Vinstri og hægri snú - Tilkynning um framboð undir merkjum Borgarahreyfingarinnar - Þjóðin á þing
4.3.2009 | 11:43
Ég er stjórnarmaður í Borgarahreyfingunni og býð mig einnig fram fyrir hennar hönd á Alþingi. Við erum þess algerlega sannfærð að nú verði að tefla fram nýju fólki, leikmönnum en ekki atvinnupólitíkusum, til þess að koma á nauðsynlegum breytingum.
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, er hreyfing fólks sem treystir ekki fjórflokkinum til að standa við loforð sín um:
- Verulegar Lýðræðisumbætur, sem munu takmarka völd þeirra, og
- Raunverulega Rannsókn á Efnahagshruninu, ef rétt reynist að þeir hafi fjölmargir fengið sjálfir óeðlilegar fyrirgreiðslur hjá fjármálastofnunum.
Borgarahreyfingin er hreyfing sem neyddist til að verða stjórmálahreyfing því að er eina leiðin til að koma því fólki inn á þing sem búið er að þrýsta á þingið að utan frá upphafi hrunsins. Fólki sem þegar hefur sýnt einlægan vilja til að koma á breytingum og er búið að standa vaktina síðan frá upphafi kerfishrunsins.
Ef þú treystir gömlu valdaklíkunum, fjórflokknum, til að koma á lýðræðisbreytingum í samfélaginu sem á sama tíma munu minnka völd þeirra og flokksræði, þá er um að gera fyrir þig að kjósa þá.
Ef þú hins vegar, eins og ég, trúir því að til þurfi að koma nýtt fólk með einlægni og hugsjón að leiðarljósi, þá biðjum við þig um þinn stuðning.
Ég er að vinna myrkranna á milli fyrir Borgarahreyfinguna því ég vill sjá traustverðugt fólk á þingi óháð fjórflokknum. Fólk sem óháð getur tryggt okkur verulegar lýðræðisumbætur og raunverulega rannsókn efhahagshrunsins, fáist til þess ngur stuðningur frá þjóðinni. Þegar þeim markmiðum er náð leggur hreyfingin sig niður.
Ef þú ert okkur sammála þá biðjum við þig að stíga fram og taka þátt. Sendu mér tölvupóst. Okkur vantar bæði gott fólk í framboð og til starfa. Það er skammur tími til stefnu og ég trúi því einlæglega að það er nú eða aldrei.
Það verðu blaðamannafundur í dag í Iðnó á 2. hæð klukkan 14, mættu ef þú getur.
Kær kveðja,
Baldvin Jónsson - ritar Borgarahreyfingarinnar - Þjóðin á þing
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 358741
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Þetta er nú alveg fyrir neðan allar hellur og minnir á hrokann í ISG - "Þjóðin á þing"
Þið eruð ekki þjóðin...!
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 12:41
Ég veit nú ekki betur en þessi hópur sé partur af henni samt, sama hvað þú raular Þór, svo er það nú þannig að þessi hópur getur allavega sagt eftir kosningar ,,við reyndum,, sem er á vissan hátt meira en flestir sem hrópa bara á réttlæti en bera sig ekki eftir því, eru á móti öllu og vita ekkert hvað þeir vilja.
Þú gætir nú stofnað flokk fyrir þá Þór, þar værirðu góður í broddi fylkingar.
magnús kristjánsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:01
Ég teki ofan fyrir þeim sem "gera eitthvað" í málunum, en sitja ekki bara og tuða yfir kaffibolla eins og ég.
Árangur svona framboða mælist ekki alltaf í tölu þingmanna. Í síðustu kosningum tókst Ómari og Íslandshreyfingunni ekki að yfirstíga 5% þröskuldinn. Samt var Ómar einn af sigurvegurum kosningabaráttunnar að mínu mati. Honum tókst að koma umhvefismálum og náttúruvernd rækilega inn í umræðuna. Þessir málaflokkar hafa meiri vigt í dag en annars hefði orðið.
Vona að ykkur takist að halda kröfum um lýðræðisumbætur og alvöru rannsóknir vel á lofti svo ekki verði skautað framhjá þeim í kosningabaráttunni. Það væri sigur útaf fyrir sig - og ekki verra að ná manni inn til að halda verkinu áfram. Gangi ykkur vel.
Haraldur Hansson, 4.3.2009 kl. 14:08
Ég segi bara gangi ykkur vel Baldvin, og ekki hlusta á bullustampinn hann Þór. Ef honum fannst það vera hroki hjá ISG þegar hún sagði "þú ert ekki þjóðin" þá hlýtur hann að vera sáttur við þetta slagorð ykkar. Þið eruð ekki síður hluti af þjóðinni en hverjir aðrir.
Aðalsteinn Bjarnason, 4.3.2009 kl. 14:17
Þór
Kannski er tíminn kominn á að þú sitir ekki lengur fyrir aftan tölvuskjáinn og vælir og farir að gera eitthvað?
Því miður komst ég ekki á blaðamannafundinn en vona að gengið hafi vel
Jóhann (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:29
Enn gaman að vera kallaður bullustampur! Sé að upp er að spretta náhirð fyrir falsframboðið - e.t.v. á það séns enda heimska íslenskra kjósenda með endemum og endurspeglast í fylgi auðvaldsflokkanna!
Magnús - það er hér flokkur sem stendur fyrir réttlæti, jöfnuð og að almenn siðferðisgildi séu virt í samfélaginu, sá flokkur gengur daglega undir skammstöfuninni VG og ekki er hægt að klína á hann nokkurri spillingu eða ósóma. En þessir pottormar sem ganga með pólitíkusa í maganum þurftu auðvitað að finna einhverja afsökun til að geta boði sjálfa sig fram - á sömu forsendum og þeir eru að fordæma aðra fyrir að gera (þ.e. sem flokkur). Skil ekki af hverju þetta fólk getur ekki bara gengið í flokk og breytt hlutunum að innanfrá.
Verst er að bæði þessi Borgarhreyfing og L-listi verða styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar upp verður staðið - sannið til (og það er auðvitað þess vegna sem málefnalegir spekingar á borð bið Aðalstein Bjarnason og Magnús Kristjánsson (ef það er á annað borð réttnefni) rísa upp og fagna tilkomu svona örframboða).
Annars þekki ég marga góða menn og konur sem í þessari Borgarahreyfingu starfa - ég hlýt þó að mega hafa mína skoðun á þessu öllu og fyrir mitt leyti er þetta einfaldlega dæmt til að mistakast og á endanum verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda!
Ég bara einfaldlega fer ekki ofan af þeirri skoðun - þó ég voni ekkert meir en að ég hafi rangt fyrir mér!
P.s. þó vil ég taka fram að það er mikill munur á lýðsskrumurunum í L-listanum og þeim sem Baldvin hér Borgarahreyfingin er að gera. Þó niðurstaða beggja verði sú sama - meiri styrkur fyrir Sjálfstæðisflokk.
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 14:36
Blessaður, Þór. Ég er nú einn af þessum sem ætla nú að taka þátt í þessu með Borgarahreyfingunni. Ólíkt þér er ég nú mun bjartsýnni á gengi okkar því ég held að margir séu svipað staddir og við í Borgarahreyfingunni. Við höfum einfaldlega misst alla trúna á flokkunum og þinginu, og getum ekki fundið okkur innan þessara flokka eftir allt sem gengið hefur á. Ef fólk treystir þeim ennþá og telur þá ætla að standa við orð sín, þá kýs það þá gömlu flokkana, en ef það treystir þeim ekki, þá erum við að bjóða fram val til þess.
Virði val þitt en leyfist að vera ósammála, varðandi það að við séum eitthvað sem styrkir Sjálfstæðisflokkinn, fnnst það vera mýta. Vill svo segja að Þór er enginn ruglustrumpur þó hvass sé, miðað við litlu kynnin af honum við búsáhaldabyltinguna og annað.
AK-72, 4.3.2009 kl. 14:53
Ég efast stórlega um að Þór sé fuglasvampur, en hitt er þó annað að mér sýnist hann ætla að taka þátt í hræðsluáróðri um að atkvæði manna fari í vaskinn með því að kjósa litlu framboðin. Hann hræðir mig ekki og ég ætla allavega að íhuga það alvarlega hvort ekki sé rétt að kjósa þetta framboð.
Höskuldur Búi Jónsson, 4.3.2009 kl. 15:04
Sæll AK-72
Vona þú hafir rétt fyrir þér, en hef litla trú á því þó.
Fer ekki ofan af því að, það er alveg á hreinu að við megum ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný og fólk þarf að gera sér grein fyrir því að með því að kjósa e-ð annað en stjórnarflokkanna tvo, að þá er verið að bjóða heim hættunni á 2ja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (auðvaldsflokkanna).
Trúðu mér, ágæti Agnar, að ég féll í þá gryfju að trúa því að Íslandshreyfingin kæmi Ómari inn á þing í síðustu kosningum og kaus þá. Það atkvæði mitt er líklega það sem ég hef kastað mest á glæ í lífinu vegna þess að það varð ekki til neins annars en að strykja Sjálfstæðisflokkinn eins og hin þúsundir atkvæðanna sem Íslandshreyfingunni voru greidd gerðu. Þetta kallast að læra af reynslunni!
Og nú er ekki bara ein Íslandshreyfing í boði með þessari Borgarahreyfingu heldur er komin önnur sem kallar sig L-listanna!
Þessi þróun skelfir mig því að mér finnst þið vera að fórna meiri hagamunum fyrir minni með þessu. En þetta er mín skoðun - ég virði þína og óska ykkur góðs gengis.
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 15:05
Þetta er nú framför hjá þér Þór, að þú skulir óska þeim góðs gengis í stað þess að hreyta því í þá að þeir séu ekki þjóðin og að þeir sem hugsanlega vilji fylgja "falsframboðinu"séu "náhirð".
Þú ert greinilega með Sjálfstæðisflokkinn alveg á heilanum. Ég hef nú einhvernvegin trú á því að það séu helst orðljótir öfgavinstrimenn eins og þú sem helst eiga eftir að færa atkvæði yfir til Sjálfstæðismanna þegar nær dregur kosningum. Hvorugt þessara litlu framboða skilgreina sig til vinstri í pólitíkinni, og Baldvin segist vera hægrimaður, svo ég held að þessi framboð takki ekki síður fylgi frá sjöllum og framsókn en vinstriflokkinum.
Svo held ég að Baugsfylkingin sé nú ekki síður "auðvaldsflokkur" en aðrir.
Aðalsteinn Bjarnason, 4.3.2009 kl. 15:30
Baugur og Baugsfeðgar eru Sjálfstæðismenn - öfgavinstrimenn, hahhaahaha!
Það var og! Heiladauðir hægriplebbar kalla alla öfga vinstrimenn eða kommúnistadrullusokkar ef þeir á annað borð eru andvígir auðvaldssinum eins og þér og þínum glæpaflokki.
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 15:53
Æ, mikið áttu bágt Þór, ég vona að þú jafnir þig.
Aðalsteinn Bjarnason, 4.3.2009 kl. 16:01
Sannleikurinn er sár auðvaldssinnum! En þetta jafnar sig Aðalsteinn - en nú er ég farinn upp úr sandkassanum þínum.
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 16:05
Til hamingju með hreyfinguna Baldvin, ég hlakka til að sjá skoðanakannanir...
Aðalheiður Ámundadóttir, 4.3.2009 kl. 16:21
Þú ert ekki í sandkassanum mínum Þór, þú ert í sandkassanum hans Baldvins, og búinn að sóða hann ansi mikið út. Ég gat bara ekki orða bundist yfir þvaðrinu í þér.
En, enn og aftur Baldvin, til hamingju. Vona að ykkur gangi vel.
Aðalsteinn Bjarnason, 4.3.2009 kl. 16:46
Takk fyrir innlitið hérna allir saman og líflegar umræður.
Vil byrja á því að taka fram að Þór/þú er/t mér kær félagi og ég ber virðingu fyrir skoðunum hans/þínum. Þór, eins og ég ber hag þjóðarinnar einlæglega fyrir brjósti og valdi fyrir sig að það að styðja VG væri besta leiðin til að koma á breytingum. Við Þór erum bara ósammála þar, það ber þó ekki skugga á samskipti okkar frá mínum bæjardyrum séð.
Ég býð mig fram af þeirri fullvissu að það sé einfaldlega algerlega nausynlegt til þess að halda á lofti baráttumálunum sem hafa hæst farið í samfélaginu að undanförnu, baráttumálum sem að allir flokkar, VG þar með taldir, voru þegar farnir að bera til baka eða gera lítið úr fyrri yfirlýsingum sínum með, þegar að þótti sýnt að nýtt framboð næði ekki að bjóða fram.
Sjálfstæðisflokkur var reyndar ekki einn þessara flokka, D-lista menn höfðu einfaldlega ekkert tekið undir þá réttlætis kröfu þjóðarinnar.
Ég er óskaplega ánægður með hvernig þetta fer af stað hjá okkur í dag, blaðamannafundurinn gekk vonum framar og einu úrtölu raddir sem ég hef heyrt í dag (þrjár talsins) koma allar úr röðum VG liða. Þessi hugmynd um að ný framboð taki aðeins til sín af vinstri vængnum eiga að mínu mati bara hreint ekki við í dag. Það eru nýjir tímar, kerfið er hrunið og við gerum okkur fjölmörg grein fyrir því að endurnýjunar er þörf, uppstokkunar er þörf. Þegar að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið samstíga og með mikinn stuðning hefur þessi gamla saga oft átt við. Sú er hins vegar ekki raunin núna, Samfylkingin er að virðist stærsti stjórnmálaflokkur landsins og mun því hagnast mest á því ef atkvæði einhverra falla dauð.
Ég hef hins vegar þá bjargföstu trú að það sé stór hópur innan Sjálfstæðisflokksins líka, ég þar með talinn til langs tíma, sem er búinn að gera sér grein fyrir að ákveðnir hlutir þurfa að breytast hér á landi, hlutir sem að Sjálfstæðisflokkurinn sýnir engan áhuga á að taka á. Hlutir sem munu minnka völd þeirra og tök á stjórnsýslunni og eru því að virðist þeim mikill þyrnir í augum. Ég vona því að sjálfsögðu að sem stærstur hluti þess hóps finni sig með okkur og stefnumálunum okkar.
Baldvin Jónsson, 4.3.2009 kl. 17:00
Þór ef Framsókn og sjálftæðisflokkurinn fer í ríkisstjórn með minnihluta þjóðarnir að baki sér (vegna 5% reglunnar) þá verður allt brjálað svo treystu mér þitt atkvæði fer ekki vaskinn með að kjósa aðra en fjórflokkana. Ástæðan fyrir því að íslandshreyfinginn fékk ekki yfir í 5% og af hverju þeir áttu ekki séns á mínu atkvæði var vegna tækifærapólitikus eins og margrét sverris og hrokagikksins jakobi frímann.
Hvað segirðu annars um það þegar Þorleifur Gunnleifsson(minnir að hann sé gunnleifsson) borgarfulltrúi lét semja við eigið fyrirtæki um teppalagnir, finnst þér það í lagi? Þór það þýðir ekki að vera benda á aðra flokka þegar það er ekki allt í lagi í eigin flokki. Vertu málefnalegur í guðanna bænum.
Jóhann (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:13
Það mun aldrei neitt slá skugga á vinskap okkar Baldvin - kæri vin og það þótt okkur bera á milli í pólitík.
En ég held að það verði lítið um fylgi frá hægri vængnum sem þið fáið - Sjálfstæðisflokkurinn (og fjölmiðlar sem allir eru meira og minna í eigu þeirra) afgreiðir ykkur sem vinstra af. Og það dugar fyrir grandvaralausa kjósendur Sjálfstæðisflokks sem trúa allri fjölmiðlaumfjöllun eins og nýju neti.
Ég er meira að segja pínu lítið súr yfir að geta ekki stutt Borgarahreyfinguna - því þið eru svo mörg þarna sem ég ber mikla virðingu fyrir, þú, Birgitta, Sveinbjörn og svo ég tali nú ekki um hann vin minn Þór Saari. En samvisku minnar vegna þá get ég ekki annað en stutt VG núna - og rökin hef ég ítrekað komið með hér að ofan. Þú veist það Baddi - þó auðvaldssinninn og sandkassadrengurinn Aðalsteinn Bjarnason haldi öðrum fram - að þá vil ég ykkur allt gott. En auðvitað hlakkar í honum og hans líkum því þeir vita það sem ég tel mig vita - að Borgarahreyfingin er vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins og þ.a.l. flokksræðisins og spillingarinnar, sem þeir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, sjá sig knúna til að kjósa yfir okkur aftur!
BKV. Þór
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 18:41
Æi, gleymi einu Baddi.
Er mjög sáttur við ummæli þín í dag um að þið útilokið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar ef þið komist inn á þing. Það segir manni að þið gangið ekki óbundin til kosninga :).
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 18:43
Innilega til hamingju með þetta hjá ykkur Baldvin...! Ég verð að taka undir ALLT það sem þú sagði í sjónvarpsviðtali við RÚV í dag 04. marz 2009: "Ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn þegar ég var 14 ára, hef ALLTAF verið Sjálfstæðismaður og heilast mjög af stefnuskrá flokksins, það plag sem fjallar um þau "grunngildi flokksins" hittir beint í hjarta stað. En ég hef aldrei séð að flokkurinn hafi fylgt þessum grunngildum og því hef ég aldrei kosið hann!" Þetta er erinnig mín upplifun á flokknum, þ.e.a.s. "stétt með stétt", ná "niður ríkisútgjöldum", "lækkun á skatta", "sannleikann að leiðarljósi" o.s.frv. Mér finnst síðustu 20 ár hafi Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki haft þessi grunngildi í heiðri heldur þvert á móti staðið fyrir algjörlega gagnstæðri stefnu en þeirri sem hann lofar. Þannig að ég sem sjálfstæðismaður hef heldur ekki getað kosið hann í Alþingiskosningum. Ég ætlast nefnilega til að flokkarnir "standi við sýn loforð" og mér hefur fundist Sjálfstæðsiflokkurinn algjörlega "óhæfur til slíks". Ég bind hins vegar mjög miklar vonir við þá "viðreysn flokksins" sem nú á sér stað! Nú er lag fyrir flokkinn, flottir frambjóðendur i boði og ég vona innilega, þjóðarinnar vegna að RÁNFUGLINN fari að vera t.d. flokkur sem er "stétt með stétt, en ekki bara fyrir auðstéttina.. Síðan þarf þessi skattalækkun þeirra að ná til allra í samfélaginu, ekki bara fyrir "elituna", RÁNFUGLINN hefur algjörlega gleymt "þeim sem minna mega sýn í samfélaginu" - Bláskjár sá til þess að persónuafslættinum var stolið frá okkur, þ.e.a.s aftengt við launavísitölu og þannig ´hefur fólk farið á miss við mánaðarlega 40.000 króna skattarafslátt!
Þetta gerist af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki langt neina áherslu á að rækta samstarf við almenna verkalýðshreyfingu í langan tíma. Í gamla daga þá fann maður að æðstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins lögðu mikla áherslu á velferð láglaunafólks, sú stefna gerði flokkinn að breiðfylkingu í landinu! Í dag snýst allt hans starf um að gleðja aðallega: "herforingjaráð Verzlunarmanna" og "samtök SA", en þessi samstök fengu flest allar sínar kröfur í gegn! Því miður hafa kröfur þeirra um "blint frelsi" reynast þjóðinni mjög dýrkeypt & heimskuleg mistök! Það var "mikil þjóðar ógæfa" þegar ákveðnir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins ákváðu að "Hannes Hólmsteinn Gizzurarson" yrði þeirra "hugmyndafræðingur" og svo var honum einnig troðið inn í stjórn Seðblanka Íslands. Afleiðingin var "blint frelsi - næstum enginn bindisskilda" og "heilt bankakerfi hrundi & Seðlbabankinn varð tæknilega gjaldþrota" með þá "BLÁSKJÁ & Hannes þarna innanborðs! Má ég þá frekar biðja um "Jörund hundadagkonung aftur, frábið alla frekari aðstoð frá Hannes Hólmsteinni......!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 4.3.2009 kl. 18:58
Bókstafurinn sem þið fenguð er við hæfi. O-listi Framboðsflokksins var eitt sinn við að ná inn manni.
Munurinn á því framboði og ykkar er, að fyrri O-listinn vildi ekki á þing og aðstandendur hans urðu skelkaðir á kosninganótt, þegar nær lá þingsæti.
Svo er það auðvitað í takt við anað, að þið gangið í þetta ,,óháðir" öllum stjórnmálaflokkum og framboðum en viljið EKKI vinna með einum þeirra.
Sér er nú hver skynsemin og samhengi hlutana.
Þór er alveg kominn í hring í sínum pælingum. Telur Jón Ásgeir og faðir hans hann Jóhannes vera Sjálfstæðismenn.
ÞAð var EKKISjálfstæðismaður senm hélt varnarræðurnar í Borgarnesi, ne´Sjálfstæðismenn, sem héldu uppi vörnum fyrir Baugsliðið bæði í dómsmálunum og Fjölmiðlafrumvarpinu.
Idiotar allir sem einn þessir Samfóliðar, nytsamir sakleysingjar í höndum Gróðapunga.
Miðbæjaríhaldið
Kýs EKKI O-lista en gæti hugsað sér L-lista ef nýju framboðin eru skoðuð.
Bjarni Kjartansson, 5.3.2009 kl. 09:23
Auðvaldssinninn Bjarni Kjartansson segir mig kominn í hring og tengir það einhvernveginn við þá stareynd að Jón Ásgeir og Jóhannes ERU Sjálfstæðismenn. Það er yfirlýst staðreynd frá þeim báðum og þeir skráðir í flokkinn atarna!
Hvort heldur hirðfífl auðvaldsflokksins, á borði bið þennan kjána sem ber nafni Bjarni, vilji smaþykja þá staðreynd eða ekki er mér nákvæmlega sama um.
Eina hringavitleysan hérna er uppi í hausnum á fólki eins og honum sem telja auðvaldsflokka besta kostinn fyrir þjóðina og væla hástöfum yfir þeirri staðreynd að Borgarahreyfingin skuli útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar. Mér finnst það manndómur og ekki nema sjálfstögð kurteisi við kjósendur að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - flokkinn sem bera ALLA ábyrgð á hruninu og hversu ömurlega var brugðist við því í heila 4 mánuði eftir það.
Það ættu allir flokkar að taka sér Borgarahreyfinguna sér til fyrirmyndar í þessum efnum og útiloka samstarf við hinn gerspillta sjórnmálaflokk sem kennir sig við sjálfstæði (eins kaldhæðið og það nú er).
Þór Jóhannesson, 5.3.2009 kl. 13:31
Kæri Þór, þú ættir kannski að reyna að spara gífuryrðin og reyna þess í stað að tala málefnalega. Slíkur málflutningur skilar sér vanalega betur til fólks.
Ég er ekki auðvaldssinni og ég held að Bjarni sé það ekki heldur. Ég er í hópi óákveðinna kjósenda núna og ég gæti alveg hugsað mér að kjósa O listann í næstu kosningum.
Alveg frá því að Ingibjörg Sólrún ók um, sem borgarstjóri, á jeppa í boði Heklu (þar sem Tryggvi Jónsson var forstjóri) þá hafa verið mikil tengsl milli stjórnenda Baugs (Tryggva og Jóns Ásgeirs) og Samfylkingarinnar. Þessi tengsl komu svo berlega í ljós í Borgarnesræðum Ingibjargar og málflutningi hennar og Samfylkingarfólks í kringum Baugsmálið.
það má vel vera að Jón hafi einhvertímann skráð sig Í sjálfstæðisflokkinn (það gerði Baldvin vinur þinn líka). Hann er hins vegar ekki búinn vera Sjálfstæðismaður lengi og tengsl Baugs við Samfylkinguna og forsetann eru öllum augljós.
Aðalsteinn Bjarnason, 5.3.2009 kl. 16:41
Það væri athyglisvert að heyra þennan söng ef Guðlaugur Þór opinberaði prófkjörsauðinn sinn - þar blasir við eitt orð og er það á allra vitorði!
Þór Jóhannesson, 5.3.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.