Framkvæmdavaldið sýnir vald sitt með sanni - löggjafinn virðist aðeins til sýnis - vanvirðingin alger fyrir Alþingi Íslendinga

Er nema von að þjóðin beri lítið traust til Alþingis Íslands þegar að embættismenn og framkvæmdavald gera það augljóslega ekki. Framkvæmdavaldið virðist geta án nokkurra örðugleika gengið þvert á lagasetningu Alþingis frá því í sumar og gert bara einhvern sérsamning við Breta og Hollendinga um Icesave, þvert á samþykkt lög um málið. Sérsamning þar sem að efnahagsfyrirvarar frá því í sumar eru að engu gerðir. Við þetta má ekki búa.

Ég vil manna síðastur gera nokkuð sem getur aðstoðað spillingarliðið og fyrrum ríkisstjórnarflokka hér í 12 ár, til þess að komast aftur til valda. En það er einmitt stór hluti vandans í dag. Á að þola það til lengdar að búa við það hér að hér sé engra raunverulega lausna hægt að krefjast vegna þess að þá gæti núverandi ríkisstjórn fallið?

Hvað má hún kosta okkur áður en að hún er talin verri kostur en fyrri hrunaflokkarnir?

Er búinn að velta þessum málum mikið fyrir mér í dag og snúast í marga hringi. Það er ljóst að samfélagið þolir ekki status quo mikið lengur og þar er stærsta meinið efnahagsstjórn AGS hér á landi í stað ríkisstjórnarinnar. Því verður að breyta í hvelli.

Í dag er líka búið að vitna ítreka til orða Gunnars Tómassonar Hagfræðings, greiðsluþrot er að hans mati besta lausnin. Miðað við þau drög sem liggja fyrir núna að nýjum samningi um Icesave, þar sem að virðist efnahagsfyrirvarar Péturs Blöndal, Þórs Saari, Lilju Mósesdóttur o.fl. eru að engu gerðir, virðist ljóst að þessi samningur er mun verri niðurstaða en stjórnvöld vilja láta í veðri vaka.

Við verðum öll að halda vöku okkar og berjast áfram. Ég var orðinn afar baráttulatur í dag verð ég að viðurkenna, en við megum ekki gefast upp. Allt þetta langloku þvaður ráðamanna virðist einmitt helst til þess gert, að draga úr okkur móðinn.

 


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er allt óskaplega ruglingslegt, ég hélt að Alþingi hefði samþykkt að ábyrgjast tryggingasjóðinn með ákveðnum fyrirvörum en svo tala þau Forsætis og Fjármálaráherrar eins og ríkisstjórnin sé að semja um lán við Breta og Hollendinga og við því ekki í þeirri stöðu að geta ráðið öllu, í rauninni ættu viðsemjendur að vera tryggingasjóðurinn við Alþingi um ábyrgð til handa tryggingasjóði en ekki ríkisstjórnin við Breta og Hollendinga, en þetta snýr orðið allt á haus.

Ég er sammála þér, við verðum að vara okkur á þessu langlokuþvaðri sem er einungis til þess eins að deyfa okkur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góð ábending hjá þér.

Ríkisstjórninni, gæti tekist þ.s. virtist ómögulegt, að fá þjóðina til að fyrirgefa X-D.

Ef það gerist, þá geta ríkisstjórnarflokkarnir kisst núverandi stjórnarmynstur bless, um næstu 20 - 30 ár, eða svo.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

held það sé ekki margt í spilunum. tel þetta illskársta kostinn. held að fólk sé ekki svo mest að hugsa um ríkisstjórnarsambandið. jafnvel þótt svo væri, þá er mikið til þess að vinna að forða því að flokkurinn sem mesta ábyrgðina ber komist ekki aftur til valda. sá flokkur, ásamt hinum helmingaskiptaflokknum, hagandi sér eins og barnslegir skæruliðar á þingi. setja framar að koma höggi á starfandi ríkisstjórn en að koma okkur upp úr skítnum.

Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Átti Alþingi að senda samninganefnd til breta og hollendinga?Hversskonar bull er þetta. Eru þið ekki í lagi?

Árni Björn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Allavega ekki ég Árni hinir verða að svara fyrir sig. En nei nei heldur átti tryggingasjóðurinn bara að sjá um sín mál sjálfur, að mínu mati þ.e. að semja við Breta og Hollendinga og þegar og ef að því kæmi að hann þyrfti að láta reyna á ábyrgðaraðila þá var það bara hans að vinna í þeim málum, ég sé ekki betur en að fjámálaráherra og forsætisráðherra séu að grípa Fram fyrir hendurnar á tryggingasjóði sem átti bara að sjá um sig sjálfur og ætla svo að láta margsamþykkja lög  þangað til "rétt" niðurstaða fæst.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að Gunnar Tómasson viti hvað hann er að tala um þegar hann nefnir greiðsluþrot, ég er fylgjandi þeirri leið.  Burt með AGS, ESB.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nákvæmlega Jóna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 10:47

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég þakka MBL fyrir að mynna okkur á þá gengisáhættu sem sé til staðar:

  • Skv. lögum, á kröfulýsingadegi, TIF (Tryggingasjóður Innistæðueigenda og Fjárfesta) var forgangskröfu lýst upphæð í KR 670 milljarða. Skv. lögum, sé TIF bundinn af þeirri upphæð.
  • Skuld TIF sé í erlendri mynnt, og hefur síðan á kröfulýsingardegi hækkað í 720 milljarða. Eignir LB sáluga einnig í erlendri mynnt, þannig að gengisfall krónu hækkar sjálfkrafa hlutfall sem innheimtist í 670 milljarða kröfu TIF.
  • Skv. reikningum MBL, verður mismunur 670 oh 720 milljarðar + vextir eftir 5 ár 270 milljarðar, eftir 380 milljarðar eftir 7 ár og 500 milljarðar eftir 9 ár. Ef krónan fellur um 25%, verður þessi nettó skuld skuld þjóðarinnar, 500 milljarðar eftir 5 ár og 780 milljarðar eftir 9.
  • Þetta er gríðarlega alvarlegt, því ef þessi reikningar eru réttir þá mun þjóðin skulda þessar ofannefndu upphæði, jafnvel þó innheimtu hlutfall fyrir kröfu TIF verði 100%. Ef það innheimtu hlutfall verður minna en 100% þá, hækkar skuld sem verður eftir enn meira.

Þ.e. útlit fyrir að við einfaldlega verðum að hafna þessum Icesave samningi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2009 kl. 12:13

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þ.e. að Alþingi á að hafna því að ríkið gerist ábyrgðaraðili fyrir tryggingasjóðinn sem verður þá að bjarga sér sjálfur eins og alltaf átti að vera, ég er nákvæmlega sammála þér Einar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 13:09

10 identicon

Takk fyrir góðan pistil. Ég er eins og þú dauðhrædd um að þetta fari í gegn af því að allir eru orðnir svo leiðir á þessu. Eins og Pétur Blöndal sagði að við værum orðin eins og lax sem væri búið að þreyta til þess að auðveldara yrði að háfa hann.

Það má ekki verða þannig að það sé öllu til fórnandi til þess eins að halda vinstri stjórn eða koma okkur inn í ESB.  Hvort tveggja yrði of dýru verði keypt.

Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:51

11 identicon

Líking Péturs Blöndal við þreytta laxinn er sennilega ansi nálægt sannleikanum.

 Ef eithvað er, þá eru Steingrímur og Jóhanna hokin af reynslu í íslenskri þraspólitík og eru að nýtta sér þá reynslu núna gegn óreyndum þingmönnum af yngri kynslóðinni í íslenskum stjórnmálum.

Þetta er stórhættulegt mál, því að þarna er ekki verið að vinna málstaðinum gagn með rökum, heldur er verið að beita gamalkunnum fjórflokks brögðum til að þreyta andstæðinginn.

 Í kvöldfréttunum áðan heyrði ég Steingrím segja að málið þyrfti vandaða umfjöllun á þingi og að það gæti tekið nokkrar vikur. Ekki var laust við að hann hafi misst út úr sér smáglott þegar hann hélt að myndavélin væri ekki á honum.

 Þetta voru óbein skilaboð um að Stjórnarflokkarnir voru búnir að reikna með töfum í afgreiðslu þingsins og ég er nokkuð viss um að Bretar og Hollendingar hafi verið upplýstir um það líka undir lok samninganna.

 Mér finnst líka athyglisvert að Helgi Áss Gretarsson, bróðir Guðfríðar Lilju, sem búið er að snúa, kom fram opinberlega ásamt Jóhönnu og Steingrími þegar niðurstöður Icesave samninganna voru kynntar í vikunni.

Þarna var búið að kaupa atkvæði Guðfríðar Lilju og þagga niður í Helga Áss  sem allt í einu er kominn í lið með SJS og Jóhönnu, en eins og allir vita þá var hann í flokki með Indefence hópnum á sínum tíma.

Þetta  undirstrikar enn einu sinni þörfina á þjóðaratkvæðagreiðsum í mikilvægum málum, og það sem verra er, að verulegar bætur á réttarstöðu almennings gagnvart þingmönnunum sem kosnir voru til að gæta hagsmuna sama fólks, eru algerlega nauðsynlegar ef vel á að fara í þessu nýja Íslandi sem við vorum að vonast eftir í kjölfari hrunsins.

Gunnar Snæland (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:57

12 Smámynd: Kristinn Pétursson

.....afborganir og vextir af skuldum þjóðarinnar - eftir 7 ár - gætu numið tæpum 900 milljörðum árlega....  ef endurgreiða á þá skuldina á 20 árum - og byrja að borga það eftir 7 ár..... er það hægt??

Kristinn Pétursson, 20.10.2009 kl. 22:37

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta er svakalegt mál Kristinn, þessu þarf að koma á framfæri með skýrum hætti.

Baldvin Jónsson, 20.10.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband