Sjávarútvegurinn stígur nú fram með "sérfræðinga" til að verja (eign þjóðarinnar) sína kvótaeign

Og þó, veit ekki með sérfræðing. Að minnsta kosti kemur ekki fram í fréttinni hvort að Þorvarður sé menntaður í bókhaldi, aðeins að hann sé framkvæmdastjóri Deloitte.

Þorvarður öskrar hér "eldur, eldur" með dramatískum hætti og hótar því að þetta muni aðeins leiða til þess að ríkisbankarnir sitji á endanum uppi með tjónið. Hmmm....

Síðast þegar ég las mér til um málið að þá sátu ríkisbankarnir nú þegar uppi með stóran hluta tjónsins þar sem gríðarlega skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki eru nú þegar algerlega upp á náð bankanna komin með marg-veðsettan kvóta sem þau eiga ekki til að byrja með og ættu því alls ekki að hafa veðsetningarrétt á kvótann.

Ég er þó sammála því að mér þykir þessi fyrningarleið afar léleg hugmynd. Við eigum að ganga mun hreinna til verks og einfaldlega taka þegar til uppgjörs og til ríkisvörslu allann þann kvóta sem er yfirveðsettur nú þegar í bönkunum.

Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið vel rekin og hafa nýtt auðlindina sína sjálf, ættu að sjálfsögðu að nýta hana áfram og skila þar með áfram augljóslega tekjum til ríkisins af nýtingunni. Hin fyrirtækin, sem hafa verið illa rekin og því skilað litlum arði væntanlega og svo þau sem hafa ekki verið að nýta þann kvóta sem þau eru skráð fyrir heldur hafa verið að leigja hann áfram, þau ætti einfaldlega að taka yfir hið fyrsta.

Hvers vegna að bíða með að "hjálpa" þeim og horfa á þau deyja afar hægt?


mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Málið er að ekki er ennþá búið að semja um hvað nýju bankarnir yfirtaka mikið af skuldahala útgerðarinnar. Það mun skýrast seinna í sumar.

Tjónið á með réttu að lenda á kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna, ekki á nýju bönkunum.

Sjá nánar í nokkrum færslum á blogginu mínu: http://finnur.blog.is 

Sammála því að fyrna ætti kvótann mun hraðar en á 20 árum. Helst 3-5 árum.

Það vantar í kynningu fyrningarleiðarinnar nánari útfærslu á því sem taka á við. Ein tillaga er hér: http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/886270/

Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Tryggvi R. Jónsson

http://www.fle.is/fle/felagi_nanar/?fn=%DEorvar%F0ur%20Gunnarsson&E=thorvardur.gunnarsson@deloitte.is&S=140554-2279&fd=14.%20ma%ED%201954&lo=1982&searchparam1=vinnustadur=Deloitte%20hf.

Tryggvi R. Jónsson, 5.6.2009 kl. 09:48

3 identicon

Ránið á ríkiseigninni var framkvæmt á einum degi svo kvótann á að fyrna á einum degi. Setja skal braskarana á hausinn strax. Þeir sem vitandi vits keyptu þýfi eiga að bera ábyrgðina á því sjálfir en ekki láta ríkið taka á sig tjónið. Þeir sem seldu kvóta og fóru með gróðann út úr greininni eru landráðamenn og ber að ákæra sem slíka.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:49

4 identicon

Held að menn ættu að reyna að ræða þetta æsingalaust og hætta að tala um þjófnað eða landráðamenn. Fiskurinn í sjónum hefur aldrei verið eign nokkurs manns né íslenska ríkisins. Þetta var hafalmenningur og því nutu allir sama nýtingarréttar en engin eignaréttindi umfram það. Annars er ágætis yfirlit um þessi mál í þessu riti http://www.rse.is/web/wp-content/uploads/2008/04/thjodareign-bokrse.pdf

þar sem fróðari menn um þessi mál en ég eru að tjá sig. Legg til að fólk kynni sér þetta áður en það fer að kalla sig hása um landráð og þjófnað.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það góða við frjálsan markað er að gerist lándrottnar: fjarfestar gírugir og með ofurgóðum lánakjörum: oflána skuldsetningarfyrirtækinu því fjárfesta, til þess að taka til sín framtíðar rekstrar hagnað þess í formi lánagæða, þá er hægt að losa það fjárfesta einfaldlega með því að  setja það á hausinn. 

Afætu lánadrottinn hlýtur makleg málagjöld.

Júlíus Björnsson, 7.6.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband