Leikriti Samfylkingarinnar og VG um persónukjör fer nú senn að ljúka - takk fyrir "skemmtunina"
24.3.2009 | 21:17
Þetta er ótrúlega furðulegt mál allt saman. Samfylkingin hefur nú reyndar ítrekað tekið upp mál grasrótar Samfylkingarinnar svona bara rétt til að friða fólk eins og Dofra Hermannsson og umhverfishópinn, en þetta mál gengur enn lengra.
Í þessu máli pikka Samfylkingin og Vinstri Grænir upp mál sem brennur á fólki um allt, mál málanna gegn flokksræðinu á Íslandi sem þau eðlilega vilja ekki í raun minnka, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.
Það hefur opinberlega einn einasti maður gefið út yfirlýsingu um að þurfi aukinn meirihluta þingmanna til að frumvarpið fái samþykki og það er Sturla Böðvarsson!
Algert áhugaleysi Samfylkingar og Vinstri Grænna á því að fá úr því skorið hvort að það sé skilningur lögfróðra manna, sem hafa ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu eins og Sturla og félagar, er ekki hægt að túlka á annan máta en að í raun sé enginn áhugi á þeim bæjunum heldur á því að þetta mál nái í gegn.
Það er fínt að "þykjast" vilja lýðræði - hvenær fáum við að sjá það á borði en ekki bara í orði?
X við O er einfaldlega réttlætismál. http://xo.is
Persónukjör ekki lögfest nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 358725
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Af hverju heldurðu þig ekki bara við XD Baldvin ?
hilmar jónsson, 24.3.2009 kl. 21:43
Hilmar, hvernig bætir þessi staða stöðu Sjálfstæðisflokksins?
Ágúst, vilji grasrótarinnar er sterkur bæði innan Samfylkingar og VG. Vandinn er að það skilar sér ekki inn í þingflokkinn. Að vera eða vera ekki pólitíkus - það er spurning. Ég er eins og ég hef áður sagt væntanlega sá eini í hópi Borgarahreyfingarinnar sem hef lengi haft áhuga á starfi á sviði stjórnmála, ég neita því hins vegar alfarið að ég sé "eins" og hinir eins og þú gefur í skyn hér að ofan. Það að gagnrýna alla vafasama hegðun jafnt, þvert á flokka, er dæmi um það að vera sjálfum sér samkvæmur og ekki eins og hinir. "Hinir" passa sig alltaf að styggja ekki þá sem þeim hugnast að starfa með. Fyrir mér snýst málið ekki um það, nú er kominn tími á að taka á ÖLLU bullinu og ALLRI spillingunni. Það er ekki bundið við aðeins einn eða tvo flokka af fórum stærstu.
Baldvin Jónsson, 24.3.2009 kl. 22:04
"Það hefur opinberlega einn einasti maður gefið út yfirlýsingu um að þurfi aukinn meirihluta þingmanna til að frumvarpið fái samþykki og það er Sturla Böðvarsson!
Algert áhugaleysi Samfylkingar og Vinstri Grænna á því að fá úr því skorið hvort að það sé skilningur lögfróðra manna, sem hafa ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu eins og Sturla og félagar, er ekki hægt að túlka á annan máta en að í raun sé enginn áhugi á þeim bæjunum heldur á því að þetta mál nái í gegn."
Þetta er einfaldlega bara ekki rétt hjá þér. Í fréttum RÚV vísaði Jóhanna til úrskurðar yfirlögfræðings Alþingis sem var samhljóða þessari skoðun Sturlu Böðvarssonar.
Egill Óskarsson, 24.3.2009 kl. 23:29
Aðaleinkenni pólitíkusa er að reyna stöðugt að koma höggi á andstæðinganameð það fyrir augum að upphefja sjálfa sig. Ég hélt að Borgarhreyfingin ætlaði að halda sig frá slíku og halda sig við almenna gagnrýni á það sem miður er og einbeita að því að skýra stefnumál sín. Þessi grein er svona venjuleg pólitísk skæru grein sem er ætlað að gera lítið úr einu með það fyrir augum að upphefja annað. Ekki góð byrjun finnst mér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 23:35
Gott að heyra Egill að þau hafi fengið fleiri álit, var ekki búinn að sjá þá frétt á RÚV.
Svanur Gísli, það er hægt að túlka alla hluti eins og hver og einn vill. Hvar upphef ég sjálfan mig í þessum pistli? Það er nauðsynlegt og réttlátt að benda á alla þá galla og misbresti sem við teljum vera á kerfinu, hvar sem þeir leynast.
Þar skildi engin undanskilin, hvorki ég eða aðrir.
Framtíð landsins okkar og barnanna er ekki eins og íþróttakappleikur þar sem að maður heldur með "sínu liði" hvað sem á dynur. Nú á bara að vera eitt lið á vellinum að vinna saman að því að skapa hér framtíð. Til þess að það lið geti unnið skaplega saman þarf að uppræta trúnaðarbresti og spillingu í öllum skúmaskotum.
Baldvin Jónsson, 25.3.2009 kl. 00:50
Fjórflokkaleikrit heitir þetta víst á mínu tungumáli.
Ég tek undir með Ágústi að Borgarahreyfingin og aðrir sem vilja vel fyrir þjóðina verða að passa sig á að setja ekki stefnunna eingöngu á vinstri vænginn til þess eins að ná í atkvæðin þeim megin.
Mér finnst það alltaf grunnsamlegt þegar það gerist því það hafa allt of mörg framboð í síðustu kosningum leikið þann leik að þykkjast að vera félagshyggjuframboð til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi Nýtt Afl sem sett var á koppinn kosningarárið 2003 Það framboð var sett af stað eins og tundurskeyti sem átti að eyða þeim jákvæðu straumum sem þá stjórnuðu för Frjálslynda flokksins á þeim tíma.
Frjálslyndi flokkurinn er í dag kominn í það hlutverk að hjálpa Sjálfstæðisflokknum því hægri menn sem vilja þjóðinni vel í raun munu ekki kjósa Frjálslynda flokkinn í næstu kosningum því þeir hafa mist trúna á flokknum.
Það er alveg með ólíkindum að umræðan um þann bölvald sem kvótakerfið hefur verið og er þjóðinni og verður að öllu óbreyttu skulli ekki upp á pallborðið hjá neinum framboðanna sem eitt af stóu málunum hvorki hjá þeim gömlu eða nýju vitandi það eftir kerfishrunið hér á landi að kvótakerfið er rót alls ills sem yfir okkur dynur í Hruninu mikla. Hversu djúpt sekkur skútan verður hægt að ná henni á flot ef kvótakerfið fær að lifa vegna skulda sinna sem skattgreiðendur eiga að borga í framtíðinni?
Nei segi ég því Íslenska þjóðin sem er veiðisamfélag getur ekki þróast í rétta átt sem sjálfstæð þjóð með slíkt braskkerfi sem undirstöðu hins nýja hagkerfis sem talað er um að reisa því það gamla hrundi yfir okkur með þetta kerfi sem undirstöðu í þeirri svikamyllu sem vakið hefur heimsathygli.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:06
Takk fyrir innlitið nafni. Það er alveg ljóst að Borgarahreyfingin er ekki hægri eða vinstri afl. Við erum breytinga afl og leggjum upp í ferðina með alveg skýr markmið. Markmið sem snúa að því að skapa börnunum okkar framtíð og hreinsa út úr spilltu kerfi. Markmið um að bankahrunið skuli rannsaka sem sakamál.
Við trúum því að hvort sem er vinstri, hægri eða jafnaðarfólk geti sameinast okkur um að þetta eru lang mikilvægustu málin akkúrat núna.
Baldvin Jónsson, 25.3.2009 kl. 01:15
Sæll félagi.
Ég er sammála þér í því að það þurfi að rannsaka þetta ofan í kjölinn alla svikamylluna en það mun taka mörg ár að fá botn í það ef réttlætið á að verða fullnægt. Þar sem neyðarástand er hjá okkur núna vegna þessara óhæfuverka hina fáu útvöldu verðum við að búa til nýtt og heilbrigt hagkerfi fljót sem verða má til að sú þróun geti hafist straxs verður að afnema kvótabrakskerfið í þeirri mynd eins og það er í dag. Það er stærsta málið í dag ef á að koma hagkerfinu af stað jákvætt þannig að það fari að vinna fyrir fyrir fólkiið. Ég vil sjá að það sé verið að stilla hagkerfið þannig af að heiðalegir borgarar hér á Fróni smáir sem háir fái það á tilfinningunna að hér verði gott að búa í fjárhagslegu öryggi um ókomin ár .Kvótakerfið burt!!
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:46
Það á að setja þetta til atkvæða á þingi, hvort sem það kemst í gegn eða ekki á það skilið að fá afgreiðslu. Þjóðin á skilið að fá að vita hverjir standa í vegi fyrir þessu frumvarpi og hverjir styðja það. Þetta er nú ekki byltingarkenndari krafa en það!
Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 17:50
Nákvæmlega Héðinn, nákvæmlega.
Baldvin, Borgarahreyfingin vill að þjóðin fái að kjósa um kvótakerfið eins og önnur slík stórmál.
Baldvin Jónsson, 25.3.2009 kl. 19:37
Sæll nafni aftur
Sendi hérna smá eftir mig til upplýsinga um ágæti kvótabraskkerfisins
Er nú borð fyrir báru að hefja útgerð?
Grein sem birtist í Víkurféttum 24.10.2003
Í þar síðustu viku var blaðaviðtal í Víkurfréttum við formann Útvegsmannafélags Suðurnesja, Þorstein Erlingsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Höfundur fylltist bjartsýni eftir lestur viðtalsins því nú mátti ætla að ljós væri í myrkrinu til að hefja útgerð á vitrænum grunni.
Eftir að hafa skundað á milli skipamiðlara sem bæði buðu báta með kvóta eða án kom í ljós við nánari skoðun að allt sat við það sama og verið hefur síðustu árin. Báturinn klár ef veðsetningar á eigur kaupanda væru nægilega tryggar og uppáskriftir ábyrgðaraðila fyrir því sem upp á vantaði. Þegar farið var ofan í saumana á því sem sölumaðurinn bauð og spurt hver væri arðsemi fjárfestinganna fyrir umstangið við sjóinn og með hliðsjón af skuldsetningunni, varð minna um svör. Vegna þessa óskar höfundur eftir raunhæfri rekstraáætlun hefðbundins vertíðarbáts (dagróðrabáts) sem hægt væri að styðjast við svo ungir menn jafnt og aðrir kaupendur gætu séð hvort hægt væri að hefja sjálfbæra útgerð í þessu margrómaða kvótakerfi.
Línuívilnun eða peningaívilnun?
Línuívilnun er hugsuð út á líkan hátt og línutvöföldunin var hér áður, þ.e.a.s. útgerðir fengu uppbót á úthlutaðan veiddan afla á línu og í því sambandi oft talað um tonn á móti tonni. Línutvöföldunin gaf líka af sér árvisst uppgrip í landi og ekki síst fyrir beitningarmenn. En svo fer oft fyrir góðum hugmyndum að þær eiga það til hverfa ofan í svelg skyndigróðahyggju og verða að engu. Og áður en nokkur uggði að sér var línutvöföldunin komin á boðstólana sem ný veisluhöld fyrir kvótagreifana. Nú óttast stórútgerðarmenn að línuívilnunin til smábátaútgerðanna verði til þess að smábátaútgerðarmenn fái að búa sér til reynslu innan þess kerfis sem síðar muni hljóta sömu örlög og línutvöföldunin forðum daga. Margur heldur mig sig. Ríkisstjórnin er tvístígandi í málinu að efna þetta kosningaloforð.
Hvað er að í íslenskum sjávarútvegi?
Íslenski fiskiskipaflotinn er mjög stór og afkastamikill í dag. Því er skiljanlegt upp að ákveðnu marki að skuldir útgerða séu verulegar, en hvað varð um þá hagræðingu og innstreymi sem kvótakerfið átti að gefa af sér? Gróðahyggjan á sér nefnilega margar systur. Þessar miklu umframskuldir eru tilkomnar vegna fjármögnunar kvótabraskkerfisins að stórum hluta og til að greiða fyrri eigendum út í hönd þau ímynduðu verðmæti sem þeim var úthlutað vegna veiðireynslu sinnar við fiskveiðar 3 síðustu árin á undan kvótakerfinu.
Og oftast voru það stórútgerðirnar sem keyptu þessa ímynd, kvótann og sitja nú eftir með skuldirnar á bakinu. Talið er að einstaklingar og einkahlutafélög tengd þeim séu búin að selja sig út úr greininni fyrir allt að 50 þúsund milljónir. Skipastóllinn hefur aldrei verið stærri og óumhverfisvænni vegna aukinnar notkunar á togveiðarfærum og eyða því meiri olíu á per kg. af fiski en áður þegar strandveiðiflotinn var við líði. Fiskistofnarnir hafa ekki áður verið í svo langvarandi lægð eins og nú og sjá má dæmi um í skýrslum Hafrannsóknarstofnunar. Vaknar því sú spurning hvort skipin séu orðin of stór og afkastamikil og raski lífríkinu svo verulega að náttúran hafi ekki undan að endurnýja sig eða hafi ekki getu til þess vegna eyðileggingarinnar á hafsbotninum sem botnvörpurnar valda?
Um eignarhaldsrétt útgerðarfélaga á kvóta.
Lög nr. 38 1990 1. gr. “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.”
Staðreyndin er að kvóta er úthlutað af breytilegum forsendum frá ári til árs til útgerðaraðila. Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra, með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar, og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta.
Í ofangreindu viðtali segir Þorsteinn: “Við útgerðarmenn höfum í gegnum árin tekið á okkur skerðingu til að byggja upp fiskistofnana og njóta þess. Það er búið að taka af okkur útgerðarmönnum 26% af þorskkvótanum frá því að kvótakerfið var fyrst sett á.”
Maður sem hefur fengið úthlutað þeirri sérstöðu að afla 10 tonna fyrir samfélagið og fær úthlutað eitt árið 9 tonnum hefur ekki orðið fyrir skerðingu á verðmætum heldur tekist á við þann áhættuhluta sem alltaf hefur fylgt sjávarútvegi t.d. minnkandi fiskgengd við landið. Þetta er jafn innbyggt í sjávarútveginn og andrúmsloftið er umhverfi okkar. Sá sami hefur ekki heldur hlotnast happdrættisvinningur þegar árið þar á eftir færir honum til verks að afla 11 tonna í formi kvóta fyrir samfélagið. Tilkall til þessa viðauka er ekkert frekar hans en samfélagsins því yfirráðin yfir auðlindinni kemur frá þeim sem úthlutar í nafni þjóðarinnar og er kosinn til þess af almenningi.
Ég held við höfum eytt alltof miklum krafti og tíma í baráttuna um það hver á að veiða og hver telji sig kvótann eiga. Eins og segir hér að ofan í 1 grein laga um stjórn fiskveiða er kvótinn eign þjóðarinnar og þannig hefur það verið síðan þetta kerfi kom á og svo skal vera um auðlind okkar alla tíð.
Byggðarsjónarmið og almannaheill.
Það er ekki vel ígrundað hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra sem segir að það komi vel til greina að heimamenn kaupi útgerðirnar aftur, vegna þess að þegar kvótakerfið var sett á fengu útgerðirnar þennan kvóta til afnota fyrir óverulegt gjald en ekki til eignar. Þess vegna er ekki hægt að selja það sem menn hafa aldrei eignast þ.e.a.s. veiðiheimildirnar. Þau kaup hins vegar manna á milli í gegnum tíðina á þessum ímyndum verðmæta í kvótalíkingu, varðar okkur samfélaginu ekkert um. Þeir gerðu þessi viðskipti sín á milli, án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð.
Þar sem við erum veiðisamfélag er byggðastefna í raun sú leið til að viðhalda og auka velferð okkar hér á landi. Til þess að mögulegt sé að fylgja því eftir verða íbúar byggðarlaganna að njóta þeirra auðlinda sem þeim standa næst. Ekki hvað síst á ég hér við um byggðarlögin við sjávarsíðuna.
Það ljós í myrkrinu sem ég sé hvað skærast fyrir samfélagið og hinu dreifðu byggðir er að byrja á sóknardagakerfi með veiðarfærastýringu sem allra fyrst á smæstu skipunum, þeim sem eru með kyrrstæð veiðarfæri (hér er átt við smábátaflotann og stærri dagróðrabáta). Úthlutaðir sóknardagar bátanna verða að vera með öllu óseljanlegir. Ég tel þetta vera fyrstu aðgerð til að komast út úr kvótabraskkerfinu. Þá færi strax að færast líf í hafnir og bryggjur landsins.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ.
P.S. Veiðisamfélag eins og Ísland án nýliðunar í sjávarútvegi á heilbrigðum grunni deyr.
B.N. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.