Var að aka með norska ferðamenn um hálendið í dag.....

Þeir tjáðu mér að umræðan um að Norski Seðlabankinn stigi inn hérna á Íslandi og styddi Seðlabankann okkar hefði hafist fyrir 2-3 vikum í Noregi. Að Norðmenn væru að grínast með það að nú gætu þeir keypt Ísland eða a.m.k. tímabundið.

Hvernig stendur á því að umræðan er opinber í Noregi en við heyrum ekkert af þessum meldingum milli Seðlabankanna hérna heima?


mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmmm...  athyglisverðar upplýsingar. Hverjir af ráðamönnum þjóðarinnar hafa skotist til Noregs nýverið?

Annars held ég að það sé tilvalið að Norðmenn kenni Íslendingum sparnað og ráðdeild. Ekki veitir af.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, Norðmennirnir þurftu einmitt að læra af reynslunni. Bankakerfið þeirra fór meira og minna á hliðina milli 1980 og 1990 einhversstaðar og þess vegna eru þeir með svona strangar kröfur og reglur um starfsemi þeirra í dag.

Við hefðum kannski átt að líta betur í kringum okkur þegar að verið var að búa til nýjar leikreglur fyrir einkavæddu bankana?

Baldvin Jónsson, 3.10.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Frelsið er yndislegt ég gerið það sem ég vil.

Sumir eiga bara erfitt með að höndla frelsið

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.10.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

Skyldi marr vera leiður á því til lengdar að vera til !.

Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband