Stærsti sökudólgurinn er verðlagning geisladiska - án vafa

Það er ekki fyrir venjulegt fólk á krepputímum að veita sér slíkan munað að kaupa sér uppáhalds nýju músíkina sína þegar að hver diskur er kominn í 3.000 kr. stk.

Mynstrið mitt til dæmis hefur breyst (þó að ég hafi reyndar aldrei keypt mikið af tónlist, er svoddan oldies gaur) á þann veg að ég hlusta á tónlist á netinu í dag og kaupi ekki diska nema að mér líki verulega vel við efnið eða einfaldlega vilji styðja við höfundinn.

Það gerist sjaldnar og sjaldnar.


mbl.is Niðurhal af netinu hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Sammála.

ég mundi ekki borga þetta okurverð fyrir 1 geisladisk. 

Ég næ í mitt efni (tónlist,kvikmyndir og sjónvarpsþættir) með öðrum leiðum.

ThoR-E, 22.10.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tómt rugl að borga 3000 kall fyrir geisladisk.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 20:13

3 identicon

Til að mynda er diskurinn með Emelíönu Torrini sem kom örugglega út fyrir að verða einu og hálfu ári verðlagður á 3490 kr í Hagkaup. Ég myndi mögulega kaupa DVD tónleika á þessu okurverði - en einn geisladisk fyrir allan þennan aur? Nei takk.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir vilja bæði éta kökuna og eiga hana, þessir útgefendur. Græðgiin er bara að koma í bakið á þeim.  Það hvarflar ekki að mér að kaupa geisladiska. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 02:56

5 identicon

Það verður líka að skoða það að á bakvið hvern geisladisk er mikill kostnaður og á undanförnum misserum hefur sá kostnaður hækkað gífurlega vegna gengishruns sem líklega hefur ekki farið framhjá neinum. Þegar hlutirnir eru skoðaðir grundigt þá liggur það fyrir að því miður er í raun ekki hægt að selja geisladiska ódýrara en raun ber vitni, því þá er verið að selja þá undir kostnaðarverði.

Svo hefur verð á þeim ekki hækkað jafn mikið og fólk vill meina. Því á mörgum diskum í mínu safni eru enn verðmiðar frá Japis sem var og hét sem á stendur "2.499kr" eða "Tilboð 1999kr". Og það er langt síðan

Björgvin (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 13:51

6 Smámynd: Ingólfur

Björgvin, Það má vera að kostnaðurinn við útgáfu geisladiska sé enn meiri en hækkunin á smásöluverðinu, en það skiptir ekki öllu máli.

Þegar það kreppir að í fjármálum heimilanna að þá heldur fólk fastar um budduna og eðlilega kaupir það færri geisladiska.

Hagstofan virðist hins vegar líta svo á að "neysla" heimilanna á nýjum lögum sé fasti sem breytist ekkert í kreppu, og þar sem færri diskar séu keyptir að þá hljóti að vera meira um niðurhal.

Ingólfur, 23.10.2009 kl. 22:14

7 identicon

Einmitt, enda var svar mitt aðallega ætluð félögunum hérna fyrir ofan sem eiga fystu athugasemdirnar

Björgvin (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband