Enginn gerði neitt (rangt) þegar að kerfið hrundi - er þá ekki augljóst að kerfið er meinið?
24.2.2009 | 20:31
Borgarahreyfingin mun á allra næstu dögum kynna málefni sín. Okkar megin mál snúa að gagngerum endurbótum í lýðræðisátt. Að koma í gegn nauðsynlegum breytingum á kerfinu og stjórnarskrá, boða svo til kosninga í beinu framhaldi og leggja hreyfinguna síðan niður um leið og markmiðinu hefur verið náð eða verður augljóslega ekki náð.
Verði markmiðum um skýra þrískiptingu valdsins, mögulega aðkomu þjóðarinnar að öllum málum í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu og svo kröfunni um persónukjör ekki náð er ljóst að okkar markmið hafa mistekist.
Það hafa einhverjir látið í veðri vaka að við séum fyrst og fremst hópur valdsjúkra letingja sem að langar í þægilega vinnu og völd, að við séum svo löt að við nennum ekki einu sinni að semja eigin stefnuskrá og ætlum því bara að nota stefnu Lýðveldisbyltingunnar til viðmiðs.
Þetta er stórkostlegur misskilningur og í raun einfaldlega bara árásir úr afar undarlegum áttum. Ég ásamt stórum hluta hópsins sem nú myndar Borgarahreyfinguna, tókum mjög aktívan þátt í að semja málefnaskrá Lýðveldisbyltingarinnar og aðrir tóku virkan þátt í að setja saman stefnumál fyrir Samstöðu.
Persónulega hugnast mér afar vel að nota þau stefnumál áfram, þar sem að ég tel það algert einsdæmi að mynduð hafi verið stefnumál fyrir opnum tjöldum með aðkomu allra þeirra sem áhuga höfðu á og vildu leggja eitthvað til málanna.
Ástæða þess að ég nú býð fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar er einfaldlega sú að Lýðveldisbyltingin sem hópur tók um það ákvörðun að bjóða ekki fram heldur að starfa fremur áfram sem þrýstihópur á hliðarlínunni. Ég hins vegar ásamt fleirum, hef haft þá trú alla tíð síðan baráttan hófst í haust að framboð í einhverju formi með þessi stefnumál væri eina leiðin til þess að annaðhvort koma á breytingunum sjálf eða að minnsta kosti að halda þeim uppi við í stefnu hinna flokkanna.
Ég persónulega var þó ekki viss um framboðið fyrr en eftir að hafa setið fyrir rúmri viku síðan og hlustað á umræður á Alþingi um stjórnlagaþingið og sá þar flesta þingmenn vera að draga í land með yfirlýsingar sínar um lýðræðis umbætur. Þá gerði ég mér grein fyrir því að vegna þess að nýtt framboð þótti ekki líklegt lengur voru allir farnir að hugsa aftur til óbreytts ástands.
Að bjóða fram er því fyrir mér eina leiðin til þess að breyta einhverju. Við munum finna leið til þess að tryggja að dauð atkvæði verði ekki raunin.
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fáðu Davíð um borð. Hann er a.m.k. eini maðurinn sem virðist vita hvað hann er að tala um. Og garanteruð 30% atkvæða! Dabba á þing!
Eggert (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:37
Hvað varð um Íslandshreyfinguna?
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:40
Gangi ykkur vel með framboðið! Annars er það ekki nóg að gagrýna, það er ansi auðvelt í ljósi atburða. Grundvöllurinn undir framboði er að hafa hugmyndir og áætlun og að hún sé trúverðug. Ljóst er að gríðarlegir erfiðleiker bíða.
Annars held ég að þetta sé rétt hjá karlinum Davíð ef rétt er sem hann segir er það alvarlegt og finnst mér það heigulsháttur ef satt er að fyrverandi ríkisstjórn skýli sér á bak við Seðlabankann þegar raunin er allt önnur.
Gunnr (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.