Takk Bjarni fyrir slaginn - hann varð styttri en til stóð en það er við mikinn lýðræðishalla að etja
3.4.2009 | 23:26
Já og er enn fyrir okkur í Borgarahreyfingunni.
Það eru nokkrir þröskuldar sem þarf að yfirstíga til þess að geta boðið fram á Íslandi. Þröskuldar sem voru upp settir af fjórflokknum til þess að virðist að koma í veg fyrir að ný lítil framboð næðu fram að ganga.
Við erum að tala um hluti eins og að til þurfi 2520 undirskriftir í eiginhandarritun þeirra sem mæla með að framboðið fái fram að ganga, hluti eins og 5% þröskuldinn sem svo mikið hefur verið um rætt. Það er gríðarleg vinna í því fólgin að stilla upp alls 126 einstaklingum í framboð til þess að geta boðið fram í öllum kjördæmum og þurfa svo að fá 30-40 sinnum þann fjölda sem meðmælendur með framboðinu.
Hvers vegna þarf svona miklar kröfur? Fjórflokkurinn segir að það sé til þess að koma í veg fyrir einhver grínframboð. En bíddu, má það ekki líka í lýðræðisríki?
Er ekki staðreyndin sú að þeim líður orðið svo vel með sínar hátt í 400 milljónir í ríkisstyrki til að auglýsa sjálfa sig í framboði að þeir vilja einfaldlega tryggja að þeir sitji einir að kjötkötlunum. Já, það eru um 380 milljónir sem að flokkarnir úthluta sér til þess að heyja kosningabaráttu á kostnað kjósenda, kjósenda sem svo jafnvel hafa lítinn áhuga á þeim og ætla sér að kjósa eitthvað annað.
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing er þrátt fyrir þessa þröskulda á fljúgandi ferð og við erum afar bjartsýn á gott gengi í komandi kosningum. Við byggjum á mjög góðri lýðræðislega saminni stefnuskrá og mörgum afar góðum frambjóðendum. Frambjóðendum sem að hafa staðið vaktina frá því í byrjun október í mótmælum og aðgerðum, fólki sem hefur sýnt fram á að það er tilbúið til þess að berjast sannarlega fyrir heimilin í landinu og eru ekki bundin af tengslum við sérhagsmunahópa um allt samfélagið. Frambjóðendum sem eru um það sammála að ráða eigi síðan sérfræðinga til þess að stýra ráðuneytunum, bæði ráðuneytisstjórunum og ráðherrum. Það er lágmarkskrafa að málaflokkum sé stýrt af fólki sem hefur til þess bæra menntun og reynslu.
X við O er að taka afstöðu með heimilunum í landinu.
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 358732
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Mér finnst afar skynsamlegt hjá Bjarna Harðar og félögum að hætta við framboðið. Það er bara ekki rétta leiðin til að ná að hafa áhrif að bjóða fram. Vona svo sannarlega að þið í Borgarahreyfingunni gerið ykkur grein fyrir þessu líka. Það er mun sterka að mynda þverpóitík samtök um að koma ákveðnum málum eins og lýðræðisumbótum á. Hagsmunasamtök heimilanna eru gott dæmi um slíkt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 23:34
Sæll Reynir og takk fyrir innlitið. Það er nú svo að enginn veit sína ævi fyrr en öll er, en ég hef enn þá trú á að við munum ná 7-10% fylgi. Þetta kemur allt í ljós væntanlega á næstu 2-3 vikum.
Baldvin Jónsson, 4.4.2009 kl. 00:18
Eftir því sem fleirri rækta sjálfa sig til að taka þátt í stjórnmálum því betra og sterkara verður lýðræðið!
Sé lýðræðið veikt og sjúkt er það okkur um að kenna sem þjóð!
Tryggt verði fyrir alþingiskosningar að álver rísi
Eftir Helga Bjarnason
"Reykjanesbæjarlistinn mun leggja áherslu á að styðja sérstaklega við minni og meðalstór framleiðslufyrirtæki ásamt fyrirtækjum sem eru í ferðaþjónustu sem vilja hefja rekstur hér í Reykjanesbæ og þeim sem eru hér fyrir en eiga erfitt uppdráttar eins og fiskiðnaðurinn. Við viljum álver í Helguvík og viljum ekki sjá leigusamninga með fyrirvörum sem búa til væntingar hjá kjósendum svona rétt fyrir kosningar, heldur viljum við að tryggt verði fyrir næstu alþingiskosningar að álverið rísi. Það er ríkisstjórnin sem ræður hvar síðasta álverið verður hér á landi þar sem Ísland er aðili að Kyoto-bókuninni. Nýjustu tíðindin í álversmálum geta hæglega gert væntingar um álver í Helguvík að engu eftir að iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, skrifaði undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 17. maí sl. ásamt Alcoa og Húsavíkurbæ um að leggja af stað með vinnu við að finna niðurstöðu sem gerði Alcoa kleift að meta hvort þeir vilji byggja 250.000 tonna álver á Húsavík. Þessi meðbyr Valgerðar innan ríkisstjórnarinnar núna hefur fengið okkur til að efast um hæfni A-listans og Sjálfstæðisflokksins hér í bæ til að koma því í höfn að álver rísi í Helguvík vegna tengsla þeirra við þessa ríkisstjórn."
Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður innheimtu gjalda vegna vistunar barna á leikskólum?
"Reykjanesbæjarlistinn telur nauðsynlegt að koma á gjaldfrjálsum leikskóla í áföngum. Við viljum svo finna nýjar tekjur sem geta tryggt að leikskóli geti orðið gjaldfrjáls að fullu. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því það er undirstaða velferðar hvers bæjarfélags. Við teljum atvinnumál hafa setið á hakanum mjög lengi hér í Reykjanesbæ þar sem bæjarstjórnin hefur verið of upptekin við að breyta eigum sínum í peninga til að getað fegrað bæinn og um leið búið til atvinnu tímabundið. Það hefur falið á sama tíma raunverulegt atvinnustig hér í bænum sem hægt er að byggja á til framtíðar. Við viljum leggja niður Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum til hagræðis og sameina Suðurnesjabyggðir í eitt sterkt sveitarfélag til mótvægis við höfuðborgarsvæðið, það myndi stórauka tekjurnar sem tryggði að hægt yrði að klára dæmið að koma á gjaldfrjálsum leikskóla á öllu svæðinu og gott betur."
Telur þú unnt að auka stuðning við fjölskyldur í Reykjanesbæ og hvaða atriði ættu þá að hafa forgang á næsta kjörtímabili?
"Reykjanesbæjarlistinn vill að fólk með lágar tekjur fái tækifæri til að sækja sér vinnu inn á höfuðborgarsvæðið og verði styrkt af bæjarfélaginu til þeirra ferða. Við skilgreinum lágar tekjur laun sem eru lægri en 170.000 krónur á mánuði. Reykjanesbæjarlistinn vill að farið verði gaumgæfilega ofan í verklagsreglur fjölskylduþjónustunnar, til dæmis að meðlagsgreiðendur verði skilgreindir sem framfærendur barna sinna. Við viljum aðlaga grunnskólana enn frekar að þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra, og sérstaklega líta til með þeim sem eiga erfitt uppdráttar, börnum með ofvirkni, athyglisbrest og annað sem snýr að geðheilbrigði sem dæmi."
Styður þú áframhaldandi samvinnu við Fasteign hf. um uppbyggingu og rekstur húsnæðis fyrir bæjarfélagið eða telur þú að kaupa eigi til baka þær eignir sem lagðar hafa verið inn í Fasteign? Hvað ræður afstöðu þinni?
"Reykjanesbæjarlistinn telur það hafa verið mistök að fara þá leið á sínum tíma að selja fasteignir bæjarins en eins og umhorfs er í atvinnumálum hér á svæðinu í dag teljum við að það sé ekki tímabært að eyða orkunni í að hrófla við þessu. Við getum ekki séð að það sé ódýrara að taka marga milljarða króna lán, gengistryggt með tilheyrandi kostnaði af lántökunni og af stimpilgjöldunum. Reykjanesbær hefur selt allar fasteignir sínar til Fasteignar hf. sem leigði svo Reykjanesbæ eignirnar strax eftir gerð afsala. Þetta er nú allur galdurinn við það hvers vegna svo mikið eigið fé varð til í bæjarsjóði allt í einu sem gerði Reykjanesbæ svo kleift að fara í miklar framkvæmdir hér undanfarin ár sem sannalega hafa fegrað bæinn okkar mikið. Reykjanesbær mun hér eftir að óbreyttu gera leigusamninga fyrirfram við Fasteign hf., svo semja þeir við viðkomandi verktaka um að reisa byggingu fyrir Fasteign hf. sem bærinn tekur svo við að framkvæmd lokinni samkvæmt leigusamningi, sem dæmi má nefna nýju sundlaugina. Hér er um að ræða gengistryggða leigusamninga sem hafa hækkað um 30% frá áramótum vegna gengisfalls krónunnar. Reykjanesbær á 35% í Fasteign hf. í formi hlutabréfa og erfitt er að átta sig á verðmæti þeirra því erfitt er að sjá hver vill kaupa hlut í grunnskólabyggingu, til dæmis."
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið beiti sér vegna breytinga hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli? Hvaða tækifæri telur þú að kunni að felast í stöðunni?
"Reykjanesbæjarlistinn leggur áherslu á í samningum við Bandaríkjamenn að við fáum full afnot af olíubirgðastöðinni í Helguvík og að hún sinni eldsneytisþörf Keflavíkurflugvallar og Suðurnesja í heild sinni. Ef fram fer sem horfir með herinn mun flugtengd starfsemi á alþjóðavísu aukast stórlega í framtíðinni.Við viljum einnig beina því til stjórnvalda að vegna brotthvarfs hersins verði leyfðar frjálsar krókaveiðar smábáta við Reykjanesið allt að 6 sjómílur út og svæðið lokað öllum öðrum veiðarfærum. Þessi heimild verði aðeins veitt þeim aðilum sem skráðir eru og landa aflanum á svæðinu. Þessi aðgerð myndi líka leggja af leiguliðaútgerðir (nútímaþrælahaldið) sem flestar eru hér á landinu. Þá fyrst gætu menn gert út með reisn og skilað einhverju til samfélagsins hér í stað þess, eins og það hefur verið allmörg ár, að allur ágóðinn fari beint til sægreifanna sem búa ekki hér svæðinu og skaðinn sé okkar."
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Óflokksbundinn og veit ekkert hvað ég á að kjósa í kosningunum 25.apríl nk. en ég veit hvern ég ætla ekki að kjósa.
Áfram Ísland!!
B.N. (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 09:21
sæll Baldvin Jónsson
Ég er enn að bíða eftir því að sjá listann hjá ykkur hér í mínu kjördæmi norð-austur hvar er hann að finna?
Hilmar Dúi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 13:33
Norð austur listinn er langt kominn en ekki endanlega því miður. Við erum þó að sjálfsögðu enn að þrýsta mjög sterkt á að ríkisstjórnin standi við loforðin sín um að fram megi koma með óraðaða lista.
Formaðurinn okkar hann Herbert Sveinbjörnsson sem er fæddur og uppalinn á Akureyri og Hjálmar Hjálmarsson leikar sem er frá Dalvík, munu báðir væntanlega verða ofarlega á listum í NA kjördæmi.
Kosningastjórinn okkar biðst velvirðingar, NA er síðasti listinn sem er ekki enn frá genginn og verður lokað á allra næstu dögum.
Baldvin Jónsson, 4.4.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.