálfstæður, en hvað er að vera sjálfstæður? Það er a.m.k. án vafa ekki það að vera skuldugur upp fyrir haus næstu áratugina vegna annarra manna Matador leikja. En ég, ásamt flestum íslendingum tók þó því miður fullan þátt í þessu. Ný húsnæðislán, bílasukk o.s.frv. Lífstíllinn um stund var skrúfaður upp fyrir tekjumörk ef svo má varfærnislega að orði komast.

Rakst annars á þetta brot um peningastefnuna í heiminum á bloggsíðu MHG á Eyjunni. Margt áhugavert sem að kemur þarna fram, sýndu því endilega þolinmæði þó að þetta byrji aðeins of mikið eins og X-Files fyrir minn smekk.

 

 


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsilegt Þóra Margrét, það var lagið....

Held að sé við hæfi að vitna hérna í góðan mann:

"Á tímum breytinga erfa þeir jörðina sem læra, á meðan hinir lærðu uppgötva að þeir búa yfir stórkostlegri getu til að bregðast við heimi sem er ekki lengur til."  -  Eric Hoffe


mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín "fimmtíu sent"(krónan hverfur víst fljótlega) um samtal kolleganna

Sjá vangaveltur mínar hérna: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/667138/

Ég held að við eigum ekki eftir aðra kosti en að játa uppgjöf, setja af stjórnina og láta IMF taka hér yfir.
Allar aðgerðir DO, GHH og núna ÁM valda bara frekari skaða.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa nú náð að afsala okkur sjálfstæðinu.

Hversu skelfilega kaldhæðið er það?

Eftir stöðugar og ítrekaðar uppákomur undanfarnar 2 vikur þar sem nánast undantekningar laust er verið að bregðast OPINBERLEGA rangt við hlutunum og skaða okkur sem heild þar með ítrekað meira og meira vilja ráðamenn nú enn halda því fram að þetta sé utan að komandi vanda um að kenna?!?

Er þetta ekki best skilgreint sem afneitun?

Kæri Davíð Oddsson, við erum ekki að segja að okkur líki ekki við þig persónulega. Við erum ekki að segja að þú sért ekki einn mesti stjórnmálaleiðtogi sem að þjóðin hefur alið. Við erum ekki að segja að þú hafir ekki gert margt gott.

En núna Davíð, núna erum við að segja alveg skýrt að líklega hefur enginn einn einstaklingur frá upphafi landnáms valdið þjóðinni eins miklum skaða og þú hefur gert með yfirlýsingum þínum undanfarna daga.

Það sama verð ég síðan því miður að segja líka um hæstvirtan fjármálaráðherra, sem hefur ekki sýnt frá upphafi að hann valdi starfanum sérstaklega vel, og hæstvirtan forsætisráðherra sem að með bæði aðgerðarleysi og síðan þvoglumæltum yfirlýsingum til handa bresku þjóðinni kláraði síðan fyrir okkar hönd aftökuna.

Ekki bara aftöku Kaupþings, heldur mögulega aftöku sjálfstæðis þjóðarinnar til næstu tuga ára.

Þegar að við verðum búin að brenna hressilega að baki okkar allar brýr að þá er möguleg staða þannig að engir standa eftir sem að treysta okkur sem greiðendum. Ef við getum ekki í viðskiptum við erlendar þjóðir um ýmsar nauðsynjar, þá einfaldlega færumst við aftur til u.þ.b. 1870 í tækninni nema að okkur takist með miklum hraði að rafmagnsvæða iðnaðina okkar, sjávarútveginn og landbúnaðinn, því engin verður olían hér ef lánstraust hverfur.

Atburðar rásin gagnvart Bretlandi er í grófum dráttum þessi:
1. Icesave riðar til falls
2. Davíð Oddsson kemur fram í Kastljósi og lýsir því yfir að erlendar skuldir bankanna verði ekki greiddar nema að litlu leyti, 5-15% kannski.
3. Fjármálaráðherra Breta hringir í Árna Matthíasson og spyr hann út í stöðuna og Árni tjáir honum að Ísland ætli EKKI að standa við ábyrgðir sínar gagnvart Breskum sparifjáreigendum.
4. Geir H. Haarde gefur daginn eftir út einhversskonar yfirlýsingu sem að var líklega ætlað að friða Breta en enginn virðist hafa skilið hvað hann var að segja og áhrifin urðu áfram neikvæð.
5. Breska ríkið tekur yfir alla starfssemi Íslenskra banka í Bretlandi og setur þá í greiðslustöðvun.

Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Árni Matthíasson hafa með opinberri hegðun sinni undanfarna daga og vikur stórskaðað Íslensku þjóðina. Við því liggja refsilög.

Skoðum 91. gr. Hegningarlaganna:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Fangelsun til allt að þriggja ára eða sekt?

Það er ekki það sem að ég vil, en er ekki eðlileg lágmarkskrafa þjóðarinnar að mennirnir að minnsta kosti segi af sér???

Við þurfum að hætta þessari hrokafullu "leysum þetta sjálf" pólitík. Við þurfum að sameinast ÖLL sem eitt um að leyta lausna og fá til þess alla þá sérfræðinga, innlenda sem ERLENDA sem völ er á.  

 


mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottið er sem sagt væntanlega þetta....

Láta Glitni rúlla og bera svo fyrir sig forsendu bresti varðandi kauptilboð ríkisins í 75%

Losna þar með undan því að neyða almenning til að taka á sig skuldapakka Glitnis upp á hundruði eða þúsundir milljarða.

Davíð lék illilega af sér þegar að hann gerði tilboð í Glitni í stað þess að lána þeim bara, en þetta næstum siðalausa ráð gæti hins vegar bjargað okkur frá því að vera skuldaþrælar fyrir hönd Glitnis gengisins í næstu 50 árin.


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir það?

Mér finnst þetta nokkuð merkilegt, hvernig er hægt að festa gengið með valdboði?  Fer ekki gengi á alþjóðamarkaði bara eftir framboði og eftirspurn?

Sé á fréttum að þetta hefur verið gert, en hvernig er það hægt?

En yfir í annað, rakst á tengil á þessa mynd á blogginu hjá Agli Helgasyni. Nokkuð góð mynd af kross eignatengslum í Íslenska viðskiptalífinu.  Myndina má einnig finna hérna: http://www.e24.se/branscher/artikel_269229.e24?service=graphic

Eignatengsl


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu

Mér hrýs hugur við því að velta fyrir mér stöðunni núna ef að við hefðum farið að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að leggja niður Íbúðalánasjóð. Það væri einfaldlega hræðilegt.

Það getur verið gott að nýta ýmsar stofnanir til ráðlegginga eða til viðmiðunar, en við verðum að muna að við erum við og eigum að skapa kerfi sem að miðar að okkur Smile


mbl.is Sendinefnd IMF á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt sem kom þarna fram um skelfileg mistökin sem fólust í aðgerðunum gagnvart Glitni

Sjá hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431226/0

Þarna segir Sigurður meðal annars að ef að af verður og ríkið endi með 75% eignarhlut í Glitni sé það lang dýrasta aðgerð sem að almenningur í landinu geti tekið á sig. Lang dýrasta.

Ég hef mikið þusað um að lán gegn veði hefði á endanum alltaf verið betri lausn, hvort sem veðið stæði eða ekki, því að hinn kosturinn var að taka yfir sem eigendur að Glitni, 2000 milljarða króna (eða meira, hver veit) í skuldir. Skuldir sem nægja til að binda okkur öll í þrælssamband við einhverja ónefnda lánadrottna næstu væntanlega 50 árin a.m.k.

Hverjum hugnast það þegar málið er betur skoðað?


mbl.is Staða Kaupþings býsna góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að aka með norska ferðamenn um hálendið í dag.....

Þeir tjáðu mér að umræðan um að Norski Seðlabankinn stigi inn hérna á Íslandi og styddi Seðlabankann okkar hefði hafist fyrir 2-3 vikum í Noregi. Að Norðmenn væru að grínast með það að nú gætu þeir keypt Ísland eða a.m.k. tímabundið.

Hvernig stendur á því að umræðan er opinber í Noregi en við heyrum ekkert af þessum meldingum milli Seðlabankanna hérna heima?


mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband