Samstöðufundi lokið á Austurvelli - opið hús í Borgartúni 3 á eftir
17.1.2009 | 16:59
Þeim sem ekki komust á Austurvöll má benda á að Raddir Fólksins tilkynntu um það á fundinum að eftir fundinn yrði opið hús í Borgartúni 3 þar sem að Raddir Fólksins hafa nýlega komið sér fyrir ásamt mörgum öðrum þrýstihópum sem eru starfandi í dag og þar fremst í flokki hópurinn um Borgarafundina.
Ég finn fyrir sterkri samkennd eftir fundinn í dag og sérstaklega fannst mér framsaga Gylfa Magnússonar góð. Hún var jarðbundin en um leið kom fram skýr krafa um að núverandi stjórnvöldum beri að víkja. Þau starfa ekki í trausti fólksins og án trausts í samfélaginu í dag mun endurreisnarstarfið ekki ná að hefjast.
Það hringdi í mig góður félagi minn meðan að á fundinum stóð. Ég sagði honum hvar ég væri og þá tjáði hann mér að hann mætti ekki, að hann væri ekki enn viss um hvort að hann vildi taka þátt. Ég sagði ekkert við hann við þetta tækifæri, var ekki staður né stund á miðjum Samstöðufundi. En ég velti því fyrir mér lengi eftir símtalið, hvað þarf til þess að "Grillfólkið" vakni líka og vilji gera eitthvað í málinu? Grillfólkið er nefnilega ekki bara Sjálfstæðismenn, eins og Hannes Hólmsteinn talaði um og snerist algerlega í höndunum á honum, grillfólkið er stærstur hluti þjóðarinnar sem nennir almennt ekki að taka þátt í pólitík og vill bara að einhverjir sjái um að til sé kerfi fyrir þau að starfa í.
Hvernig væri nú að hætta að grilla og vera með? Steikin kólnar hratt þessa dagana hvað sem við gerum!
Fjöldi manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Tek undir áskorun þína til „grillaranna“. Ein af rökum stjórnvalda fyrir því að hundsa mótmælendur er fjöldinn. Ef grillararnir kæmu sér til þess að finnast eitthvað um það sem ætti að blasa við í mörgum liðum væri sú röksemd a.m.k. farinn!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:59
Góð grein og athyglisverð spurnig: Hvað þarf til að grillararnir vakni og taki þátt? Kannski munu þeir aldrei taka við sér, a.m.k.stór hluti þeirra.
En djöfull er maður orðinn langeygður eftir aðgerðum stjórnvalda, upplýsingum til handa okkur almúganum og áætlun til að vinna eftir, bæði fyrir okkur og þá.
Bjarki Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:05
Tja sumir þessara grillara eru bara ekki sammála ykkur. Sum okkar finnst það vera gríðarleg einföldun að ætla að skella skuldinni eingöngu á stjórnvöld og bankanna. Hvað með þátt þjóðarinnar? Er hann ekki til staðar? Hvar eru allir þeir sem að skuldsettu sig upp fyrir rjáfur? Hvar eru eigendur myntkörfulánanna, bílalánanna og bara lána fyrir öllum fjandanum? Er virkilega enginn þeirra á Austurvelli? Og er bankakreppan virkilega svona séríslensk eins og þið viljið af vera láta? Hvernig útskýriru þá ástandið í öðrum löndum sem að hljóta þá líka að þjást af þessari séríslensku bankakreppu?
Og hvernig er það eins gerspillt þjóðfélag og Ísland er, af hverju endar það þá alltaf svona ofarlega í alþjóðlegum mælingum á spillingu, sem eitt minnst spilltasta ríki heims?
Svo er ég líka að velta fyrir mér hvort það sé komin kreppa á Íslandi? Jú verðlagið hefur hækkað... mikið en er það nóg til þess að það sé komin kreppa? Jú fólk er að missa vinnuna sem að er miður, en nemur fækkunin stórum hluta af þeirri fjölgun starfa sem að varð hér síðustu tíu árin? Og jú nýverið var skattprósentan hækkuð um 1,5 prósent en hver hefur verið þróun skattprósentunar síðustu tíu árin? Ef það kæmi nú í ljós að skattprósentan síðustu tíu árin hefði nú lækkað, (sem að ég er nokkuð viss um að hafi verið þróunin) ertu þá enn sannfærður um að þjóðin sé farin að borga skuldir bankanna? Og hvað með verðbólguna? Jú hún er yfir 14% en hvernig er hún í sögulegu samhengi? Vissur þú t.d. að verðbólga hér á Íslandi hefu mælst yfir 80% ef ég man rétt. Var þá ekki kreppa? Allt fram til þess þegar þjóðarsáttin var gerð, var verðbólga á Íslandi iðulega yfir 10%.
Endilega leiðréttu mig ef að ég fer með rangfærslur, en staðreyndin er sú að það eru ansi mörg spuringamerki við ykkar málflutning. Sum okkar þurfa nefninlega meira heldur en menn á Austurvelli sem að hafa hátt, þeir þurfa líka að útskýra mál sitt. Sum okkar þurfa meira heldur en múgæsingu á Austurvelli, þeir þurfa rökstuðning.
Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 21:12
Heyr þú mig Baldvin ! Þetta hlýtur að vera samfokksmaður þinn , þó meiningarnar séu vægast sagt ólíkar hjá ykkur þ.e. þér og Jóhanni P.P. Hann segir : " Sum okkar finnst það vera gríðarleg einföldun - " , ja ekki veit ég um þig Baldvin , en mér fynnst það vera afar einfalt mál að þessi maður er einfaldur og skrifar fynnst með einföldu , ætli þetta sé einfaldlega einfaldur sjálfgræðgisf(l)okksmaður , búinn að missa pólitíska sýn . Kannski aldrei haft hana .
Hörður B Hjartarson, 17.1.2009 kl. 21:44
Það kann að vera að ég sé búinn að missa alla pólitíska sýn og já getur vel verið að ég sé mög einfaldur maður. Stafsetningarvillur held ég að fari nú ekki eftir pólitísku skoðunum. En maðurinn hafði samt engin svör við mínum pólitísku spurningum, heldur gat hann aðeins skotið á mig persónulega. Að saka mig um að vera einfaldur, "sjálfgræðgisf(l)okksmaður" og að hafa ekki pólitíska sýn er það eina sem að hann hafði fram að færa sem að lýsir honum meira heldur en mér.
Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 22:35
Sæll Jóhann Pétur og þakka þér fyrir innlitið og vangavelturnar. Ég er nú svo öfgafullur að halda því fram að grillararnir sem eru ekki sammála rökunum hafi einfaldlega ekki kynnt sér þau. Ég hef lengst af sjálfur verið grillari, einbeitt mér að mestu að því að safna í eigin aska og viljað að aðrir sæu um pexið fyrir mig og pólitíkina. Það fór þó að læðast að mér sá grunur hægt og bítandi á undanförnum árum að það væri eitthvað að undir niðri, já undir niðri og því mögulega illmælanlegt á spillingar kvarða stórþjóða mögulega. Spillingin sem hér er verst að mínu mati fyrir utan aðferðarfræðina við einkavæðingu bankanna, er þessi endalausa reddinga aðferð. Það er kannski ekki verið að fremja stórglæpi, en verið að redda ættingjum og vinum svona hinum og þessum fyrirgreiðslum. Það sem er hættulegast við það er að þegar að sami flokkur hefur ríkt við völd nánast óslitið frá upphafi lýðveldis að þá eru nánast öll embætti og stjórnsýslan orðin þeirra fólk. Sama ástæða veldur því líka að við búum ekki lengur við lýðræði Jóhann Pétur. Við hljótum nú að vera sammála um að það er ekki gott mál er það ekki? Vegna þess að stjórnsýslan nánast öll er orðin innanflokks er það orðið svo að löggjafinn er orðinn nánast bara afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Forysta flokksins segir hvernig málin eiga að vera, framkvæmdavaldið stillir þeim upp og löggjafinn stimplar samþykkið.
Löggjafinn Á að vera valdið. Þar eiga að fara fram lýðræðislegar umræður um málin en gera það ekki í dag vegna þess að nánast allir sem þangað komast hafa selt flokknum (hvaða flokki sem er) sannfæringu sína á leiðinni þangað. Hefur verið svoleiðis lengi, sést bara svo augljóslega núna þegar að ríkisstjórn er mynduð af flokkum með yfir 70% við síðustu kosningar.
Ég hef hvergi haldið því fram að skuldin sé ÖLL stjórnvalda eða bankanna. Alls ekki. En hún er þó þar að lang stærstu leyti, það ER þeirra að skapa löggjafann sem á að verja okkur og það ER þeirra að fylgja þeim lögum eftir. Þetta var ekki gert.
Þrátt fyrir gegndarlaust sukk almúgans er búið að sýna fram á að okkar hlutur í heildina var um 9% af heildarútlánum bankanna og þar af voru húsnæðislánin 60% eða sem sagt 5,4% af heildar útlánum bankanna. En já, við áttum vissulega sök að máli.
Stóra sökin er heldur ekki bankanna. Bankarnir voru einkafélög með það einfalda markmið að græða sem mesta peninga, eins og almennt er markmið félaga. Það var ríkisins að gæta að umhverfinu en þar virðist hafa ríkt bæði sinnuleysi og meðvirkni Fjármálaeftirlitsins gagnvart bönkunum.
Bankakreppan er að sjálfsögðu ekki sér íslensk. Hún varð bara svo miklu miklu verri hér vegna algerlega ónýts grunns. Margir sérfræðingar, meðal annars Robert Wade, hafa haldið því fram nýlega að með eða án alheimskreppu þá hefði kerfið hér alltaf hrunið hvort eð er. Það var bara tifandi tímasprengja. Stærsti vandinn okkar eftir á að hyggja byggir augljóslega á smæð markaðar og innherja tengslum allra stærstu leikmannanna þar. Svo undarlega sem það hljómar að þá voru flest öll stóru viðskiptin sem hér hafa farið fram undanfarin ár, innherjaviðskipti. Stærsti hlutinn! Og fyrir slíkt er dæmt í allt að 25 ára fangelsisvist bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er það bara mjög óheppilegt.
Varðandi kreppuna Jóhann Pétur að þá er hún einfaldlega ekki byrjuð nema að litlu leyti, það er rétt hjá þér. Árið 2009 verður árið þar sem að hún skellur á okkur af fullum þunga. Kannski það verði þá nóg til þess að vekja þig? Þegar að gríðarlegur fjöldi fyrirtækja fara á hausinn og atvinnuleysi fer að mælast yfir 20 þúsund manns, sumir spá yfir 35 þúsund manns, þá muntu verulega fara að finna fyrir kreppunni. Ef ekki þú, þá samt stór hluti þinna nánustu. Kannski það verði nóg til þess að vekja þig?
Vissirðu það Jóhann Pétur að verðbólgan er í flestum tilfellum mun fljótari að fara frá 18% í 80% heldur en frá 3% í 18%? Verði ekki brugðist hratt við núna eru allar líkur á því að verðbólgan muni algerlega fara úr böndunum á þessu ári, en nú mun verr en nokkru sinni fyrr. Það er nefnilega þannig að þegar að verðbólgan mældist síðast þetta há, þá bjó þjóðin EKKI við verðtryggingu. MEÐ verðtryggingu mun verðbólgan núna lenda 100% á heimilum landsmanna. Áhugavert ekki satt? Kannski það verði nóg til þess að vekja þig?
Ég hrífst ekki af múgæsingi - hann er einfaldlega hættulegur. Ég hrífst, eins og þú, af rökum - OG RÖKIN ERU ÓHUGNANLEG!!!
Baldvin Jónsson, 18.1.2009 kl. 00:01
Ekki skil ég almennilega hvað átt er við með einhveru tali um "grillfólk", - það hefur einhvern veginn alveg farið fram há mér.
En ég hjó eftir spurningum sem Jóhann Pétur setti fram, þar sem hann undrast hvar þeir haldi sig sem skuldsettu sig upp úr öllu valdi, með húsalánum, bílakaupum, myntkörfulánum og fleiru. Hann undrast greinilega að það heyrist ekkert frá þeim.
Góður vinur minn einn, hefur kannað þessi mál vel. Hans niðurstaða er sú að þeir sem hafi tapað miklu eða mest öllu, - sem afleiðingu kvótalaganna og hruns sjómannastéttarinnar og með gjaldþrotum útgerðarmanna smábátanna, - þeir kenni sjálfum sér um hvernig farið hafi, að þeir skammist sín fyrir hvernig komið er, og að þeir annanhvort vilji ekki, eða þori ekki að koma fram í dagsljósið og upplýsa um sína hagi. Þeir vilji ekkert um málið tala.
Þetta er í rauninni ömurleg niðurstaða, ef rétt er, með tilliti til þess hvernig málum er komið þar sem verst er, en það er á Vestfjörðunum.
Vestfirðirnir eru að "leggjast á hliðina" atvinnulega séð, og fólkinu fækkar stöðugt. Eru sumir staðanna óðum að nálgast það stig, - "lokastigið" - það er, að allt fólkið hverfi á braut, og sá síðasti skelli hurðinni í lás við brottför. Þar með er viðkomandi staður lagður í eyði.
Þrátt fyrir tillögur til úrbóta, þá hafa menn ekki komið fram á sjónarsviðið, hver svo sem ástæðan er, sem veldur.
Sjálfur hefi ég, ótal sinnum, sett fram tillögur til bjargar Vestfjörðunum. Mínar tillögur hafa verið í megindráttum, að veita smábátasjómönnum á Vestfjörðum fullt frelsi til veiða á færi og línu í 180 daga á ári, á hverjum báti, - og að hámark afla á hverum báti verði ekkert.
En það verður að segjast eins og er, að undirtektirnar hafa verið, - "nákvæmlega engar".
Það hefir enginn tekið undir neinar af þessum tillögum, - né heldur komið með aðrar og betri tillögur, ellegar komið með endurbættar útgáfur af mínum tillögum.
Ef einhver hefur útskíringar á því, eða svör við þessu, þá væri vissulega æskilegt að þau svör og þær útskíringar komi fram.
Tryggvi Helgason.
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.