Skemmtilegt - Ísland er á eldvirkni korti heimsins

Þetta er flottur listi og gaman að lesa þarna í gegn. Ég sakna þó Lakagíga í upptalningunni og þeirrar staðreyndar að þeir ættu án vafa að vera á lista á undan til dæmis Krakatau. Lakagíga gosið er mesta gos á jörðunni í tíð mannsins, þar rann um 565 fkm hraun og áætlað er að askan og gjóskan sem steig til himins hafi verið margfalt það magn.

Móðuharðindin sem fylgdu eru okkur Íslendingum flestum vel kunn, það sem færri vita er að sjá má afleiðingar þessa goss í sögunni þegar lesið er um þetta tímabil um alla Evrópu. Væntanlega var þetta gos til dæmis upphaf frönsku byltingarinnar þegar að uppskeru brestur varð mikill í Frakklandi vegna þessa.

Ég er líka mjög glaður að sjá Santorini á þessum lista. Það er einn af mínum uppáhaldsstöðum í heiminum. Afar falleg eyja með mikla sögu og að hluta til dulúðuga þar sem margir telja að þar sé að finna leifar Atlantis, eða að náttúruhamfarirnar sem þar gengu yfir hafi eytt Atlantis. Ofsalega fallegt þar og gott að vera.


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Svalur listi þetta

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband