Skítt með þjóðina - Geir Haarde biður flokkinn sinn afsökunar
27.3.2009 | 00:37
Ég er hættur að undrast þegar kemur að algerum skorti á veruleika skynjun hjá Geir H. Haarde. Hann virðist einfaldlega bara vera í körftugri afneitun á aðstæður og á það hvað hér gerðist.
Geir biður flokkinn sinn afsökunar en sýnir þjóðinni bara hroka með yfirlýsingum sínum. Hvernig ber hann ekki ábyrgð á "afglöpum og lögbrotum fyrirferðarmikilla manna í bönkum og atvinnulífi" eins og hann segir í ræðunni? Var það ekki undir hans stjórn sem forsætisráðherra sem að eftirlitið var lítið sem ekkert?
Ég er að sjálfsögðu sammála því að það hafi verið risavaxin mistök að falla frá hugmyndum um dreifða eignaraðild við sölu bankanna, en hef litla trú á því að það hafi verið tilviljun.
En sem fyrr finn ég mig knúinn til þess að benda á það að iðrun felur ekki aðeins í sér tilfinningaríkar afsökunarbeiðnir, iðrun er að sjá að sér, biðjast fyrirgefningar OG bæta fyrir brot sín.
Að segja afsakið en ætla samt flokknum að stýra áfram veikum lýðnum (þessum nærri þriðjungi þjóðarinnar sem enn ætlar að veita þeim umboð sitt) er í besta falli hroki og ömurlegur dónaskapur.
Sendum XD í langt frí - það er kominn tími á endurheimt lýðræðis. X við O tryggir þér og mér réttlæti. http://xo.is
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Geir á enga þjóð, bara flokk. Frekar fátækt er það ekki?
Arinbjörn Kúld, 27.3.2009 kl. 00:41
Ég er svo sammála ykkur tveimur. Geir veit kannski ekki hvað réttlæti - sanngirni og jafnrétti þýða.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 00:45
Sem ég hef fylgst með Geir Haarde og hverning hann hefur brugðist við atburðum og komið fram opinberlega á þessum síðustu og verstu tímum, þá minnist ég oft dæmisögu Jesú Krists sem ég las i tólfta bekk í Melaskólanum, þar sem Jesú kennir mikilvægi auðmýktar. Ég tek mer leyfi til að umsetja frásögnina eftir því sem nákvæmt minni skortir.
Farísei er á bæn í musterinu. "Faðir þakka þér fyrir að gera mig að miklum, metnum manni í samfélaginu, þakka þér fyrir allar mínar eignir og auð sem að mér hefur sópast, þakkir fyrir konu og mörg börn." Í þeim mund kemur skattheimtumaður inn í musterið og leggst á bæn. Faríseinn lítur á skattheimtumanninn með mikilli vanþóknun og bætir við sína bæn, "Og þakka þér fyrir að gera mig betri heldur en þessi maður." Skattheimtumaðurinn hefur bæn sína og segir, "Faðir, fyrirgef mér því ég hef syndgað."
Geir Haarde og öll hans framkoma er fullkomin andhvera þessarar dæmisögu Jesú Krists, Geir til varanlegs óheiðurs.
Um daginn las ég þetta í pistli Thomas L. Friedman í New York Times (http://www.nytimes.com/2009/03/25/opinion/25friedman.html) þar sem hann fer yfir það sem súper "pollster" hefur lært af því að fylgjast með mörgum af fremstu leiðtogum mannkynsins á seinni tímum:
The über-lesson for presidents? You can’t be too honest in describing big problems, too bold in offering big solutions, too humble in dealing with big missteps, too forward in re-telling your story or too gutsy in speaking the previously unspeakable.
Það kemur væntanlega ekki á óvart að Geir Haarde var ekki í því úrtaki mikilla leiðtoga sem þessi niðurstaða var byggð á.
Ég vona Geri Haarde bata, góðs gengis og langlífis. Á sama tíma óska ég íslensku þjóðinni til hamingju að óhæfur maður í fremstu lykilstöðu í þjóðfélaginu er nú á braut genginn vonandi fyrir fullt og allt.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 03:29
Og enn dæmir Baldvin -
Dæmið eigi svo þér verðið eigi sjálfir dæmdir - stendur í bók sem þið vitnið gjarnan í.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 05:24
Menn eru dæmdir af verkum sínum Ólafur. Hrun efnahagskerfis er soldill pakki eða hvað?
Rósa (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 07:03
Takk fyrir áminninguna Óli minn, í þessu tilfelli tel ég mig hins vegar aðeins vera að fjalla um staðreyndir máls - leggja fram fréttaskýringu.
Ég tel heldur ekki að Geir Haarde falli inn í söguna af týnda syninum og endalausa fyrirgefningu. Ekki fyrr en að hann "snýr aftur heim" eins og elskulegur sonurinn gerði. Geir stendur enn á fjalli mikilmennskubrjálæðis sannfærður um eigið ágæti fram yfir þennan lýð. Sannfærður um að vita betur þrátt fyrir að hafa þegar rænt okkur öll, börnin okkar og barnabörn. Sannfærður um að stefnan sem að hann telur sig fylgja (sem ég er reyndar sammála endurreisnarnefndinni um að sé alls ekki raunin) sé sú eina rétta.
Á upplýsingaöldinni deyja þeir sem dragast aftur úr og festast í gömlum hugmyndum. Ég hef þess vegna nákvæmlega engan skilning á því að D listi skuli enn mælast með um 30% í könnunum þó að þeir sýni þess engin merki að þeir ætli að uppfæra hagfræðilegar hugmyndir sínar. Skuldamódelið var einfaldlega að hrynja og ætti alls ekki að endurvekja eins og þó flestir virðast vilja núna. Við þurfum að finna nýjar leiðir, leiðir sem byggja ekki á því að sérstaklega skuldsetja fólk til þess að búa til peninga.
En fyrst af öllu þarf ég og allir þeir sem ég hef talað við Óli á því að halda að fólkið sem gekk frá fjárhag okkar og framseldi sjálfræði okkar til AGS, sýni af sér auðmýkt, iðrist og stígi frá. Þá á ég við flokkinn allan um nokkurt skeið. Það myndi gera flokknum afar gott að sitja í 1-2 kjörtímabil að minnsta kosti á hliðarlínunni meðan að flokkurinn gengur í gegnum sína innri vinnu og endurskipulag. Já eða bara leggur sig niður.
Baldvin Jónsson, 27.3.2009 kl. 08:23
Verum sanngjarnir Baldvin. Maðurinn bað ekki flokkinn sinn afsökunar sérstaklega. Hann baðst afsökunar á þeim mistökum sem gerðu voru við einkavæðingu bankanna. Það er vel þegar menn sjá að sér og þetta er skref í rétta átt eða finnst þér það ekki. Kannski á hann eftir að taka dýpra í árinni síðar. Núna eru sjálfstæðismenn með landsfund og ég hlustaði í gengum netið og þar á sér stað hörð gagnrýni. Munu samfylkinarmenn dirfast að gagnrýna sitt fólk? Efast um það!!!!!!
Mér finnst lítt minnst á það að Framsókn og Samfylkingarfólk þarf líka að biðja þjóðina afsökunar. Hvað með Össur og Ingibjörgu Sólrúnu. Eru þau kannski algerlega friðhelg í þínum augum?
Guðmundur St Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 15:49
Ég, og allir sem ég hef talað við í dag, ALLIR – UNDANTEKNINGARLAUST, hafa skilið afsökunarbeiðni Geirs á sama hátt og Baldvin. Geir bað flokkinn afsökunar, ekki þjóðina.
Spurning hvort hann hafi verið að biðja flokkinn fyrirgefningar á að hafa tapað völdum. Mér findist ekki ólíklegt að álykta sem svo að Geir findist verst að hafa orðið valdur að því að flokkurinn tapaði völdum og fylgi. Árni Sigfússon var sendur í útlegð þegar hann tapaði borginni.
Ég held að flokkurinn gleymi ekki svo glatt.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:39
Guðmundur, hvet þig til að lesa hér hjá mér eldri færslur. Framsókn og Samfylkingin fá hér reglulega að súpa úr ausunni líka.
Baldvin Jónsson, 27.3.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.