Algerlega óskiljanleg yfirlýsing um fjárlög frá forsætisráðherra

Hvað er maðurinn að meina með hallalausum fjárlögum 2012??  Þetta tel ég vera nánast siðlausa tilraun til þess að hugga fólk og auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. Leggi Geir ekki fram raunveruleg gögn um hvernig þetta megi takast er þetta ekkert annað en fantasía. Álíka líkleg til þess að rætast og að það verði kominn á heimsfriður árið 2012 eða að búið verði að uppræta hungri í heiminum.

Ekki misskilja mig, ég myndi meira en flest annað langa til að sjá afgang á fjárlögum hið allra fyrsta, en ég vil sjá það byggt á raunveruleika - raunveruleika þar sem að hinir minnstu borga ekki hlutfallslega langmest.

Við hvað er miðað hérna??  Rekstur ríkisins 2007??  Ég held að varlega áætlað muni VLF dragast saman um að minnsta kosti 15-20% á næsta ári.  Við erum að tala um keðjuverkandi áhrif kreppunnar, atvinnuleysis og almenns samdráttar í viðskiptalöndum okkar líka. Við erum ekki að fara að hafa miklar tekjur af bönkum eða fjármálastarfsemi, álið er að snúast í tap, fiskverð fer hríðlækkandi á erlendum mörkuðum (verðlaus krónan hjálpar okkur sem betur fer aðeins þar ennþá) og fá dæmi um að eitthvað nýtt komi til á næstu misserum.

Ég endurtek, á hverju byggir þú þessa spá Geir?


mbl.is Undirbúa ný fjárlög eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Paul Thomsen hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á að hafa gefið í skyn að Ísland gæti ekki rekið ríkissjóð með 150 milljarða halla. Enginn myndi vilja lána landinu meiri pening.

Sjá nánar hér.

Theódór Norðkvist, 19.12.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér Baldvin - skil ekki hvernig þetta á að vera hægt!

Jafnframt skildi ég ekki þessa athugasemd um kerfisbreytingar, nema átt sé við kerfisbreytingar í heilbrigðis- og menntakerfinu, þ.e.a.s. aukinn einkarekstur, útboð á aðgerðum, taka sjúkrahúsin af föstu fjárveitingum á fjárlögum og borga fyrir umfang og fjölda aðgerða o.s.frv.

Þessar breytingar hafa reyndar verið boðaðar í minna mæli, en auðsjáanlega á að ganga lengra. Þetta þarf þó að ræða í þjóðfélaginu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.12.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband