Glæsilegt framtak - en jafnframt góð leið til fjárfestingar

Það er enginn vafi á að þetta verður nýsköpun mikill stuðningur. Það er algerlega nauðsynlegt að bjóða upp á sem flestar slíkar leiðir fyrir sprotafyrirtækin til að geta tengst mögulegum fjárfestum.

Þetta mun vafalaust einnig ýta á að sprotafyrirtækin séu vel undirbúin og skipulögð því það sækja jú fáir mikla peninga til fjárfestinga án þess að geta sýnt fram á að hugmyndin sé líkleg til árangurs (nema jú viðkomandi eigi banka).

Ég kom að stofnun sprotafyrirtækis í miðri uppsveiflunni og var aðgangur að fjármagni afar ógreiðfær fyrir okkur. Góð hugmynd og vel gerð viðskiptaáætlun breyttu þar litlu um. Fjárfestar höfðu einfaldlega engan hvata til þess að setja peningana sína annað en bara inn á reikning hjá einhverjum bankanna sem að "áhættualaust" skilaði um 15% ávöxtun.

Nú hefur markaðurinn hins vegar aldeilis snúist við og verður þetta vonandi mikill vaxtabroddur fyrir sprotana. Við þurfum fátt eins nauðsynlega í dag og mikla aukningu í nýsköpun.


mbl.is Vona að framlög í sprotasjóðinn BJÖRK verði á annan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þetta Gísli, ég hef að virðist misskilið þetta. Ég hélt að sproti væri hugtak notað fyrir ný fyrirtæki með eigin framleiðslu, samanber fyrirtækið sem ég kom að - Gogogic. Hugtakið nær þá væntanlega samt yfir þau flest þar sem að fá fyrirtæki í eigin framleiðslu kæmust upp með að setja ekki hluta krafta sinna í vöruþróun og rannsóknir. Gogogic til dæmis var ekki einvörðungu í eigin framleiðslu en náði samt þessari skilgreiningu. Markmiðið þar er að vera alltaf með um 50% vinnuframlagi í þróun og framleiðslu á eigin vöru.

Ég hef greinilega slegið þessu eitthvað saman og ekki verið nægjanlega skýr hér í færslunni að ofan. Ég er sem sagt með umræðu um sprota og nýsköpun, að hugsa um fyrirtæki sem koma fram með nýja hugmynd til framleiðslu.

Baldvin Jónsson, 18.12.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband