Í bullandi popularisma Framsóknar er ekki skrítið að ung risaeðla í flokknum nái ekki kosningu formanns

Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart svo sem, en það kom mér á óvart að ekki skyldu vera fleiri aðilar með einhverja reynslu innan flokksins í framboði. Til að mynda tel ég að Hallur Magnússon hefði hlotið nokkuð fylgi hefði hann kosið að bjóða sig fram.

Páll Magnússon er brenndur af því að hafa starfað í flokknum á að mínu mati versta skeiði hans og því eðlilegt að þessi nýju öfl með nýjar áherslur innan flokksins veljji hann ekki.

Kemur hins vegar verulega á óvart að aðili, sem að mínu viti hefur ekki tengst flokknum hingað til, geti stigið þar inn og boðið sig fram til formanns og unnið kosningu?!?  Það finnst mér mjög merkilegt.

Samsæriskenningin er hins vegar sú að Sigmundur sé í raun bara framlenging á Guðna Ágústssyni.


mbl.is Páll: Niðurstaðan kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég heyrði eina samsæriskenningu um að hann færi á framfæri S-hópsins. Ólafs í Samskipum og Finns.

Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það víst einhver samsæriskenning tengd pabba hans líka, en ég þekki ekki hver það er.

Baldvin Jónsson, 18.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þessi glæpasamtök eru senn öll ef eitthvað réttlæti er til í heiminum.

Ómar Ingi, 18.1.2009 kl. 23:11

4 identicon

Já góðir hálsar. Grasrótin talaði sínu máli. Það er kominn tími til breytinga. Við erum orðin þreytt á spillingu og flokksþingið svaraði kalli tímans. Á þinginu var heiðarleiki gerður að frumskylirði í íslenskri pólitík.

Einar Freyr (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er þessi sem ég nefndi. tengt Kögun eða einhverju fyrirtæki með eitthvað slíkt nafn. en það er nú við því að búast að slíkar kenningar komi fram í kringum Framsóknarmenn.

Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband