Framkvæmdavaldið sýnir vald sitt með sanni - löggjafinn virðist aðeins til sýnis - vanvirðingin alger fyrir Alþingi Íslendinga
19.10.2009 | 19:17
Er nema von að þjóðin beri lítið traust til Alþingis Íslands þegar að embættismenn og framkvæmdavald gera það augljóslega ekki. Framkvæmdavaldið virðist geta án nokkurra örðugleika gengið þvert á lagasetningu Alþingis frá því í sumar og gert bara einhvern sérsamning við Breta og Hollendinga um Icesave, þvert á samþykkt lög um málið. Sérsamning þar sem að efnahagsfyrirvarar frá því í sumar eru að engu gerðir. Við þetta má ekki búa.
Ég vil manna síðastur gera nokkuð sem getur aðstoðað spillingarliðið og fyrrum ríkisstjórnarflokka hér í 12 ár, til þess að komast aftur til valda. En það er einmitt stór hluti vandans í dag. Á að þola það til lengdar að búa við það hér að hér sé engra raunverulega lausna hægt að krefjast vegna þess að þá gæti núverandi ríkisstjórn fallið?
Hvað má hún kosta okkur áður en að hún er talin verri kostur en fyrri hrunaflokkarnir?
Er búinn að velta þessum málum mikið fyrir mér í dag og snúast í marga hringi. Það er ljóst að samfélagið þolir ekki status quo mikið lengur og þar er stærsta meinið efnahagsstjórn AGS hér á landi í stað ríkisstjórnarinnar. Því verður að breyta í hvelli.
Í dag er líka búið að vitna ítreka til orða Gunnars Tómassonar Hagfræðings, greiðsluþrot er að hans mati besta lausnin. Miðað við þau drög sem liggja fyrir núna að nýjum samningi um Icesave, þar sem að virðist efnahagsfyrirvarar Péturs Blöndal, Þórs Saari, Lilju Mósesdóttur o.fl. eru að engu gerðir, virðist ljóst að þessi samningur er mun verri niðurstaða en stjórnvöld vilja láta í veðri vaka.
Við verðum öll að halda vöku okkar og berjast áfram. Ég var orðinn afar baráttulatur í dag verð ég að viðurkenna, en við megum ekki gefast upp. Allt þetta langloku þvaður ráðamanna virðist einmitt helst til þess gert, að draga úr okkur móðinn.
Kvittað fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Þetta er allt óskaplega ruglingslegt, ég hélt að Alþingi hefði samþykkt að ábyrgjast tryggingasjóðinn með ákveðnum fyrirvörum en svo tala þau Forsætis og Fjármálaráherrar eins og ríkisstjórnin sé að semja um lán við Breta og Hollendinga og við því ekki í þeirri stöðu að geta ráðið öllu, í rauninni ættu viðsemjendur að vera tryggingasjóðurinn við Alþingi um ábyrgð til handa tryggingasjóði en ekki ríkisstjórnin við Breta og Hollendinga, en þetta snýr orðið allt á haus.
Ég er sammála þér, við verðum að vara okkur á þessu langlokuþvaðri sem er einungis til þess eins að deyfa okkur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 20:47
Góð ábending hjá þér.
Ríkisstjórninni, gæti tekist þ.s. virtist ómögulegt, að fá þjóðina til að fyrirgefa X-D.
Ef það gerist, þá geta ríkisstjórnarflokkarnir kisst núverandi stjórnarmynstur bless, um næstu 20 - 30 ár, eða svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2009 kl. 21:44
held það sé ekki margt í spilunum. tel þetta illskársta kostinn. held að fólk sé ekki svo mest að hugsa um ríkisstjórnarsambandið. jafnvel þótt svo væri, þá er mikið til þess að vinna að forða því að flokkurinn sem mesta ábyrgðina ber komist ekki aftur til valda. sá flokkur, ásamt hinum helmingaskiptaflokknum, hagandi sér eins og barnslegir skæruliðar á þingi. setja framar að koma höggi á starfandi ríkisstjórn en að koma okkur upp úr skítnum.
Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 22:15
Átti Alþingi að senda samninganefnd til breta og hollendinga?Hversskonar bull er þetta. Eru þið ekki í lagi?
Árni Björn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 23:10
Allavega ekki ég Árni hinir verða að svara fyrir sig. En nei nei heldur átti tryggingasjóðurinn bara að sjá um sín mál sjálfur, að mínu mati þ.e. að semja við Breta og Hollendinga og þegar og ef að því kæmi að hann þyrfti að láta reyna á ábyrgðaraðila þá var það bara hans að vinna í þeim málum, ég sé ekki betur en að fjámálaráherra og forsætisráðherra séu að grípa Fram fyrir hendurnar á tryggingasjóði sem átti bara að sjá um sig sjálfur og ætla svo að láta margsamþykkja lög þangað til "rétt" niðurstaða fæst.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 23:45
Ég held að Gunnar Tómasson viti hvað hann er að tala um þegar hann nefnir greiðsluþrot, ég er fylgjandi þeirri leið. Burt með AGS, ESB.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2009 kl. 00:22
Nákvæmlega Jóna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 10:47
Ég þakka MBL fyrir að mynna okkur á þá gengisáhættu sem sé til staðar:
Þ.e. útlit fyrir að við einfaldlega verðum að hafna þessum Icesave samningi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2009 kl. 12:13
Þ.e. að Alþingi á að hafna því að ríkið gerist ábyrgðaraðili fyrir tryggingasjóðinn sem verður þá að bjarga sér sjálfur eins og alltaf átti að vera, ég er nákvæmlega sammála þér Einar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 13:09
Takk fyrir góðan pistil. Ég er eins og þú dauðhrædd um að þetta fari í gegn af því að allir eru orðnir svo leiðir á þessu. Eins og Pétur Blöndal sagði að við værum orðin eins og lax sem væri búið að þreyta til þess að auðveldara yrði að háfa hann.
Það má ekki verða þannig að það sé öllu til fórnandi til þess eins að halda vinstri stjórn eða koma okkur inn í ESB. Hvort tveggja yrði of dýru verði keypt.
Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:51
Líking Péturs Blöndal við þreytta laxinn er sennilega ansi nálægt sannleikanum.
Ef eithvað er, þá eru Steingrímur og Jóhanna hokin af reynslu í íslenskri þraspólitík og eru að nýtta sér þá reynslu núna gegn óreyndum þingmönnum af yngri kynslóðinni í íslenskum stjórnmálum.
Þetta er stórhættulegt mál, því að þarna er ekki verið að vinna málstaðinum gagn með rökum, heldur er verið að beita gamalkunnum fjórflokks brögðum til að þreyta andstæðinginn.
Í kvöldfréttunum áðan heyrði ég Steingrím segja að málið þyrfti vandaða umfjöllun á þingi og að það gæti tekið nokkrar vikur. Ekki var laust við að hann hafi misst út úr sér smáglott þegar hann hélt að myndavélin væri ekki á honum.
Þetta voru óbein skilaboð um að Stjórnarflokkarnir voru búnir að reikna með töfum í afgreiðslu þingsins og ég er nokkuð viss um að Bretar og Hollendingar hafi verið upplýstir um það líka undir lok samninganna.
Mér finnst líka athyglisvert að Helgi Áss Gretarsson, bróðir Guðfríðar Lilju, sem búið er að snúa, kom fram opinberlega ásamt Jóhönnu og Steingrími þegar niðurstöður Icesave samninganna voru kynntar í vikunni.
Þarna var búið að kaupa atkvæði Guðfríðar Lilju og þagga niður í Helga Áss sem allt í einu er kominn í lið með SJS og Jóhönnu, en eins og allir vita þá var hann í flokki með Indefence hópnum á sínum tíma.
Þetta undirstrikar enn einu sinni þörfina á þjóðaratkvæðagreiðsum í mikilvægum málum, og það sem verra er, að verulegar bætur á réttarstöðu almennings gagnvart þingmönnunum sem kosnir voru til að gæta hagsmuna sama fólks, eru algerlega nauðsynlegar ef vel á að fara í þessu nýja Íslandi sem við vorum að vonast eftir í kjölfari hrunsins.
Gunnar Snæland (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:57
.....afborganir og vextir af skuldum þjóðarinnar - eftir 7 ár - gætu numið tæpum 900 milljörðum árlega.... ef endurgreiða á þá skuldina á 20 árum - og byrja að borga það eftir 7 ár..... er það hægt??
Kristinn Pétursson, 20.10.2009 kl. 22:37
Þetta er svakalegt mál Kristinn, þessu þarf að koma á framfæri með skýrum hætti.
Baldvin Jónsson, 20.10.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.