Betur heima (eða í vinnu) setið en af stað farið ef bíllinn er ekki vetrarbúinn

Það er alveg hreint ótrúlega algengt að slys á svona dögum megi rekja beint til þess að bílar eru einfaldlega algerlega vanbúnir fyrir þessar aðstæður. Gætum þess nú að setja ekki líf okkar og annarra í hættu útaf sannfæringu um eigið ágæti sem bílstjóra. Hroki og of stórt egó eru stórhættuleg verkfæri í umferðinni.

Litla Kaffistofan er líka snilldar stopp ef fólk heyrir ekki fréttir af færð fyrr en þangað er komið.

Ps. Sit hér og á að heita að ég sé að læra. Góðar afsakanir til þess að "þurfa" að fara af stað að bjarga vinum á Hellisheiðinni væru hreint ekki illa þegnar :)


mbl.is Öngþveiti á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ha ??, hvað ertu að læra ?

Börkur Hrólfsson, 2.10.2009 kl. 16:46

2 identicon

Sæll vinur, ertu orðin stjórnmálamaður eða ertu kominn í vinnu hjá umferðaráði? hva?

Glanni (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er í námi í viðskipta- og auglýsingafræðum við Háskólann á Bifröst Börkur.

Nei nei Glanni, ég er bara orðinn svona besserwisser bjáni af því að aka of mikið um á stórum bílum :P

En reyndar án gríns, þá leiðist mér óskaplega þegar fólk er að slasa sig og aðra bara af því að það tók ofur heimska ákvörðun um að leggja út í vetrarfærð á sumarbíl.

Baldvin Jónsson, 2.10.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband