Sjálfstæðisflokkurinn býr til nauðsynina á skattahækkunum og kennir svo öðrum um að ræða það

Merkilegt, stórmerkilegt. Afneitun flokksins er enn alger. Þeir réðu hér lögum og lofum í 18 ár, já reyndar í 55 ár af 64, en kannast samt ekki enn við að ástandið sé skapað af þeim sjálfum.

Skattahækkanir þær sem hafa verið ræddar eru að virðist því miður bráðnauðsynlegar. Ég hef litla trú á því að án þeirra verði rekið hér það kerfi sem við þekkjum. Ætli heyrðist ekki hátt í okkur ef heilbrigðiskerfið færi að rukka okkur að stórum hluta fyrir þá þjónustu sem við þar sækjum? Eða ef kæmu upp tollhlið á nokkra fjölfarna staði á þjóðvegi 1? Eða ef við þyrftum að fara að greiða stórfé árlega til að greiða fyrir skólavist barnanna okkar?

Þetta er einfaldlega staðan sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað okkur. Með sjálftöku og einkavinavæðingu, en öðru fremur með algerri vanhæfni í eftirliti með bankastarfsemi, er ástandið nú þetta.

Á í alvöru núna að reyna að kenna Steingrími J. um ástandið??

Þessu liði þarf einfaldlega að gefa frí. Kjósum Borgarahreyfinguna og tökum til í kerfinu. Sópum út spillingunni og hagsmunatengslunum. Búum aftur til frjálst Ísland!

http://xo.is fyrir nánari upplýsingar.


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband