Hvað þarf að ræða AGS málið lengi? - Er ekki samstaða um málið ef skoðuð er innri sannfæring allra?

Á einhverjum tímapunkti hafa nú þegar allir ráðamenn landsins gefið út um það yfirlýsingu að auðvitað væri það betri staða að láta AGS ekki stjórna hér málum. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að halda því fram að þeir séu ekki einu sinni að stjórna hérna núna.

Ef svo er og öllum hinum finnst að þeir eigi ekki að gera það, hvað þarf þá að ræða?

Við erum greinilega um það sammála að við eigum að fara með stjórn efnahagsmála hérna, ekki risastórir fjölþjóðlegir auðhringir.

AGS má að sjálfsögðu sinna áfram því hlutverki að lána peninga, hvort sem er hingað eða annað. Við eigum hins vegar án nokkurs vafa að stýra hérna efnahagsmálum.

Vilt þú að það sé undir eigendum AGS komið hvort að móðir þín fái hér þjónustu í heilbrigðiskerfinu?


mbl.is Umræða á Alþingi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband