Borgarahreyfingin er enn á flugi - bætir mest við sig af öllum framboðum

Til hamingju frábæru félagar. Til hamingju Íslendingar með að vera að vakna til lífsins :)  Þetta eru afar góðar fréttir og þessi jákvæða þróun heldur áfram. Ég tel ennþá að við munum ná milli 10-20% fylgi í kosningum og verða þar afar mikilvæg sem oddaaflið í samstarfi félagshyggjuflokka.

Fyrir mér ber Samfylkingin ekki mikið minni ábyrgð á ráðaleysinu og þögguninni sem viðgengist hefur á Íslandi frá 2007, þegar að fyrir lá að kerfishrun væri mögulega yfirvofandi og því er mikið fylgi við hana mjög merkilegt, þó ekki jafn merkilegt og fylgið sem enn hangir á Sjálfstæðisflokknum. Ég hef talað við fólk sem jafnvel er búið að tapa öllu sínu vegna óstjórnar þeirra en reiknar samt með að kjósa þá aftur. Hvaða rök eru fyrir því spyr ég? Fólkið veit það ekki. Líklega hefur það bara ekki lengur hæfileikann til að endurskoða líf sitt og skipta um skoðun.

VG er einfaldlega besti kostur þeirra sem vilja kjósa einhvern af gömlu flokkunum, þeirra blað er óspillt og reyndar óskrifað.

Fyrir okkur hin sem ekki kjósum VG er Borgarahreyfingin frábær kostur.

Mýtan um að fylgi okkar komi frá vinstri afsannast skýrt í þessari könnun. Þrátt fyrir að síga aðeins niður núna er Samfylkingin búin að styrkjast síðustu vikur í könnunum. Ég tel að stærsti hluti okkar fylgis komi frá Framsókn, sem er nánast að hverfa. Það tel ég afar jákvæða þróun.


mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landið er á kafi og nánast að sökkva í spillingu.

Ríkið ætlar að kaupa allar eignir landsmanna og leigja landanum þær aftur.

Glæpamennirnir eiga sleppa.

Borgarahreyfingin boðar neyðarráðstafanir fyrir heimilin strax og lýðræðisumbætur strax. Án lýðræðisumbóta mun spillingin grassera áfram og 50.000 manns flýja land. Ég sætti mig ekki við að afkomendur mínir þurfi að flýja land svo að glæpahyskið geti eignast laandið fyrir ekkert og án refsingar.

Kjósum Borgarahreyfinguna til að stöðva þessa ógnvænlegu þróun.

Ef ekki - þá mun ekkert breytast og ekkert gerast!

www.xo.is

Sigurlaug (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:03

2 identicon

Borgarahreyfingin er afl sem er nauðsynlegt að komist á Alþingi Íslendinga. Leggjumst á árarnar með þeim.

Áfram xo

Kolla (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:15

3 identicon

Sæll Baldvin

Ég er einn af þeim sem hef kosið samfylkingu yfirleitt en er á báðum áttum í dag. Ég er ekki sammála þér að VG sé besti kosturinn af svokölluðu gömlu flokkunum enda hafa þeir (ásamt Samfylkingu)sýnt undan farið sýnt hvað þeir leggja til málanna núna, 50 nýir listamenn á laun og hjálpa bara þeim sem eru á hausnum!  Að auki get ég einnig einfaldlega ekki sætt mig við að kjósa rugludallana í sjálfstæðisflokknum sem voru rétt í þessu að loka á ESB aðild þó að þeim hafi tekist að kreista fram þetta já við þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þeir líktu því við að ganag í ESB þegar við gengum Noregs konungi á hönd á 12 öld!! Þvílíkar risaeðlur, eru sem sagt að bjóða mér uppá ónýta krónu áfram um ókomin ár! Um Framsókn þarf ekki ræða um enda spillingar greni um að ræða þrátt fyrir nýtt ytra look.

Spurning mín til þín er hvað viljið þið gera fyrir fólk sem er enn ekki farið á hausinn og eru búinn að sjá verðtryggingar éta upp húsnæðilán okkar (mínu tilviki 1/4 af af höfuðstól)?  Hvað viljið þið gera varðandi nýjan gjaldeyri og ESB? Hvernig ætlið þið að gera til að koma lífi í markaðinn hérna? Hvað ætlið þið að gera varðandi ICESAVE skuldina og hvað ætlið þið að gera til að ná heim peningum Útrásar Víkingana?

HBO (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið HBO. Athugasemd mín gagnvart VG sneri fyrst og fremst að því að ég á ekkert sökótt við þá í tengslum við hrunið og aðdraganda þess. Þar gerðu þeir þvert á móti ýmislegt til þess að benda á vandann, en það var fyrir daufum eyrum.

Það vill svo skemmtilega til að það eru svör við öllum þínum spurningum í stefnuskránni okkar sem finna má á http://xo.is undir flipanum stefna.

En til þess að svara spurningum þínum hérna og það í röð:

Við munum leggja fram skýra aðgerðaráætlun um hvernig skal leggja af verðtrygginguna. Við viljum hana burt og munum kynna leiðir til þess á næstu dögum. Fyrsta skrefið er að færa vísitölu verðtryggingar húsnæðislána handvirkt aftur til janúar 2008 og lækka þar með höfuðstól lánanna þinna um um það bil eða nálægt 19%

Við viljum fara strax í að skoða upptöku annars gjaldmiðils og viljum að farið verði af stað í aðildarviðræður við ESB. Aðildarviðræðir eru einfaldlega til þess að fá alla kosti og galla skýrt upp á borðið og þjóðin getur þá í framhaldinu tekið upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Við teljum að með því að aðstoða heimilin að takast á við fjárhagslegan bráðavanda muni neysla aukast aftur og þar með mun markaðurinn fara af stað. Við þurfum jú að versla til að halda kerfinu gangandi en til þess að það sé góð hugmynd þurfum við fyrst að sjá fram úr yfirvofandi neyð heimilisins okkar.

Við höfum gefið það út alveg skýrt gagnvart ICESAVE að þær skuldir á ekki að greiða nema að fyrir liggi niðurstaða dómsmál svo hljóðandi. Við neitum alfarið að greiða þessa skuldabagga einungis til þess að móðga engan í ESB.

Peningunum ætlum við að ná til baka, þó ekki endilega öllum heim því þeim var jú líka rænt af öðrum nágrannaþjóðum í mörgum tilfellum. Við munum setja af stað óháða rannsókn leidda af erlendum sérfræðingum sem búa yfir mikilli reynslu af vinnslu slíkra mála. Eva Joly verður þar áfram fremst í flokki og hún er hingað komin í dag meðal annars fyrir þrýsting og samskipti við okkur.

Líst þér ekki afar vel á þetta? Þetta eru einaldlega kröfur að okkar mati sem snúast um lágmarks réttlæti.

Baldvin Jónsson, 27.3.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Mér hefur alltaf fundist að þessar hreyfingar sem spretta upp rétt fyrir kosningar geri ekkert nema það að taka fylgi af vinstri flokkunum og koma "Ránfuglunum" að, því er nú ver og miður. 

Hilmar Dúi Björgvinsson, 28.3.2009 kl. 11:38

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Hilmar, en finnst þér það enn?

Nú lítur út fyrir að mest sé fylgið að kroppast af Framsóknarflokki.

Við erum ekki hefðbundið "nýtt" framboð í þeim skilningi. Við erum breytingaframboð og fólk er hægt og sígandi að skilja betur hvað það þýðir í raun og fylkja sér á bakvið okkur. Það einfaldlega verður að breyta ákveðnum hlutum og hagsmuna flokkarnir munu ekki taka á þeim málum vegna of mikill beinna og óbeinna tengsla að virðist.

Baldvin Jónsson, 28.3.2009 kl. 17:35

7 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

nei ekki enþá en það á eftir að telja uppúr kössunum. 

En segðu mér eitt Baldvin, hvar getur maður séð framboðslistana hjá ykkur, ég finn þá ekki á síðunni hjá ykkur.

Hilmar Dúi Björgvinsson, 28.3.2009 kl. 17:56

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Listinn er allur hérna Hilmar: http://www.borgarahreyfingin.is/frambjodendur/

Verður birt niðurraðað á kjördæmi væntanlega fljótlega eftir helgina, eða að minnsta kosti fyrir suð vestur hornið.

Baldvin Jónsson, 28.3.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband