Barack Obama - tími stóru orðanna er að bresta á!

Ég, eins og eflaust flestir Evrópubúar, býð spenntur eftir því að fylgjast með Obama í forsetastóli. Líklega valdamesta forsetastóli í heiminum í dag. Fólk vonar á miklar breytingar á ýmsum stefnumálum Bandaríkjamanna, og þá væntanlega mest í utanríkisstefnu þeirra sem hefur verið vægast sagt blóðug.

Á sama tíma eru eflaust sterk öfl víðsvegar sem vilja ekkert heitar en að sjá honum mistakast við að innleiða breytingar, því mörgum hentar jú betur að hafa allt bara nákvæmlega eins og það er nú þegar.

Einhvern veginn eigi ég líka fjarlæga von um það að takist ætlunarverkið að einhverju eða miklu leyti í Bandaríkjunum, megi það verða fyrirmynd fyrir gagngerar breytingar á kerfum víða um heim. Það veit Guð að okkur veitir svo sannarlega ekki af því hér á Íslandi til að mynda.

Forsætisráðherra klikkti út í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar með orðunum "Guð blessi Ísland" og rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við þau orð. Þessi þrjú orð fannst mér segja mér meira um raunverulegt ástand hér heima en allt það þvaður sem borið hafði verið fyrir okkur á tveimur mánuðum þar á undan.

Það eru svo sannarlega tímar erfiðleika framundan - en þetta geta líka verið tímar endurreisnar! Það er hins vegar okkar að taka á því og virðast vera afar sterkar líkur á því að þjóðin muni ekki fylkja sér með okkur að endurreisn meðan að stærstu gerendur hrunsins sitja enn sem fastast við völd.

Krefjumst kosninga hið fyrsta - við þurfum nýtt fólk með nýtt hugarfar til þess að byggja nýja Ísland!!


mbl.is Obama hylltur í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband