Lítil þúfa? - mikið lagt á herðar eins manns - á Bjarni Ben ummæli dagsins?

Geir Haarde ber ekki ábyrgðina á hruninu, það er ómaklega að honum vegið með þeirri yfirlýsingu. Hann er einungis einn margra sem bera ábyrgð á því eftirlitsleysi sem m.a. varð bönkunum að falli. Geir ber hins vegar öðrum meiri ábyrgð á því að víkja ekki stjórninni frá strax í upphafi október. Pólitískt landslag sem og fjárhagslegt væri án nokkurs vafa afar ólíkt því sem það er í dag ef brugðist hefði verið við strax á ábyrgan máta og kallaðir til sérfræðingar til þess að takast á við vandann á faglegan máta.

Hvað á ég við með faglegum máta? Jú, t.d. með því að setjast strax yfir viðskiptaáætlun til lengri tíma, stefnumóta og skipuleggja og setja af stað aðgerðir fyrir opnum tjöldum. Ríkisstjórnin þykist hafa verið í þessum fasa en hefur þó nánast ekkert lagt fram sem kom ekki beint frá AGS. Mér sýnist að stjórnin hafi því lítið gert frá hruni nema að reyna að fægja sinn hlut og þýða kröfur AGS yfir á íslensku. Skaðræðistími fyrir íslensku þjóðina og Geir ber þar vissulega mikla ábyrgð.

En Bjarni Ben væntanlegur formanns frambjóðandi Sjálfstæðisflokks á þó án nokkurs vafa ummæli dagsins. Hann missti út úr sér, án athugasemda spyrilsins, í viðtali í dag þegar að hann var spurðum um hugmyndina um þjóðstjórn "... nú er einfaldlega tími þar sem hagsmunir þjóðarinnar verða að koma á undan hagsmunum flokksins..."

Ég veit ekki með þig - en skilur þú hann líka þannig að það sé ekki hefðin? Að hefðin sé að hagsmunir flokksins komi alltaf á undan hagsmunum þjóðarinnar?


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Verðum við ekki að muna þessi ummæli?

Arinbjörn Kúld, 26.1.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband