Gylfi Magnússon vill ekki að ríkisstjórnin þurfi að taka ábyrgð á aðild sinni að banka- og kerfishruninu

Gylfi Magnússon hefur að mínu viti staðið sig nokkuð vel sem viðskiptaráðherra og mér hefur fundist hressandi að fylgjast með fagráðnum ráðherra, í stað pólitísks ráðherra, út tala sig um málefni ráðuneytisins hverju sinni. Er ferskur andblær í þessa hefðbundnu pólitísku umræðu.

Nú hins vegar ber svo við að Gylfi er farinn að horfa á málin með afar pólitískum gleraugum að mínu mati. Hér svarar hann fyrir vangaveltur í samfélaginu og virðist miða við það að ríkið hafi ekki verið gerandi í banka- og kerfishruninu og þar með ekki einn sökudólganna í því hvernig fór.

Með virkri þáttöku ríkisins varð hér gríðarlegt efnahagshrun þar sem að höfuðstóll lána hefur vaxið um um 20% frá því í janúar 2008, en það er sú dagsetning sem sanngjarnt er að miða við vegna þess að ríkisstjórnin vissi frá þeim tíma nákvæmlega hvert stefndi.

Er það sanngjörn krafa að fólkið sem var blekkt af ríkisstjórninni um raunverulega stöðu mála, borgi að fullu kostnaðinn af lyginni?

Réttlát leiðrétting á höfuðstóli lánanna er sanngjörn og eðlileg krafa og greiðsluverkfall er án nokkurs vafa eitt al sterkasta verkfærið til að vekja athygli á þeirri kröfu. Ég get ekki hvatt til þess opinberlega en tel engu að síður að fólk ætti að skoða sín eigin mál ítarlega. Það er að virðist rétt, að í mörgum tilfellum mun það koma betur út fyrir fólk að safna heldur peningum inn á annan reikning og eiga þá þar varasjóð til samninga, þegar í þrot er nánast komið.

Er Gylfi að verða pólitískur?


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég var enda við það að benda á þann möguleika að ef að fólk getur ekki borgað í krónum þá á það að borga í evrum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ja maður spyr sig.. það stendur einhverstaðar að vald spillir..

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það þurfti nú ekki langan tíma að sjá að Gylfi er pólitískur, reyndar mátti sjá það áður en hann gerðist ráðherra

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Erlendir kröfuhafar samþykkja hugsanlega 80% niðurfellingu".

Með leyfi hvað áttu við? Í gjaldþrotaskiptum er ekki spurt hvað kröfuhafar geta sætt sig við. Í gjaldþrotaskiptum mega kröfuhafar þakka fyrir hverja krónu sem þeir fá.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Baldvin, vonandi ertu maður til þess að taka ábyrgð á þeirri hvatningu sem þú virðist setja hér fram undir rós. Það er aldrei betra fyrir skuldara að fara í vanskil, það eykur bara skuldina, kostnaðinn og óþægindin.

Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Sigurjón

Blessaður Baddi.

Það er engin tilviljun að Gylfi sat á flokksþingi Sf. í marz...

Sigurjón, 4.5.2009 kl. 00:02

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Elfur, eins og ég tek fram hér að ofan get ég eðlilega ekki hvatt til þessa en hver og einn þarf að skoða málið fyrir sig persónulega. Fullyrðing þín einfaldlega stenst ekki í fjölda tilfella að óþægindunum undanskildum. Það er vafalaust ekki þægilegt að verða gjaldþrota, en ef það er ljóst að þangað stefnir gæti sú hugmynd sem Vésteinn Gauti kynnti í Kastljósi fyrir nokkrum vikum síðan verið skásti kosturinn.

Kristinn, það sem meira er að þá skilst mér að bankarnir hafi breytt gengislánunum sem þeir lánuðu til fasteignakaupa, að stórum hluta yfir í íslenskar krónur í ársbyrjun 2008. Samkvæmt því eru þeir sem sagt núna að blóðmjólka landann á gengismuninum sem síðan hefur orðið. Þeir með lánin í íslenskum en fólk með gengislán að gera upp í erlendum og er munurinn víst ríflega 100% breyting til hins verra á tímabilinu fyrir skuldarann.

Þetta þarf augljóslega allt að rannsaka ítarlega.

Baldvin Jónsson, 4.5.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Baldvin, ef þú heldur skuld frá vanskilum, þá verður hún alltaf ódýrari fyrir þig heldur en skuld sem fer í vanskil. Hversu ósanngjarn höfuðstóll eða himinháir vextir sem á henni eru - þá eru dráttarvextir og vanskilakostnaður til viðbótar alltaf dýrara. Það eru fjölmörg úrræði sem í boði eru, sem leiða til þess að greiðslufall verður ekki hjá aðilum. Mörg þessara úrræða fást ekki með skuldina í vanskilum, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að semja við kröfuhafa. Semja aftur og aftur og aftur ef það er það sem með þarf til þess að forðast vanskil.

Bottom line: vanskil eru alltaf óhagstæðari en samningar, hversu slæmir sem samningarnir eru.

Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 00:23

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gylfi hefur haarderast.  Hann er ekki lengur ópólitískur, hann gengur erinda Samspillingarinnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 01:19

10 identicon

Þessi vill að fólkið borgi fyrir glæpabanka og kæruleysi yfirvalda:

http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/869498/

EE elle (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:30

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Kristinn, ef lánasafn er keypt með afslætti þá er það vegna þess að ljóst er að mismunurinn mun þurfa að afskrifa. Við kaupin er ekki ljóst hvaða lán þarf að afskrifa og þess vegna er innheimtu haldið áfram í bili.

Það er ekki verið að kaupa hvert einasta lán á 80/50/30% af andvirði þess - alls ekki. Sum lán munu sem betur fer innheimtast 100% og því væri furðulegt að gefa afslátt af þeim, á meðan önnur lán munu innheimtast kannski 10%, 20% eða 50%. Allt vegið saman gefur okkur verðið sem lánasafnið fæst keypt á. Ef staðan verður þannig eftir 3 ár að ríkisbankarnir hafa komið út úr kaupunum á lánasöfnunum í hagnaði, þá (og fyrst þá) er eðlilegt að skoða niðurfellingu skulda þeirra aðila sem skulduðu umrædd lánasöfn. Það gengur hins vegar ekki að gera það fyrirfram, því það veikir stöðu nýju bankanna og eykur líkur á stærra framlagi frá ríki (í gegnum skattana okkar).

Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 11:02

12 Smámynd: Magnús Stefánsson

Smá athugasemd.

Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir lán með veði í húsnæði hérna á landi er að lang mestu leyti fjármagnað af lífeyrissjóðunum. Lífeyrisjóðirnir eru stærsu eigendur að íbúðabréfum, flestir lífeyrissjóðir hafa veitt lífeyrissjóðslán og bankarnir (Kaupþing sérstaklega) hafa vafið hluta íbúðalána sinni í skuldavafning og selt lífeyrissjóðanna.

Þú spyrð

"Er það sanngjörn krafa að fólkið sem var blekkt af ríkisstjórninni um raunverulega stöðu mála, borgi að fullu kostnaðinn af lyginni?"

er það sanngjörn krafa að fá færa kostnaðinn yfir á foreldra okkar?

Magnús Stefánsson, 4.5.2009 kl. 11:12

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Lausn á þessum málum er forsenda friðar í landinu. Öll önnur málefni eru smámál miðað við það ástand sem skapast þegar frið- og siðrof verður í samfélagi.

Héðinn Björnsson, 4.5.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Elfur, eins og þú sjálf veist fyllilega snýr málið ekki að hefðbundinni stöðu innheimtumála heldur að því að höfuðstóll lána á Íslandi hefur hækkað um rúm 20% og það að stærstum hluta vegna AÐGERÐARLEYSIS ríkisstjórnarinnar. Það er því eðlilegt að fólk sé að skoða hver ber ábyrgðina og hvort að sá sem ábyrgðina ber eigi ekki að greiða skaðann.

Magnús, Lífeyrissjóðirnir eiga aðeins lítinn hluta fasteignalána bankanna. Lífeyrissjóðirnir tóku hins vegar mjög virkan þátt í plottinu sem á endanum keyrði bankana á Íslandi, og landann með, í þrot. Hjá Lífeyrissjóðunum hefur hins vegar ekkert gerst vegna málsins að því undanskildu að VR félagar settu formanninn sinn af. Hvað með alla hina algerlega vanhæfu stjórnendurnar?
Það hefur verið reiknað út að það sé mun ódýrara að afnema verðtrygginguna af lánum handvirkt aftur í tímann og bæta núverandi lífeyrisþegum skaðann í beingreiðslum núna, með þeirri leið þurfa foreldrar þínir þá ekki að borga nema lítinn hluta. Foreldrar þínir eru hins vegar, eins og við hin, leiksoppar fjárglæframannanna sem reka lífeyrissjóða kerfið á Íslandi. Fólksins sem hefur tekist að reka það kerfi með lítilli sem engri ávöxtun en samt afar hárri áhættu árum saman. Heppin?

Baldvin Jónsson, 4.5.2009 kl. 11:33

15 Smámynd: Elfur Logadóttir

Baldvin, ef þú ert að segja að ríkið beri ábyrgðina og eigi þess vegna að bera skaðann, þá ertu í raun að segja að þú og ég og allir hinir eigum að bera skaðann. Hver er þá ávinningurinn?

Höfuðstóll lána hefur hækkað um 20% síðasta árið vegna aðgerða fyrri ríkisstjórna. Það tók Sjálfstæðisflokkinn 16 ár að tryggja hér ástand sem gæti ekki annað en farið til fjandans. Stærstan hluta af þeim 16 árum var við hlið hans Framsóknarflokkur stórra loforða og slagorða. Báðir þessir flokkar sköpuðu hér aðstæður sem setja okkur í þessa skelfilegu stöðu sem ég hef oftar en einu sinni líkt við djúpan skít.

Það breytir ekki því að þessir tveir flokkar í ríkisstjórn sköpuðu hér aðstæðurnar og skilyrðin en framkvæmdu ekki gerninginn. Þeim aðilum sem framkvæmdu gerningana þarf að refsa ekki spurning og vonandi berum við ekki mikinn skaða af því að Sjálfstæðisflokkurinn handvaldi þann mann sem um þær rannsóknir á að fjalla.

Ríkisbankarnir sem hér voru stofnaðir í haust til þess að taka yfir tiltekna starfsemi hinna vondu mógúla sem hér voru reknir í líki bankastofnana, bera enga ábyrgð á því ástandi sem upp er komið og veiking á eignasafni þeirra gerir engum gott og bitnar á okkur sjálfum því það eykur skattbyrði okkar eða skerðir enn frekar þá þjónustu sem við krefjumst.

Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 11:47

16 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Gylfi - þér er hér með SAGT upp störfum - takk fyrir ekkert & bless - bless!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband