Spilltur ráðuneytisstjóri heldur starfi í nýju ráðuneyti - réttindi ríkisstarfsmanna ofar landslögum?

Það liggur ljóst fyrir að Baldur notaði innherja upplýsingar til þess að selja allt sitt í Landsbankanum korteri í hrun, eftir að hafa setið fund um stöðu mála með Landsbanka mönnum.

Baldur var þar með að nýta sér leynilegar upplýsingar til þess að bjarga eigin skinni á sama tíma og hinn almenni borgari hafði ekki aðgang að þeim upplýsingum og átti því enga möguleika á að bjarga sínu. Þetta heita innherja viðskipti og yfir þau ná lög og refsing.

Á réttarstaða ráðningar embættismanna að ná fram yfir landslög? Er það ekki stór hluti ástæðua þess að hér blómstrar spilling?


mbl.is Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjalli Geir

Embættismannakerfið er orðið svo gegnumsýrt af spillingu að það fæst ekkert við ráðið.  Steingrímur J. er orðinn einsog ráðherrann í "Yes, minister".  Góður kall en fær ekki við neitt ráðið.  Það eru embættismennirnir sem ráða ferðinni og stjórna atburðarrásinni á bak við tjöldin. 

Snjalli Geir, 11.6.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: AK-72

Tvær athugasemdir.

1. Réttindi opinberra starfsmanna eru bundin í lög. Soldið erfitt að segja að réttindin séu ofar landslögum þá:)

2. Ástæðan fyrir því að manninum er stætt á að halda áfram er að hann hefur ekki verið kærður né rannsakður. Ef einhver fer og leggur fram kæru á hendur honum fyrir að hafa misnotað sér trúnaðaruppýsingar sem opinber starfsmaður, þá myndast grundvöllur fyrir að víkja honum frá störfum samkvæmt lögum ef mg minnir rétt.

AK-72, 11.6.2009 kl. 10:52

3 identicon

Við eigum að mótmæla því harðlega að þessi maður komi aftur til starfa. Það liggur í augum uppi að hann notaði upplýsingarnar sér í vil. Þetta heitir spilling og við verðum að útrýma spillingunni úr íslensku þjóðfélagi.

Þetta með réttindi opinberra starfsmanna! Af hverju ættu þeir að hafa betri samninga en við hin sem vinnum hjá ríkinu? Svona vitleysa er barn síns tíma og það þarf að afnema það að einstaklingar séu æviráðnir. Bíður heim spillingu í embættismannakerfinu.

Ína (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hvað segir Eva Joly við þessu?  Er ekki málið bara að boycotta alla spillingarbésana?

Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Muddur

Samkvæmt 123. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 eru innherjaviðskipti ólögleg og ber fjármálaeftirlitinu að rannsaka slíkt og svo kæra málið til lögreglu skv. 148. gr. sömu laga. Eins má leysa embættismenn frá störfum tímabundið ef þeir eru GRUNAÐIR um brot í starfi skv. 68. gr. hegningarlaga og ef þeir eru dæmdir sekir skv. 68. gr. má reka þá endanlega.

Lagaheimildirnar eru til staðar, af hverju er þetta ekki gert?

Muddur, 11.6.2009 kl. 15:20

6 identicon

Maðurinn verður að fara út, þetta er púra hrákslumma framan í okkur öll

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband