Treystir hinn almenni kjósandi Guðlaugi Þór?

Með eða án einhvers stimpils frá Ríkisendurskoðun held ég að Guðlaugur Þór sé búinn að vera í bili að minnsta kosti sem stjórnmálamaður. Ráðamenn þjóðarinnar verða að hafa til að bera eitthvert lágmarks traust og það virðist ekki vera mikið álit almenning á Guðlaugi Þór, að minnsta kosti ekki rétt í augnablikinu. Ég er ekki að taka persónulega afstöðu til hvorki gjörða hans eða siðferðis, eða því hvort að hann hafi yfirleitt tengst málinu nokkuð. Ég er hér aðeins að meta þau samskipti sem að ég hef átt við fólk um málið undanfarna daga.

En hvers vegna er Guðlaugur Þór einn fárra sem stillt hefur verið fram? Eru Sjálfstæðisflokksmenn að ota honum í ljónagryfjuna viljandi? Maður spyr sig.

Hér eru skýr skilaboð til þín frá Borgarahreyfingunni:

 


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sæl Baddi - nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert svo langt upp á hnúfubak að það er ekki ólíklegt að hafsjórinn af óánægjufylgi komi yfir til ykkar sem ekki getur hugsað sér að kjósa aðra óspillta flokka. Hefði þetta framboð ykkar tekist betur til veistu manna best að ég myndi fagna því vel og innilega en ég hef mínar skoðanir á þessu sem ég ætla þó að reyna að halda fyrir mig á meðan á þessari baráttu stendur (lofa þó engu ef lýðskrumarar á borð við Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurð Hr. halda áfram þessum fjórflokkslygaáróðri og persónulegu skítkasti á mig og alla sem dirfast að gangrýna ykkar, annars, ágætu hreyfingu).

En mig langar að leggja eina fyrirspurn til ykkar þar sem líklegast verði að Þráinn Bertelsson fari inn á þing - verði það einhver - þar sem hann er því kjördæmi sem hefur hvað hreyfanlegasta fylgið. Getur maðurinn ekki gefið út yfirlýsingu um að hann muni ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga í Framsóknarflokkinn komist hann á þing? Og í raun, finnst manni að allir leiðtogar ykkar í kjördæmunum ættu að gefa kjósendum ykkar loforð um slíkt hið sama, eða þ.e.a.s. að þeir muni ekki ganga í nokkurn annan flokk - því þið eruð jú fyrst og fremst að bjóða ykkur fram sem valkost út fyrir hina hefðbundnu flokka og því yrðu það mikil svik við ykkar kjósendur ef þingmenn Borgarahreyfinginar splúndrast inn í sína gömlu flokka komist þeir á þing og sjái svo fram á að eiga litla möguleika í næstu kosningum með Borgarahreyfingunni aftur.

Lifðu annars heill!

Þór Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

???

Sigurður Hrellir, 14.4.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Sigurjón

Ef ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að Guðlaugur hafi ekki borið ábyrgð á hinum löglegu en siðlausu bitlingum frá FL-group og LB, munt þú þá segja að ríkistendurskoðun hafi verið undir áhrifum af einhverjum í Sjálfstæðisflokknum?

Sigurjón, 14.4.2009 kl. 02:35

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þór, ég skal hugsa þetta aðeins og svara þér hér. Tel þó að slík yfirlýsing gæti aldrei náð út fyrir líftíma Borgarahreyfingarinnar, en mér finnst þetta góð hugmynd.

Sigurjón, ég tek hér að ofan enga afstöðu með sekt eða sakleysi Guðlaugs Þórs og skil því ekki innlegg þitt hér. Ég hef ekki hæfileika til þess að meta það hvort að úrskurður ríkisendurskoðunar myndi breyta almennings álitinu.

Ég er hins vegar hér að velta því fyrir mér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn virðist leggja svona mikið kapp á það að halda Guðlaugi Þór í umræðunni. Hvað varð um liðsheildina þar? Samstaða út á við? Allir fyrir einn? Þetta mál lyktar allt af því að nú eigi að gera persónur ábyrgar í stað þess að taka sameiginlega ábyrgð á því hvað gerðist og það er ómerkilegt. Enginn einn getur hafa borið ábyrgð á þessu verki.

Baldvin Jónsson, 14.4.2009 kl. 10:09

5 identicon

Þetta er lákúruleg umræða. Maðurinn er tilbúinn að setja öll sín mál í rannsókn en það dugar ekki til. Ég skal benda þér á frambjóðanda sem þyrði ekki að gera það sama og Guðlaugur gerði að láta óháðann aðila rannsaka sín mál. Svandís Svavarsdóttir samþykkti alla kaupréttarhafa í títtnefndu REI máli og færði þeim völd og peninga á silfurfati með þeirri aðgerð. Síðan fékk hún privat og persónulega fyrrverandi eiginmann sinn til að gera smá skyrslukorn um málið fjórar a4 síður og hann fékk litlar áttahundruð þúsund fyrir ómakið.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:09

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég endurtek hér fyrir þig Ómar, ég hef enga afstöðu tekið um Guðlaug Þór hér. Er aðeins að vitna til þeirra samskipta sem að ég hef átt við fólk um málið.

Ekki það að ég ætli þessu bloggi hér að verja sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, en ertu ekki staddur með stór grjót í glerhúsi þegar þú í sömu málsgrein talar um lágkúru í umræðu og rökstyður hana svo með einhverum ógreinilegum yfirlýsingum um Svandísi?

Baldvin Jónsson, 14.4.2009 kl. 10:23

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bíð spenntur eftir svari Baddi - það styttist í kosningar og kjósendur Borgarahreyfingarinnar eiga heimitingu á því að vita hvort maðurinn fer aftur í Framsókn þegar honum er runnin reiðin út í flokkinn eins og þegar honum rann reiðin út í flokkinn síðast þegar hann gekk úr honum eftir að Halldór hafði sent þjóðina í stríð í Írak, þá snéri hann aftur í sinn gamla flokk, er eitthvað sem bendir til þess að sama verði ekki uppi á teningnum núna?

Þór Jóhannesson, 15.4.2009 kl. 01:48

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hæ Þór. Þessi tillaga þín var tekin fyrir á stjórnarfundi hjá okkur í gærmorgun, biðst velvirðingar á því að hafa ekki svarað þér strax. Dagurinn hvarf nánast bara í brjálaða vinnu við að klára að leysa tæknilegt vandamál með lista frambjóðenda í Reykjavík suður og svo bolti og borgarafundur í kvöld.

Stjórnin vildi meina að hún gæti ekki krafist þess af frambjóðendum að þeir lofuðu að vera alltaf í Borgarahreyfingunni. Ekki frekar en að hægt er að krefjast þess af starfsmönnum að þeir muni alltaf starfa fyrir eitthvað tiltekið fyrirtæki.

Ég hef þó litlar áhyggjur af flótta fólks frá okkur til Framsóknarflokksins, sérstaklega þar sem að við virðumst vera að vaxa í að vera stærri hreyfing hjá þjóðinni en þeir

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 02:12

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hræsni - eins og mér grunaði. Þið talið um að aðrir séu svo miklir kerfiskallar og geti ekki hugsað út fyrir kassann og en svo eruð þið ekkert öðruvísi. Getið ekki hugsað út fyrir kassann.

Það kallast hrænsni!

Þór Jóhannesson, 15.4.2009 kl. 14:07

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þú túlkar það eftir þínu höfði Þór, eðlilega.

Þetta var niðurstaða meirihluta á stjórnarfundi hjá okkur og ég fylgi þeirri ákvörðun eðlilega. Hver og einn frambjóðandi þarf því að taka afstöðu til þessa persónulega.

Þó að ég hafi verið ósammála ályktun stjórnar með þetta í gær að þá er ég þó sammála því að það er ekki til lýðræðis aukningar að ætla að miðstýra hér öllu til að passa að allt sé eins og ÉG vil hafa lýðræðið. Það er ekki lýðræði heldur einræði. Ef einræði er að hugsa út fyrir kassann vill ég ekkert með það "frelsi" hafa.

Ég verð að þora að treysta lýðræðinu líka - annað væri ansi mikil hræsni.

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:03

11 Smámynd: Sigurjón

Nú er Þór vafalaust flokksdindill í VG.  Ætli menn þar á bæ sverji flokknum hollustueið og lofa því að ganga aldrei úr flokknum, né kjósa neitt annað...

Sigurjón, 15.4.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband