Siðleysi Sjálfstæðisflokks forystunnar heldur áfram að opinberast

Í gær átti að fórna fyrrum formanni á spillingarbálið til þess að verja hagsmuni flokksins. Það fannst mér afar ljótur en augljós leikur af þeirra hálfu. Í dag kemur í ljós að Guðlaugur Þór er hvatamaðurinn og því miður finnst mér þetta vera eitthvað sem myndi passa algerlega við mína tilfinningu af honum í gegnum árin.

Ég skil hreint ekkert orðið í mörgum a þeim góðu félögum sem að ég á innan Sjálfstæðisflokksins. Þið eruð gott og siðlegt fólk, þið eruð fólk sem hafið haldið ykkur innan flokksins vegna bæði hollustu og þeirrar einlægu trúar að flokkurinn sé besta leiðin til að koma hér á raunverulegum endurbótum og heilbrigðu samfélagi.

Hvað þarf mikið að ganga á til að þið vaknið af Þyrnirósar svefninum?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir sem eru ekki vaknaðir í þessu gamla spillingarbæli, sem ég nota bene tilheyrði Baldvin, (og kannski þú líka?) þeir vakna ekkert og geta ekkert vaknað. Ef farið yrði um með samskotabaukinn í dag, þá mundu þeir ná inn í hvelli fyrir þessum 55 millum.

Þetta er miklu meira í ætt við heilaþvott eða eitthvað álíka, eins og sjá mátti varðandi undirtektir við ræðu Davíðs á trúarsamkomunni hjá þeim á dögunum. Þakkaðu bara fyrir að tilheyra ekki þessum söfnuði.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 11:23

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æi já þetta er sorglegt með hinn óbreytta sjálfstæðismann sem getur ekki vaknað. En kannski skiljanlegt þar sem allt hið góða sem þeir hafa trúað á hefur reynst sýndarveröld og leiðtogar þeirra ekki hótinu skárri en ótýndir glæpamenn.

Arinbjörn Kúld, 9.4.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Hlédís

Sæll Baldvin!

Undirrituð sá blogg einlægs sjálfsstæðismanns í gær. Hann stakk uppá að HÆKKA framlög fastra styrktaraðila Flokksins. Leyfi mér að vísa hér í umræðu um valdaferil umrædds flokks: http://disdis.blog.is/f/dis/entry/849179/#comments

Hlédís, 9.4.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Spillingarbæli er mjög gott orð, ennþá betra er þegar bent er á þá SORGLEGU staðreynd að RÁNFUGLINN er því miður "baneitraður sérhagsmunaflokkur" og segja má að honum sé í raun "fjarstýrt af LÍÚ, SA og Viðskiptaráði (Herforingjaráðinu)" - þarna eru sem sagt "peningar sem stýra stærsta stjórnmálaflokki landsins" - þeir báðu um t.d. "frítt spil og fengu það" - þeir báðu um "ekki taka af okkur kvótaúthlutun og fengu það" - hvað sem þið gerið, þá setjið ÁVALT okkar hagsmuni í fyrsta sæti, hagsmunni flokksins í annað sæti, hagsmunir þjóðarinnar eru síðan bara "afgangsstærð".  Ég sem fyrrum sjálfstæðismaður á fullt af vinnum innan þessa flokks sem á einhvern óskiljanlegan hátt halda endarlaust tryggð við flokkforystuna, þó svo sú forysta fari ekki eftir "gildum flokksins sem hann var stofnaður um" - þetta er ekki boðlegt - minnir á "blinda trúarsamkomu ofstækisfólks" sem er til í að ganga enn og aftur fram af björgum til að sýna "auðvaldinu" fram á tryggð sýna við það...  Farið hefur "fé betra...!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta hefur viðgengist í flokkunum öllum kallinn minn það veistu vel , gerir það ekki rétt en svona voru og án efa verða viðskiptinn áfram bara með einum eða öðrum hætti.

Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 14:56

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Ómar, það er rétt og verður eflaust áfram en nú er búið að minnsta kosti að torvelda það með lögum.

En ekkert framboð þáði neitt í líkingu við þessar upphæðir nema Samfylkingin sem virðist einnig hafa skyndilega fengið ríflega 30 milljónum meira í styrki þetta árið en árin á undan og eftir. Samfylkingin þarf líka að skýra það fyrir okkur hvernig stendur á því misræmi í þeirra bókhaldi. 

Baldvin Jónsson, 9.4.2009 kl. 15:29

7 Smámynd: Ómar Ingi

Rétt Bladvin en ...

Where there´s a will there is a way , en gott að það sé verið að vinna í þessum málum.

Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 15:40

8 Smámynd: Hlédís

Einmitt, Ómar!

'maður' spyr ekki hvort mútur verði greiddar framvegis, heldur hvernig.

Hlédís, 9.4.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband