Enn eitt dæmið um mjög slæmar afleiðingar vanhæfrar ríkisstjórnar

Málið er einfalt, þegar að maður í atvinnu- eða eigin lífi stendur frammi fyrir gríðar stórri krísu, krísu sem er svo stór að maður hreinlega sér ekki fram úr henni að þá kemur maður að stað þar sem að maður þarf að leita sér aðstoðar sérfræðinga.

Þetta gerði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki heldur óð af stað í vanmætti og hroka, án tengsla við raunverulegt ástand og vildu á sama tíma fullvissa okkur um að allt væri í lagi með því að lofa okkur öllu fögru.

Um leið og ríkisstjórnin lofaði öllum innistæðu eigendum í Landsbankanum á Íslandi fullri tryggingu voru þau á sama tíma að taka á sig miklu meiri ábyrgðir en þau óraði fyrir. Ábyrgð á öllum sambærilegum reikningum Landsbankans hjá útibúum erlendis.

Þetta er því miður bara enn eitt dæmið um algert vanhæfi. Að starfa í hroka og ofurvissu á eigið ágæti er einfaldlega mjög slæmt veganesti fyrir hvaða verkefni sem er.


mbl.is Hollenskir sparifjáreigendur leita réttar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband