Gylfi Magnússon vill ekki að ríkisstjórnin þurfi að taka ábyrgð á aðild sinni að banka- og kerfishruninu
3.5.2009 | 17:36
Gylfi Magnússon hefur að mínu viti staðið sig nokkuð vel sem viðskiptaráðherra og mér hefur fundist hressandi að fylgjast með fagráðnum ráðherra, í stað pólitísks ráðherra, út tala sig um málefni ráðuneytisins hverju sinni. Er ferskur andblær í þessa hefðbundnu pólitísku umræðu.
Nú hins vegar ber svo við að Gylfi er farinn að horfa á málin með afar pólitískum gleraugum að mínu mati. Hér svarar hann fyrir vangaveltur í samfélaginu og virðist miða við það að ríkið hafi ekki verið gerandi í banka- og kerfishruninu og þar með ekki einn sökudólganna í því hvernig fór.
Með virkri þáttöku ríkisins varð hér gríðarlegt efnahagshrun þar sem að höfuðstóll lána hefur vaxið um um 20% frá því í janúar 2008, en það er sú dagsetning sem sanngjarnt er að miða við vegna þess að ríkisstjórnin vissi frá þeim tíma nákvæmlega hvert stefndi.
Er það sanngjörn krafa að fólkið sem var blekkt af ríkisstjórninni um raunverulega stöðu mála, borgi að fullu kostnaðinn af lyginni?
Réttlát leiðrétting á höfuðstóli lánanna er sanngjörn og eðlileg krafa og greiðsluverkfall er án nokkurs vafa eitt al sterkasta verkfærið til að vekja athygli á þeirri kröfu. Ég get ekki hvatt til þess opinberlega en tel engu að síður að fólk ætti að skoða sín eigin mál ítarlega. Það er að virðist rétt, að í mörgum tilfellum mun það koma betur út fyrir fólk að safna heldur peningum inn á annan reikning og eiga þá þar varasjóð til samninga, þegar í þrot er nánast komið.
Er Gylfi að verða pólitískur?
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Ég var enda við það að benda á þann möguleika að ef að fólk getur ekki borgað í krónum þá á það að borga í evrum.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 17:41
ja maður spyr sig.. það stendur einhverstaðar að vald spillir..
Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 17:45
Það þurfti nú ekki langan tíma að sjá að Gylfi er pólitískur, reyndar mátti sjá það áður en hann gerðist ráðherra
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:54
"Erlendir kröfuhafar samþykkja hugsanlega 80% niðurfellingu".
Með leyfi hvað áttu við? Í gjaldþrotaskiptum er ekki spurt hvað kröfuhafar geta sætt sig við. Í gjaldþrotaskiptum mega kröfuhafar þakka fyrir hverja krónu sem þeir fá.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 21:54
Baldvin, vonandi ertu maður til þess að taka ábyrgð á þeirri hvatningu sem þú virðist setja hér fram undir rós. Það er aldrei betra fyrir skuldara að fara í vanskil, það eykur bara skuldina, kostnaðinn og óþægindin.
Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 23:41
Blessaður Baddi.
Það er engin tilviljun að Gylfi sat á flokksþingi Sf. í marz...
Sigurjón, 4.5.2009 kl. 00:02
Elfur, eins og ég tek fram hér að ofan get ég eðlilega ekki hvatt til þessa en hver og einn þarf að skoða málið fyrir sig persónulega. Fullyrðing þín einfaldlega stenst ekki í fjölda tilfella að óþægindunum undanskildum. Það er vafalaust ekki þægilegt að verða gjaldþrota, en ef það er ljóst að þangað stefnir gæti sú hugmynd sem Vésteinn Gauti kynnti í Kastljósi fyrir nokkrum vikum síðan verið skásti kosturinn.
Kristinn, það sem meira er að þá skilst mér að bankarnir hafi breytt gengislánunum sem þeir lánuðu til fasteignakaupa, að stórum hluta yfir í íslenskar krónur í ársbyrjun 2008. Samkvæmt því eru þeir sem sagt núna að blóðmjólka landann á gengismuninum sem síðan hefur orðið. Þeir með lánin í íslenskum en fólk með gengislán að gera upp í erlendum og er munurinn víst ríflega 100% breyting til hins verra á tímabilinu fyrir skuldarann.
Þetta þarf augljóslega allt að rannsaka ítarlega.
Baldvin Jónsson, 4.5.2009 kl. 00:12
Baldvin, ef þú heldur skuld frá vanskilum, þá verður hún alltaf ódýrari fyrir þig heldur en skuld sem fer í vanskil. Hversu ósanngjarn höfuðstóll eða himinháir vextir sem á henni eru - þá eru dráttarvextir og vanskilakostnaður til viðbótar alltaf dýrara. Það eru fjölmörg úrræði sem í boði eru, sem leiða til þess að greiðslufall verður ekki hjá aðilum. Mörg þessara úrræða fást ekki með skuldina í vanskilum, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að semja við kröfuhafa. Semja aftur og aftur og aftur ef það er það sem með þarf til þess að forðast vanskil.
Bottom line: vanskil eru alltaf óhagstæðari en samningar, hversu slæmir sem samningarnir eru.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 00:23
Gylfi hefur haarderast. Hann er ekki lengur ópólitískur, hann gengur erinda Samspillingarinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 01:19
Þessi vill að fólkið borgi fyrir glæpabanka og kæruleysi yfirvalda:
http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/869498/
EE elle (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:30
Kristinn, ef lánasafn er keypt með afslætti þá er það vegna þess að ljóst er að mismunurinn mun þurfa að afskrifa. Við kaupin er ekki ljóst hvaða lán þarf að afskrifa og þess vegna er innheimtu haldið áfram í bili.
Það er ekki verið að kaupa hvert einasta lán á 80/50/30% af andvirði þess - alls ekki. Sum lán munu sem betur fer innheimtast 100% og því væri furðulegt að gefa afslátt af þeim, á meðan önnur lán munu innheimtast kannski 10%, 20% eða 50%. Allt vegið saman gefur okkur verðið sem lánasafnið fæst keypt á. Ef staðan verður þannig eftir 3 ár að ríkisbankarnir hafa komið út úr kaupunum á lánasöfnunum í hagnaði, þá (og fyrst þá) er eðlilegt að skoða niðurfellingu skulda þeirra aðila sem skulduðu umrædd lánasöfn. Það gengur hins vegar ekki að gera það fyrirfram, því það veikir stöðu nýju bankanna og eykur líkur á stærra framlagi frá ríki (í gegnum skattana okkar).
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 11:02
Smá athugasemd.
Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir lán með veði í húsnæði hérna á landi er að lang mestu leyti fjármagnað af lífeyrissjóðunum. Lífeyrisjóðirnir eru stærsu eigendur að íbúðabréfum, flestir lífeyrissjóðir hafa veitt lífeyrissjóðslán og bankarnir (Kaupþing sérstaklega) hafa vafið hluta íbúðalána sinni í skuldavafning og selt lífeyrissjóðanna.
Þú spyrð
er það sanngjörn krafa að fá færa kostnaðinn yfir á foreldra okkar?
Magnús Stefánsson, 4.5.2009 kl. 11:12
Lausn á þessum málum er forsenda friðar í landinu. Öll önnur málefni eru smámál miðað við það ástand sem skapast þegar frið- og siðrof verður í samfélagi.
Héðinn Björnsson, 4.5.2009 kl. 11:31
Elfur, eins og þú sjálf veist fyllilega snýr málið ekki að hefðbundinni stöðu innheimtumála heldur að því að höfuðstóll lána á Íslandi hefur hækkað um rúm 20% og það að stærstum hluta vegna AÐGERÐARLEYSIS ríkisstjórnarinnar. Það er því eðlilegt að fólk sé að skoða hver ber ábyrgðina og hvort að sá sem ábyrgðina ber eigi ekki að greiða skaðann.
Magnús, Lífeyrissjóðirnir eiga aðeins lítinn hluta fasteignalána bankanna. Lífeyrissjóðirnir tóku hins vegar mjög virkan þátt í plottinu sem á endanum keyrði bankana á Íslandi, og landann með, í þrot. Hjá Lífeyrissjóðunum hefur hins vegar ekkert gerst vegna málsins að því undanskildu að VR félagar settu formanninn sinn af. Hvað með alla hina algerlega vanhæfu stjórnendurnar?
Það hefur verið reiknað út að það sé mun ódýrara að afnema verðtrygginguna af lánum handvirkt aftur í tímann og bæta núverandi lífeyrisþegum skaðann í beingreiðslum núna, með þeirri leið þurfa foreldrar þínir þá ekki að borga nema lítinn hluta. Foreldrar þínir eru hins vegar, eins og við hin, leiksoppar fjárglæframannanna sem reka lífeyrissjóða kerfið á Íslandi. Fólksins sem hefur tekist að reka það kerfi með lítilli sem engri ávöxtun en samt afar hárri áhættu árum saman. Heppin?
Baldvin Jónsson, 4.5.2009 kl. 11:33
Baldvin, ef þú ert að segja að ríkið beri ábyrgðina og eigi þess vegna að bera skaðann, þá ertu í raun að segja að þú og ég og allir hinir eigum að bera skaðann. Hver er þá ávinningurinn?
Höfuðstóll lána hefur hækkað um 20% síðasta árið vegna aðgerða fyrri ríkisstjórna. Það tók Sjálfstæðisflokkinn 16 ár að tryggja hér ástand sem gæti ekki annað en farið til fjandans. Stærstan hluta af þeim 16 árum var við hlið hans Framsóknarflokkur stórra loforða og slagorða. Báðir þessir flokkar sköpuðu hér aðstæður sem setja okkur í þessa skelfilegu stöðu sem ég hef oftar en einu sinni líkt við djúpan skít.
Það breytir ekki því að þessir tveir flokkar í ríkisstjórn sköpuðu hér aðstæðurnar og skilyrðin en framkvæmdu ekki gerninginn. Þeim aðilum sem framkvæmdu gerningana þarf að refsa ekki spurning og vonandi berum við ekki mikinn skaða af því að Sjálfstæðisflokkurinn handvaldi þann mann sem um þær rannsóknir á að fjalla.
Ríkisbankarnir sem hér voru stofnaðir í haust til þess að taka yfir tiltekna starfsemi hinna vondu mógúla sem hér voru reknir í líki bankastofnana, bera enga ábyrgð á því ástandi sem upp er komið og veiking á eignasafni þeirra gerir engum gott og bitnar á okkur sjálfum því það eykur skattbyrði okkar eða skerðir enn frekar þá þjónustu sem við krefjumst.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 11:47
Gylfi - þér er hér með SAGT upp störfum - takk fyrir ekkert & bless - bless!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.