Treystir hinn almenni kjósandi Guðlaugi Þór?
14.4.2009 | 00:49
Með eða án einhvers stimpils frá Ríkisendurskoðun held ég að Guðlaugur Þór sé búinn að vera í bili að minnsta kosti sem stjórnmálamaður. Ráðamenn þjóðarinnar verða að hafa til að bera eitthvert lágmarks traust og það virðist ekki vera mikið álit almenning á Guðlaugi Þór, að minnsta kosti ekki rétt í augnablikinu. Ég er ekki að taka persónulega afstöðu til hvorki gjörða hans eða siðferðis, eða því hvort að hann hafi yfirleitt tengst málinu nokkuð. Ég er hér aðeins að meta þau samskipti sem að ég hef átt við fólk um málið undanfarna daga.
En hvers vegna er Guðlaugur Þór einn fárra sem stillt hefur verið fram? Eru Sjálfstæðisflokksmenn að ota honum í ljónagryfjuna viljandi? Maður spyr sig.
Hér eru skýr skilaboð til þín frá Borgarahreyfingunni:
Óskar úttektar á störfum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 358727
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Sæl Baddi - nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert svo langt upp á hnúfubak að það er ekki ólíklegt að hafsjórinn af óánægjufylgi komi yfir til ykkar sem ekki getur hugsað sér að kjósa aðra óspillta flokka. Hefði þetta framboð ykkar tekist betur til veistu manna best að ég myndi fagna því vel og innilega en ég hef mínar skoðanir á þessu sem ég ætla þó að reyna að halda fyrir mig á meðan á þessari baráttu stendur (lofa þó engu ef lýðskrumarar á borð við Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurð Hr. halda áfram þessum fjórflokkslygaáróðri og persónulegu skítkasti á mig og alla sem dirfast að gangrýna ykkar, annars, ágætu hreyfingu).
En mig langar að leggja eina fyrirspurn til ykkar þar sem líklegast verði að Þráinn Bertelsson fari inn á þing - verði það einhver - þar sem hann er því kjördæmi sem hefur hvað hreyfanlegasta fylgið. Getur maðurinn ekki gefið út yfirlýsingu um að hann muni ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga í Framsóknarflokkinn komist hann á þing? Og í raun, finnst manni að allir leiðtogar ykkar í kjördæmunum ættu að gefa kjósendum ykkar loforð um slíkt hið sama, eða þ.e.a.s. að þeir muni ekki ganga í nokkurn annan flokk - því þið eruð jú fyrst og fremst að bjóða ykkur fram sem valkost út fyrir hina hefðbundnu flokka og því yrðu það mikil svik við ykkar kjósendur ef þingmenn Borgarahreyfinginar splúndrast inn í sína gömlu flokka komist þeir á þing og sjái svo fram á að eiga litla möguleika í næstu kosningum með Borgarahreyfingunni aftur.
Lifðu annars heill!
Þór Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 01:13
???
Sigurður Hrellir, 14.4.2009 kl. 02:23
Ef ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að Guðlaugur hafi ekki borið ábyrgð á hinum löglegu en siðlausu bitlingum frá FL-group og LB, munt þú þá segja að ríkistendurskoðun hafi verið undir áhrifum af einhverjum í Sjálfstæðisflokknum?
Sigurjón, 14.4.2009 kl. 02:35
Þór, ég skal hugsa þetta aðeins og svara þér hér. Tel þó að slík yfirlýsing gæti aldrei náð út fyrir líftíma Borgarahreyfingarinnar, en mér finnst þetta góð hugmynd.
Sigurjón, ég tek hér að ofan enga afstöðu með sekt eða sakleysi Guðlaugs Þórs og skil því ekki innlegg þitt hér. Ég hef ekki hæfileika til þess að meta það hvort að úrskurður ríkisendurskoðunar myndi breyta almennings álitinu.
Ég er hins vegar hér að velta því fyrir mér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn virðist leggja svona mikið kapp á það að halda Guðlaugi Þór í umræðunni. Hvað varð um liðsheildina þar? Samstaða út á við? Allir fyrir einn? Þetta mál lyktar allt af því að nú eigi að gera persónur ábyrgar í stað þess að taka sameiginlega ábyrgð á því hvað gerðist og það er ómerkilegt. Enginn einn getur hafa borið ábyrgð á þessu verki.
Baldvin Jónsson, 14.4.2009 kl. 10:09
Þetta er lákúruleg umræða. Maðurinn er tilbúinn að setja öll sín mál í rannsókn en það dugar ekki til. Ég skal benda þér á frambjóðanda sem þyrði ekki að gera það sama og Guðlaugur gerði að láta óháðann aðila rannsaka sín mál. Svandís Svavarsdóttir samþykkti alla kaupréttarhafa í títtnefndu REI máli og færði þeim völd og peninga á silfurfati með þeirri aðgerð. Síðan fékk hún privat og persónulega fyrrverandi eiginmann sinn til að gera smá skyrslukorn um málið fjórar a4 síður og hann fékk litlar áttahundruð þúsund fyrir ómakið.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:09
Ég endurtek hér fyrir þig Ómar, ég hef enga afstöðu tekið um Guðlaug Þór hér. Er aðeins að vitna til þeirra samskipta sem að ég hef átt við fólk um málið.
Ekki það að ég ætli þessu bloggi hér að verja sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, en ertu ekki staddur með stór grjót í glerhúsi þegar þú í sömu málsgrein talar um lágkúru í umræðu og rökstyður hana svo með einhverum ógreinilegum yfirlýsingum um Svandísi?
Baldvin Jónsson, 14.4.2009 kl. 10:23
Bíð spenntur eftir svari Baddi - það styttist í kosningar og kjósendur Borgarahreyfingarinnar eiga heimitingu á því að vita hvort maðurinn fer aftur í Framsókn þegar honum er runnin reiðin út í flokkinn eins og þegar honum rann reiðin út í flokkinn síðast þegar hann gekk úr honum eftir að Halldór hafði sent þjóðina í stríð í Írak, þá snéri hann aftur í sinn gamla flokk, er eitthvað sem bendir til þess að sama verði ekki uppi á teningnum núna?
Þór Jóhannesson, 15.4.2009 kl. 01:48
Hæ Þór. Þessi tillaga þín var tekin fyrir á stjórnarfundi hjá okkur í gærmorgun, biðst velvirðingar á því að hafa ekki svarað þér strax. Dagurinn hvarf nánast bara í brjálaða vinnu við að klára að leysa tæknilegt vandamál með lista frambjóðenda í Reykjavík suður og svo bolti og borgarafundur í kvöld.
Stjórnin vildi meina að hún gæti ekki krafist þess af frambjóðendum að þeir lofuðu að vera alltaf í Borgarahreyfingunni. Ekki frekar en að hægt er að krefjast þess af starfsmönnum að þeir muni alltaf starfa fyrir eitthvað tiltekið fyrirtæki.
Ég hef þó litlar áhyggjur af flótta fólks frá okkur til Framsóknarflokksins, sérstaklega þar sem að við virðumst vera að vaxa í að vera stærri hreyfing hjá þjóðinni en þeir
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 02:12
Hræsni - eins og mér grunaði. Þið talið um að aðrir séu svo miklir kerfiskallar og geti ekki hugsað út fyrir kassann og en svo eruð þið ekkert öðruvísi. Getið ekki hugsað út fyrir kassann.
Það kallast hrænsni!
Þór Jóhannesson, 15.4.2009 kl. 14:07
Þú túlkar það eftir þínu höfði Þór, eðlilega.
Þetta var niðurstaða meirihluta á stjórnarfundi hjá okkur og ég fylgi þeirri ákvörðun eðlilega. Hver og einn frambjóðandi þarf því að taka afstöðu til þessa persónulega.
Þó að ég hafi verið ósammála ályktun stjórnar með þetta í gær að þá er ég þó sammála því að það er ekki til lýðræðis aukningar að ætla að miðstýra hér öllu til að passa að allt sé eins og ÉG vil hafa lýðræðið. Það er ekki lýðræði heldur einræði. Ef einræði er að hugsa út fyrir kassann vill ég ekkert með það "frelsi" hafa.
Ég verð að þora að treysta lýðræðinu líka - annað væri ansi mikil hræsni.
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:03
Nú er Þór vafalaust flokksdindill í VG. Ætli menn þar á bæ sverji flokknum hollustueið og lofa því að ganga aldrei úr flokknum, né kjósa neitt annað...
Sigurjón, 15.4.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.