Þetta er hið besta mál - hvaða erlendu sérfræðingar fá að koma að rannsókninni?

Erum við hér mörgum mánuðum frá þjófnaðinum að fara að horfa á hvítþvotta yfirheyrslur eða megum við treysta því að hér sé verið að rannsaka málin ofan í kjölin? Mér leiðist sjálfum að vera sífellt í þessum vantraust gír en ástandið sem opinberaðist mér við kerfishrunið hér á landi í október síðastliðnum hafði því miður bara af mér allt traust alfarið gagnvart öllum ráðamönnum og nefndum sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Reyndar eru ansi margir sem tengst hafa málum á vegum Framsóknarflokks og Samfylkingar sem koma mér í hugarlund líka.

Ég vil geta farið að treysta aftur, en til þess þarf einfaldlega breytt vinnubrögð. Stórhluti í þá áttina væri að hleypa erlendum sérfræðingum inn í allt ferli rannsóknarinnar. ALLT ferlið.


mbl.is Bankastjórar yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það eina sem kveikti örlitla bjartsýni var, að notað var orðið "yfirheyra" í stað "ræða við". En segi eins og þú langt í traustið. Trúlega birtir ekki til hjá mér fyrr en ég sé handjárn.

Finnur Bárðarson, 23.3.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er ekki við hæfi að kyrja: sona gerum við þegar við þvoum okkar þvott - þvoum okkar þvott..............

Hef áður sagt það og segi enn: Landráð til viðbótar við allt hitt,sjá hér: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500

Arinbjörn Kúld, 24.3.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband