Ekki hatur - þetta heitir rökhyggja og hæfileiki til þess að sjá hlutina í víðara samhengi
30.1.2009 | 18:16
Það er að sjálfsögðu bara mín skýring sem kemur hér fram í fyrirsögninni. En út frá mínum sjóndeildarhring hata ég ekki Davíð Oddsson og hef aldrei. Hann er meira að segja eini stjórnmálamaður sem að ég man eftir að hafa á einhverjum tíma haft alveg sérstakt dálæti á.
Ég tel hins vegar augljóst að alger vanhæfni Geirs og félaga til þess að sjá tjónið sem af Davíð hefur hlotist hafi á endanum valdið þeim enn meiri skaða, skaða sem að þeir hefðu ekki tekið sénsinn á fyrirfram heði þeim grunað hver yrði niðurstaðan. Ég er ekki að tala um skaða gagnvart þjóðinni, hann virðist vera Sjálfstæðismönnum ótengdur með öllu miðað við yfirlýsingar þeirra þar um undanfarið og miðað við áramótaávarp Geirs eru fáir sem geta bjargað okkur nema Guð almáttugur sjálfur.
Nei, skaðinn sem að ég er að tala um er algert hrun í stuðningi hjá þjóðinni við Sjálfstæðisflokkinn. Algert hrun í skoðanakönnunum. Algert hrun innan flokksins í stuðningi við formanninn sem hefur afar sjaldan gerst þar innanborðs. Já algert hrun á tiltrú á flokknum og stefnu hans.
Hefðu þeir ekki brugðist öðruvísi við í lok september hefðu þeir séð þetta fyrir?
Ég er ekki viss. Þeir sáu nokkuð skýrt fyrir í október 2007 hvert stefndi eð bankakerfið og lokuðu bara augunum. Það kannski virkar í miklum hagvexti, að loka bara augunum og bíða (að "Haardera" eins og það er títt kallað þessa dagana) en í fyrirsjáanlegu kerfishruni virkar það ekki, augsýnilega
... bara alls ekki.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Mér fannst Björgvin G. Sigurðsson skilgreina vandræði Sjálfstæðismanna með Davíð ágætlega í Hrafnaþingsþætti Ingva Hrafns á ÍNN um daginn. Hann sagði það sama og þú, og ég líka, sagðist hafa dáðst af honum þó hann væri andstæðingur. En hann hefði átt að stíga út í kringum 2000 og fara að skrifa en ekki í Seðlabankann. Þá væri þjóðin líklegast að tala um einn dáðasta stjórnmálaforingja sögunnar. En ekki að "hatast" út í hann. Sem margir virðast gera. En við erum bara reið. Ekki af tilefnislausu. Geir greyinu hefur svo verið vorkunn að þurfa að vera í skugga og umsjá DO, þó hann sé "hættur" í pólitík.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:26
Það er ekki hægt að skilgreyna álit sumra Samfylkingarmanna á Davíð á annan hátt en að þar sé hreint hatur á ferðinni. Ingibjörg Sólrún hefur vart haft annað takmark í lífinu, virðist vera, annað en að ná sér einhvernveginn niður á þessum manni. Alveg frá því að hún var borgarstjóri og ók um á jeppa frá Hekklu (Þar sem Tryggvi Jónsson var forstjóri) hefur þetta hatur stigmagnast hjá henni og félögum hennar í Baugi.
Ég held að það sé ofmetið hvað Davíð hefur skemmt fyrir fylginu hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég held að við þessar aðstæður og eftir það sem hefur gerst, þá lítur fólk fyrst og fremst til þess að flokkurinn er búinn að vera í stjórn í 18 ár og fólk vill sjá breytingar. Hvort þessi eða hinn embættismaðurinn er í Seðlabankanum held ég að breyti litlu.
Aðalsteinn Bjarnason, 30.1.2009 kl. 18:50
Miðað við þann kraft sem að ISG bjó yfir lengst finnst mér ekki líklegt að hún hafi átt það eina markmið að koma DO á kné. Ég tel líklegt að það hefði þá annaðhvort tekist eða opinberast skýrt fyrir afar löngu síðan.
Baldvin Jónsson, 30.1.2009 kl. 20:39
En finnst þér ekki skrítið Baldur, að þetta er nánast það eina sem nýja stjórnin er búin að ákveða að gera þ.e. að koma Dabba frá. Heldur þú að það séu ekki önnur brýnni verkefni hjá stjórnvöldum núna? Og Jón Ásgeir grobbar sig af þessu og væntir þess að "annað" verk ríkisstjórnarinnar sinnar verði að banna hvalveiðar. Þetta er það sem er brýnast hjá þessu liði.
Aðalsteinn Bjarnason, 30.1.2009 kl. 20:53
Fyrirgefðu, Baldvin átti það að vera, ekki Baldur.
Aðalsteinn Bjarnason, 30.1.2009 kl. 20:54
Skil ekki hvaða hagsmuni Jón Ásgeir hefur af Hvalveiði stoppi? Geturðu skýrt það fyrir mér Aðalsteinn?
Baldvin Jónsson, 30.1.2009 kl. 21:22
Akkúrat núna gæti mér ekki verið meira sama um viðskipti Jóns Ásgeirs erlendis.
Væri hins vegar afar sáttur ef að hann fyndi það hjá sér og æru sinni að skila einhverju af aurunum aftur sem að hann telur best geymda í skattaparadísum.
Baldvin Jónsson, 30.1.2009 kl. 21:44
Hafsteinn, ég tel þessa hugmynd þína einmitt frekar þröngsýna og órökræna.
Samfylkingin er samsett eins og nafnið gefur til kynna - fylkingin mismunandi hópa. Þeir hópar létu ekki bjóða sér það lengur að stjórnin hunsaði stóran hluta þjóðarinnar. Um ÞAÐ snerust þessi stjórnarslit.
Baldvin Jónsson, 30.1.2009 kl. 22:36
það er alveg ótrúlegt að horfa uppá hve stór hluti af þjóðinni sér ekki hvernig í þessum málum liggur. það heldur greinilega meginhluti þjóðarinnar ennþá að þetta sé svakalega góður gæi hann jón. Jón Ásgeir var fjórði í kjörinu á manni ársins á Rás 2. Þessi náungi er augljóslega innundir bæði hjá forsetanum og Samfylkingunni. Þessi maður er glæpamaður nr. 1 á Íslandi í dag. Þetta er sá maður sem á stærsta sök á ástandinu á Íslandi, að nokkrum öðrum meðtöldum. Forsetinn hjálpaði honum svo að eignast nánast alla fjölmiðla landsins sem hann notar óspart til að heilaþvo lýðinn. Og það virðist hafa tekist. Dabbi er vondi kallinn í augum allra og erlendir fjölmiðlar eru óspart upplýstir um það. Á meðan situr Jón eins og púki á fjósbita og hlær að öllu saman.
Aðalsteinn Bjarnason, 31.1.2009 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.