Frábært framtak hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna - málsókn í undirbúningi

Það er engin spurning að það verður einfaldlega að láta kröftuglega á það reyna hvort að aðgerðir ríkisins og fjármálastofana gagnvart lánþolum standist lög. Neytendalögin verja rétt leikmanna (neytenda) í viðskiptum við atvinnuaðila. Þeir aðilar sem koma fram sem sérfræðingar á einhverju sviði bera mjög ríkar skyldur gagnvart neytendum og þá stöðu er ekki hægt að meta á jafnræðisgrunni. Annar aðilinn hefur einfaldlega mun meira af upplýsingum og þekkingu til þess að meta aðstæður og ber því ríkari skyldur.

Það verður afar fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og ég vona innilega að ekki verði beitt óheilindum í vörnum fyrir dómstólum þar sem málin eru endalaust dregin á langinn til þess eins að draga kjarkinn úr kærendum.

Verum sterk saman - okkar tími, tími þjóðarinnar er kominn. Nú skulum við leita réttar okkar á öllum sviðum. Það er gömul mýta að við þurfum að lúta vilja ráðamanna, þeir eiga að lúta vilja þjóðarinnar. Þeir starfa jú einu sinni í umboði hennar.


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna undirbúa málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband